Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 22

Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 22
ir á svarta markaðinum en hann blómstrar hvarvetna í austantjaldsríkjunum. DoUarar eða vestur-þýzk mörk á svört- um markaði, eru seld á þre- földu gengi. # Vilja fá ferðamenn Austur-evrópsk yfirvöld vilja fá eins marga ferðamenn og þau mögulega geta fengið frá Vesturlöndum. En þau ganga líka langt í því að girða fyrir bein samskipti staðarmanna við hina erlendu gesti. í Rúmeníu er enn betur en áður fylgzt með ferðum vest- rænna ferðamamna. Samkvæmt nýjum lögum verða Rúmenar að tilkynna lögreglu um öll við- skipti sín við útlendinga. Áður gat ferðamaður leigt herbergi á einkaheimili en nú er ólöglegt fyrir útlending að eyða einni einustu nótt á rúmönsku heim- ili. í Helsinki-samkomuiaginu var gert ráð fyrir aukinni út- breiðslu erlendra blaða og tíma- rita. Víðast í Austur-Evrópu er þó ekki auðvelt að finna nein þessara rita nema málgögn kommúnistaflókka á Vestur- löndum. í Prag er málgagn brezka kommúnistaflokksins, Morning Star, gert upptækt næstum annan hvern dag af því að það er ekki alveg á Moskvulmunni. Þau fáu vestrænu rit, sem leyft er að flytja inn í Tékkó- slóvakíu fara í stjórnarskrif- stofur og viss bókasöfn. Lestur þeirra er einvörðungu heimil- aður vissum borgurum, sem þurfa starfs síns vegna að fylgj- ast með atburðum á Vestur- löndum. # Meira frelsi í Júgóslavíu í nýja Intercontinental-hótel- inu í Prag eru meir en 80% gestanna Bandaríkjamenn eða Vestur-Evrópubúar. Eina fáan- lega lestrarefnið eru fréttablöð kommúnista, sem þama liggja frammi ókeypis. Hið sama á við um Austur-Þýzkaland, Rúmeníu og Búlgaríu. Ferða- maður, sem reynir að fara með prentað mál frá Vesturlöndum austur fyrir járntjald getur lent í alvarlegum erfiðleikum. Þegar bezt gegnir eru slik rit gerð upptæk. í Júgóslavíu er aftur á móti leyfður svo til takmarkalaus innflutningur á vestrænu les- máli, allt frá Times í London til klámrita frá Kaupmanna- höfn. Og í Budapest er að finna mikið úrval af bókum á Vestur- landamálum. Ófáanlegar eru þó þýðingar á verkum Alexander Solzhenitsyn. # Litlar áhyggjur af sjónvarpi Pólsk yfirvöld leyfa daglega innilutning á 1000 eintökum af franska fréttablaðinu Le Monde, sem áður var þar aðeins selt í nokkur hundruð eintök- um. Þessi aukning er þó aðeins til málamynda þegai' þess er gætt, að Pólverjar, sem nú eru um 35 milljónir, eiga mikinn fjölda ættingja á Vesturlönd- um, sérstaklega í Bandaríkjun- um og fýsir að fá lesefni að vestan. Þó að viðkvæmni stjórnenda kommúnistaríkjanna fyrir prentuðu máli sé svona gifur- leg, hirða þeir minna um er- lendar sjónvarpssendingar. Á stórum svæðum í Austur-Evr- ópu má sjá útsendingar vest- rænna sjónvai'psstöðva og lítið er aðhafzt til að fá fólk ofan af því að horfa á vestrænar dag- skrár. Truflunum á útvarps- sendingum er hins vegar hald- ið áfram þrátt fyrir gífurlegan kostnað. Voice of America og BBC komast í gegn óhindrað en ekki þýzka stöðin Deutsche Welle. Tvær umdeildar út- varpsstöðvar, sem Bandaríkja- stjórn fjármagnar, eiga erfitt með að koma sendingum sínum austur fyrir tjald. Sendingar Radio Liberty eru truflaðar í mörgum sovézkum borgum og Búlgarar, Pólverjar og Tékkar trufla sendingar frá Radio Free Europe. ' , " Fréttamenn þessara stöðva voru sviptir skírtemum sínum á Vetrarólympíuleikunum í Innsbruck að kröfu Sovétríkj- anna. Olympíunefndir í Vestur- Evrópu urðu að beygja sig fyrir kröfum Sovétmanna, sem aftur á móti voru gagnrýndir fyrir að virða að vettugi samkomu- lagið í Helsinki. # Amerískar bíómyndir Bandarískar kvikmyndir eru sýndar í næstum öllum borgum í Austur-Evrópu, en þær eru rækilega skoðaðar af réttum yfirvöldum áður en sýningar fyrir almenning hefjast. Þetta eru annaðhvort algjörlega ó- pólitískar myndir eða þá að þær sýna neikvæðari hliðar mannlífsins í Bandaríkjunum. Flestar eru kvikmyndirnar orðnar tveggja ára gamlar að minnsta kosti og kosta minna í leigu en væru þær glænýjar. í sjónvarpi 1 Austur-Evrópu- ríkjum eru sýndir glæpaþættir eins og „Columbo“. # Boftið á heræfingar Á allt öðru sviði hafa tilraun- ir verið gerðar til að skapa auk- ið trúnaðartraust eins og Hel- sinki-samkomulagið gerir ráð fyrir. Moskvustjórnin bauð grískum og tyrkneskum hern- aðarsérfræðingum að vera við- staddir heræfingar Varsjár- bandalagsins í nágrenni landa- mæra Sovétríkjanna og Tyrk- lands. Kommúnistaríkin þáðu aftur á móti ekki boð Banda- ríkjanna um að senda fulltrúa sína til heræfinga í Vestur- Þýzkalandi. Á fundi sínum í maí lýstu utanríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsins vonbrigðum sín- um með þann hægagang, sem verið hefur á framkvæmd Hel- sinki-samkomulagsins. Afstaða kommúnista til málsins, skein skýrlega í gegn í athugasemd Vasil Bejda, áróðursmálasér- fræðings í Tókkóslóvakíu: „Flokkurinn setur ekki nein undur og stórmerki í samband við niðurstöðurnar í Helsinki. Allt ofmat á þeim gæti villt mönnum sýn. Slíkar blekkingar væru mjög hættulegar og skað- legar.“ 20 FV 8 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.