Frjáls verslun - 01.08.1976, Síða 43
ingar héðan til smásalanna fara
fyrst og fremst fram með bíl-
um en á vetuma verður að
flytja vörur austur á firði með
skipum. Okkur þykir hentugra
að senda vörumar með bílum
af því að það þarf ekki að
pakka þeim eins vel og ef þær
færu með Ríkisskip. Hjá Ríkis-
skip eru tekin sömu uppskipun-
argjöld hvort sem varan er 5—
10 kg eða 50 kg. Þetta veldur
því svo, að við höfum tilhneig-
ingu til að pakka stykkjum
saman með talsverðri fyrir-
höfn.
Þegar allt kemur til alls er
það ódýrara að senda vöru með
bíl til Hornafjarðar t.d. en með
Ríkisskip til Austfjarða, sem
reiknar útskipun og hafnar-
giöld á brottfararstað og svo
aftur á áfangastað. Bílarnir
koma líka og sækja vörur
eða skila við dyrnar hjá
manni og þannig sparast flutn-
inear. Síðast en ekki sízt vil ég
nefna. að skemmdir á vörum,
sem fluttar eru með bíl eru að-
eins brot úr prósentu en þegar
varan fer með skipi em
skemmdir aldrei undir 1%.
Góðar samgöngur og lægra
vöruverð fyrir smásöluna veld-
ur því fyrst og fremst að menn
vilja fá vörur héðan. Það eru
t.d. ferðir tvisvar í viku allt
sumarið til Austurlands.
F.V.: — Hér á Akureyri er
starfrækt Tollvörugevmsla.
Hafa innflytjendur mikið not-
að sér biónustu hennar?
Valdemar: — Tollvöru-
vevmslan hér hefur alltaf ver-
ið að sanna ágæti sitt bet.ur no
betur. Reksturinn hefur gengið
sæmilega og á greinilega eftir
að vaxa.
Éff átt.i bátt. í bví með nokkr-
um áö'ætismönnum að koma
bessu fvrirtæki á st.ofn og nut-
um við þar aðstoðar og leið-
beininga Alberts Guðmunds-
sonar. sem hvat.ti miöff til bess
að í framkvæmdir vrði ráðizt.
bnð varð svo úr að ég tók við
formennsku í fvrstu stiórn
ToTlvörugeymslunnar hér áAk-
urevrd.
F.V.: — Þú liefur líka haft
forvstu um stofnun trvggingar-
félags hér nvrðra. Sýnist ykk-
ur, að sá rekstur muni ganva
eirs vel menn höfðu vonað?
Valdemar: — Það er rétt. Ég
átti þátt í stofnun Norðlenzkr-
ar tryggingar hf. og er þar
stjórnarformaður. Tildrögin
voru þau að okkur fannst sem
við gætum tekið svona rekstur
að okkur hér norðanlands og
áttum við samvinnu við Trygg-
ingu hf. um að koma þessu á
laggirnar og nutum mikils-
verðrar sérfræðiaðstoðar þess
fyrirtækis. Við gerðum þetta
af hugsjónaástæðum má segja
og söfnuðum hlutafé hér norð-
anlands aðallega en einnig í
öðrum landshlutum.
Undirtektir voru mjög góðar
og við náðum auðveldlega inn
þeim 20 milljónum, sem við
þurftum í hlutafé. Norðlenzk
trygging býður upp á flestar
tegundir trygginga nema líf-
tryggingar og bílatryggingar.
Þær seljum við aftur á móti
sem umboðsaðilar fjn'ir bíla-
tryggingar Tryggingar hf. Og
það má segja, að 100% aukn-
ing hafi orðið ár eftir ár í þess-
um rekstri.
F.V.: — Hvernig vildir þú í
lokin draga saman heildar-
mynd af stöðu heildverzlunar-
innar hjá þér uin þessar mund-
ir og hvað viltu segja um af-
komu verzlunarfyrirtækjanna
sem þá hefur bezt kynni af.
Hver cru erfiðustu vandamál-
in?
Valdemar: — Ég held, að
fjármagnsskorturinn sé erfið-
astur og hann er líka hættu-
legastur fyrir hag neytenda.
Ef vöruskortur verður vegna
fjármögnunarerfiðleika og
verðlag hækkar af þeim sök-
um sljóvgast verðskyn almenn-
ings. Mitt fyrirtæki seldi fyrir
um 120 milljónir í fyrra og
reksturinn kom illa út. Það
voru gengisbreytingar sem
einkanlega ollu þessu og verð-
breytingar á sykri.
Það er augljóst, að verzlunin
á yfirleitt í miklum erfiðleik-
um vegna dýrtíðar. Hún getur
ekkert lagt til hliðar og að mín-
um dómi er alltof stór hluti
mánaðarviðskipta settur á
víxla. í dreifbýlinu er vanda-
málið líka alveg sérstaks eðlis,
því að kaupmenn verða að
birgja sig upp með dýran lager,
svo að vöruúrvalið sé sem
mest, en hreyfingin hjá þeim
er miklu hægari en í verzlun-
um í Reykjavík. Allt á þetta
svo sinn þátt í því að verzlun-
arfyrirtækin, eins og reyndar
iðnfyrirtækin lika, geta ekki
borgað fólki almennilegt kaup.
Það er mjög alvarlegur hlutur,
sem ég hef t.d. horft upp á
persónulega, að sjá á eftir hæfu
fólki í önnur og betur launuð
störf, af því að verzlunin getur
ekki boðið betur.
IÞROTTABLAÐIÐ
er vettvangur 80 þúsund meðlima íþrótta- og
ungmennafélaga víðs vegar um landið.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
LAUGAVEGI 178. — SÍMI 82300.
FV 8 1976
41