Frjáls verslun - 01.08.1976, Blaðsíða 22
ir á svarta markaðinum en
hann blómstrar hvarvetna í
austantjaldsríkjunum. DoUarar
eða vestur-þýzk mörk á svört-
um markaði, eru seld á þre-
földu gengi.
# Vilja fá ferðamenn
Austur-evrópsk yfirvöld vilja
fá eins marga ferðamenn og
þau mögulega geta fengið frá
Vesturlöndum. En þau ganga
líka langt í því að girða fyrir
bein samskipti staðarmanna við
hina erlendu gesti.
í Rúmeníu er enn betur en
áður fylgzt með ferðum vest-
rænna ferðamamna. Samkvæmt
nýjum lögum verða Rúmenar
að tilkynna lögreglu um öll við-
skipti sín við útlendinga. Áður
gat ferðamaður leigt herbergi
á einkaheimili en nú er ólöglegt
fyrir útlending að eyða einni
einustu nótt á rúmönsku heim-
ili.
í Helsinki-samkomuiaginu
var gert ráð fyrir aukinni út-
breiðslu erlendra blaða og tíma-
rita. Víðast í Austur-Evrópu er
þó ekki auðvelt að finna nein
þessara rita nema málgögn
kommúnistaflókka á Vestur-
löndum. í Prag er málgagn
brezka kommúnistaflokksins,
Morning Star, gert upptækt
næstum annan hvern dag af
því að það er ekki alveg á
Moskvulmunni.
Þau fáu vestrænu rit, sem
leyft er að flytja inn í Tékkó-
slóvakíu fara í stjórnarskrif-
stofur og viss bókasöfn. Lestur
þeirra er einvörðungu heimil-
aður vissum borgurum, sem
þurfa starfs síns vegna að fylgj-
ast með atburðum á Vestur-
löndum.
# Meira frelsi í
Júgóslavíu
í nýja Intercontinental-hótel-
inu í Prag eru meir en 80%
gestanna Bandaríkjamenn eða
Vestur-Evrópubúar. Eina fáan-
lega lestrarefnið eru fréttablöð
kommúnista, sem þama liggja
frammi ókeypis. Hið sama á
við um Austur-Þýzkaland,
Rúmeníu og Búlgaríu. Ferða-
maður, sem reynir að fara með
prentað mál frá Vesturlöndum
austur fyrir járntjald getur
lent í alvarlegum erfiðleikum.
Þegar bezt gegnir eru slik rit
gerð upptæk.
í Júgóslavíu er aftur á móti
leyfður svo til takmarkalaus
innflutningur á vestrænu les-
máli, allt frá Times í London
til klámrita frá Kaupmanna-
höfn. Og í Budapest er að finna
mikið úrval af bókum á Vestur-
landamálum. Ófáanlegar eru þó
þýðingar á verkum Alexander
Solzhenitsyn.
# Litlar áhyggjur
af sjónvarpi
Pólsk yfirvöld leyfa daglega
innilutning á 1000 eintökum af
franska fréttablaðinu Le
Monde, sem áður var þar aðeins
selt í nokkur hundruð eintök-
um. Þessi aukning er þó aðeins
til málamynda þegai' þess er
gætt, að Pólverjar, sem nú eru
um 35 milljónir, eiga mikinn
fjölda ættingja á Vesturlönd-
um, sérstaklega í Bandaríkjun-
um og fýsir að fá lesefni að
vestan.
Þó að viðkvæmni stjórnenda
kommúnistaríkjanna fyrir
prentuðu máli sé svona gifur-
leg, hirða þeir minna um er-
lendar sjónvarpssendingar. Á
stórum svæðum í Austur-Evr-
ópu má sjá útsendingar vest-
rænna sjónvai'psstöðva og lítið
er aðhafzt til að fá fólk ofan af
því að horfa á vestrænar dag-
skrár. Truflunum á útvarps-
sendingum er hins vegar hald-
ið áfram þrátt fyrir gífurlegan
kostnað. Voice of America og
BBC komast í gegn óhindrað en
ekki þýzka stöðin Deutsche
Welle. Tvær umdeildar út-
varpsstöðvar, sem Bandaríkja-
stjórn fjármagnar, eiga erfitt
með að koma sendingum sínum
austur fyrir tjald. Sendingar
Radio Liberty eru truflaðar í
mörgum sovézkum borgum og
Búlgarar, Pólverjar og Tékkar
trufla sendingar frá Radio Free
Europe. ' , "
Fréttamenn þessara stöðva
voru sviptir skírtemum sínum
á Vetrarólympíuleikunum í
Innsbruck að kröfu Sovétríkj-
anna. Olympíunefndir í Vestur-
Evrópu urðu að beygja sig fyrir
kröfum Sovétmanna, sem aftur
á móti voru gagnrýndir fyrir
að virða að vettugi samkomu-
lagið í Helsinki.
# Amerískar
bíómyndir
Bandarískar kvikmyndir eru
sýndar í næstum öllum borgum
í Austur-Evrópu, en þær eru
rækilega skoðaðar af réttum
yfirvöldum áður en sýningar
fyrir almenning hefjast. Þetta
eru annaðhvort algjörlega ó-
pólitískar myndir eða þá að
þær sýna neikvæðari hliðar
mannlífsins í Bandaríkjunum.
Flestar eru kvikmyndirnar
orðnar tveggja ára gamlar að
minnsta kosti og kosta minna í
leigu en væru þær glænýjar.
í sjónvarpi 1 Austur-Evrópu-
ríkjum eru sýndir glæpaþættir
eins og „Columbo“.
# Boftið á
heræfingar
Á allt öðru sviði hafa tilraun-
ir verið gerðar til að skapa auk-
ið trúnaðartraust eins og Hel-
sinki-samkomulagið gerir ráð
fyrir. Moskvustjórnin bauð
grískum og tyrkneskum hern-
aðarsérfræðingum að vera við-
staddir heræfingar Varsjár-
bandalagsins í nágrenni landa-
mæra Sovétríkjanna og Tyrk-
lands. Kommúnistaríkin þáðu
aftur á móti ekki boð Banda-
ríkjanna um að senda fulltrúa
sína til heræfinga í Vestur-
Þýzkalandi.
Á fundi sínum í maí lýstu
utanríkisráðherrar Atlantshafs-
bandalagsins vonbrigðum sín-
um með þann hægagang, sem
verið hefur á framkvæmd Hel-
sinki-samkomulagsins. Afstaða
kommúnista til málsins, skein
skýrlega í gegn í athugasemd
Vasil Bejda, áróðursmálasér-
fræðings í Tókkóslóvakíu:
„Flokkurinn setur ekki nein
undur og stórmerki í samband
við niðurstöðurnar í Helsinki.
Allt ofmat á þeim gæti villt
mönnum sýn. Slíkar blekkingar
væru mjög hættulegar og skað-
legar.“
20
FV 8 1976