Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 29
Grundvallarreglur
skattlagningar
* *
eftir Arna Arnason, rekstrarhagfræðing
Á undaníörn'um árum hefur gætt vaxandi óánægju með skattheimtu hins opinbera og aukna hlut-
deild þess í ráðstöfun þjóöartcknanna. Orsakanna er sennilega að leita í því, að nauðsynlegri
endurskoðun og endurskipulagningu skattheimtunnar hefur verið svarað, oft fyrirvaralítið, með
nýjum sérstökum bráðabirgðasköttum eða skyn dibreytingum á eldri sköttum. Er nú svo komið,
að brýna nauðsyn ber til að endurskipuleggja frá grunni skattheimtu hins opinbera. í þessari
grein er ætlunin að ræða þau grundvallarsjónarmið, sem þurfa að ráða í slíkri endurskipulagn-
ingu.
Á undanförnum árum hefur
gætt vaxandi óánægju með
skattheimtu ‘hins opinbera og
aukna hlutdeild þess í ráðstöf-
un þjóðarteknanna. Orsakanna
er sennilega að leita í því, að
nauðsynlegri endurskoðun og
endurskipulagningu skatt-
heimtunnar hefur verið svarað,
oft fyrirvaralítið, með nýjum
sérstökum bráðabirgðasköttum
eða skyndibreytingum á eldri
sköttum. Er nú svo komið, að
brýna nauðsyn ber til að endur-
skipuleggja frá grunni skatt-
heimtu hins opinbera. í þessari
grein er ætluniini að ræða þau
grundvallarsjónarmið, sem
þurfa að ráða í slíkri endur-
skipulagningu.
FJÁRÖFLUN
Núverandi skattkerfi er þess
ekki megnugt að afla þeirra
tekna, sem þarf til að standa
undir opinberum útgjöldum,
sem samsvara um 37% af þjóð-
arframleiðslunni. Nýtt skatt-
kerfi þarf þó sennilega ekki að
fjármagna svo hátt útgjalda-
hlutfall, þar sem landsmöninum
virðist þegar standa nokkur
ógn af þessum auknu umsvif-
um. Virðist þvi óþarfi, að þetta
hlutfall opinberra útgjalda vaxi
úr þessu, heldur fari miklu
fremur lækkandi, svo að opin-
ber þjónusta ofgeri ekki þeim,
sem hún á að þjóna.
Hins vegar er ljóst, að nýtt
skattkerfi þarf að vera mjög
sveigjanlegt, þannig að það geti
vandræðalaust aflað ríkissjóði
fjár í stað lækkandi tolltekna,
an einnig þarf það sveigjan-
leika, svo að breyttum efna-
hagsskilyrðum megi mæta með
skjótvirkum skattbreytingum.
Frá sjónarmiði fjáröflunar
skiptir mestu, að tekjustofn-
arnir séu almennir, en stórir,
þannig að afla megi skatttekn-
anna með tiltölulega fáum
sköttum, sem hver um sig skili
tiltölulega miklum tekjum. Nú-
verandi skattkerfi fullnægir
alls ekki þessari grundvallar-
reglu: Fjöldi skatta er mikill,
sumir skila svo litlum tekjum,
að hagkvæmni innheimtuinnar
er vafasöm, en auk þess er sami
gjaldstofninn oft margskatt-
lagður.
TEKJUJÖFNUN
Lýðræðissinnar eru sammála
um, að allir eigi að hafa sem
jöfnust tækifæri á að hasla sér
völl í lífinu. Menn greinir hins
vegar á um, hversu jafnt menn
eigi að uppskera. Eins og menn
sá er nokkuð góð regla svo
langt sem hún nær. Vandinn
er sá í markaðshagkerfi, þótt
það sé lýðræðislegasta hagkerf-
ið og leiði til verulegra efna-
hagslegra framfara, að það leið-
ir ekki endilega til tekjuskipt-
ingar, sem menn geta sam-
þykkt, að sé sæmilega réttlát.
Meðal vestrænna þjóða hefur
lengi verið reynt að nota skatt-
kerfið, sérstaklega tekjuskatt,
eignaskatt og erfðafjárskatt til
þess að jafna tekjuskiptinguna
í viðkomandi löndum. Þessai'
tilraunir hafa á margan hátt
mistekizt. Á síðari árum hafa
tekjujöfnimarhugmyndir hins
vegar beinst inn á nýjar braut-
ir, sem er sameining tekju-
skatts án frádráttarheimilda og
tryggingarbóta í nýju kerfi,
sem mætti kalla frádrægan
tekjuskatt. Með slíku fyrir-
komulagi er ætlunin að sam-
eina fernt:
• Tryggja öllum lágmarks-
tekjur.
• Undanþyggja tekjur skatt-
skyldu upp að vissu marki.
• Gera tekjuskattinn stig-
hækkandi án þess að slíkt
hafi neikvæð áhrif á vinnu-
vilja manna.
• Sameina tekjuskatt og
tryggingarbætur í eitt ein-
falt kerfi.
Hugmyndir um slí'ka sam-
ræmingu tekjuskatts og trygg-
ingabóta hafa til þessa mest
verið ræddar í Bretlandi og
Bandaríkjunum, en þar hafa
m.a. verið gerðar nokkrar til-
raunir með slíkt kerfi, Virðast
þessar hugmyndir frjósamari til
umræðu en tillögur um afnám
tekjuskattsins, sem í reynd er
ekkert annað en viðurkenning
á því, að Alþingi hefur breytt
tekjuskattinum árlega síðan
1970, án þess að takast að gera
hana réttlátari en var. Þvert á
móti hafa undanþágur og mis-
muiniun aukizt. Það er í reynd
FV 8 1976
27