Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Side 26

Frjáls verslun - 01.08.1976, Side 26
Greinar og uiðlöl IJtflutningur af íslandi: Landráðastarfsemi? Grein eftir Leó M. Jónsson, rekstrar- tæknifræðing Frá því byrjað var að tala um EFTA eða EBE aðild íslendinga, hafa menn einna helst rætt ’um hvernig megi hefta gegndarlausan innflutning iðnaðarvara frá þessum löndum. Mótframlag okkar íslendinga átti að vera sjávarafli, sem minnst unninn, enda hráefni af meiri gæðum en völ var á annars staðar. Útflutningur iðnaðarvara frá íslandi til þessara ríkja var hinsvegar hálfgert feimn- ismál sem hafa mátti í flimtingum. Að við ættum einhverja möguleika á því sviði efaðist enginn um. En viðmót stjórnvalda gagnvart því máli hafa einatt verið lík því uppnámi, sem gamlar pip- arjúnkur komast í gagnvart klámútstillingum á Strikinu í Köben: Gaman að hugsa til þess, en svei barasta. En ef taka má mark af þeim háttum sem blýantsnagarar hins opinbera hafa komið á þessi mál, má telja víst að ekki verður „meydómur“ stjórn- valda rofinn af neimmi tilviljun. # Jaðrar við að komast á sakaskrá Hér á íslandi árið 1976 má heita að útflutningur flokkist undir landráðastarfsemi ef ekki smygl. Sú tortryggni og kerfis- hvippni sem útflytjendur verða að gera sér að góðu af hálfu hins opinbera og jaðrar við að vera allt að því kominn á saka- skrá, hefur þau áhrif að fram- leiðendur ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir taka fyrsta skrefið á þeirri braut að flytja út. Hér skiptir engu máli hvort markaður er erlendis fyr- ir vöruna eða ekki. Aðalatriðið er að menn geri sér ljóst, að með því að fara að eiga við út- flutning frá íslandi stofna þeir sálarheill sinni í hættu. Hér á eftir verður greint frá því hvað þessir aðilar eiga eftir að ganga í gegn um, hyggist þeir flytja út framleiðsluvörur sínar. Hér verður píslargangan hlutuð sundur þannig að fyrst er lýst hvað til þarf ef gefa á erlendum aðila vöru til prófun- ar. Siðari liðurinn, og þá munu menn kallast „ánetjaðir“, sýnir gang málsins þegar afgreiða þarf fyrstu pöntunina. Við ætlumst ekki til að nokk- ur skilji þetta eða alvöruna á bak við það, fyrst eftir lestur, en efist einhver þá er alltaf hægt að prófa sjálfur. # Fyrirhöfn fram- leiðanda DÆMI: Þýzkur kaupandi vill fá 300 kg af íslenzkum leir til að prófa. íslenzkur framleiðandi þarf: 1. Gera vörureikning í 5 ein- tökum (Reikningsupphæðin að sjálfsögðu 0). 2. Fylla út útflutningsskýrslu í 5 riti. 3. Fylla út umsókn um út- flutningsleyfi (í 5 riti). 4. Búa út vottorð um uppruna vörunnar, „Certificate of Origin“. 5. Útfylla EFTA-skírteini og hafa það tilbúið. 6. Fara með umsókn um út- flutningsleyfi niður í Við- skiptaráðuneyti og fá það á- ritað og samþykkt. 7. Fara til einhvers flutninga- fyrirtækis, skipa- eða flug- félags og fá það til að gefa út óstaðfest farmbréf fyrir vöruna (Proforma Conosse- ment). 8. Nú þarf að fara til.tollstjóra- skrifstofunnar og afhenda og fá afgreidda eftirtalda papp- íra: a) Útflutningsskýrsluna. b) Fá útgefið og undirritað EFTA/EBE skirteinið. c) Afhenda 2 eintök af vöru- reikningi. d) Afhenda 2 eintök af farmbréfi og þegar þú hefur komið þessu i gegn liggur leiðin aftur til flutningafyrirtækisins. Þar þarf að fá útgefið gilt farmbréf með því að fram- 24 FV 8 1976
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.