Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 16
Hús Jóns Sigurðssonar: Miðstöð fyrir félagsstarf íslendinga í Höfn Talið að í Danmörku séu um 5000 Islendingar Fróðum mönnum telst til að allt í allt séu íslendingar og fólk af íslenzku bergi brotið um 5000 tals- ins í Danmörku en vitaskuld rennur íslenzkt bl óð í æðum miklu fleiri ef farið væri að rekja ættir manna hundrað ár eða meira aftur í tímann. Me nningarmiðstöð Islendinga í Höfn er nú í húsi Jóns Sigurðssonar við Ostervoldgade, en Karl Sæmundssen, kaupmaður, gaf íslenzka ríkinu húsið fyrir um það bil áratug. Þetta hús nefnist nú ,.Det islandske kulturhus.“ Séra Jóhann Hlíðar fyrir framan hús Jóns Sigurðssonar. í húsinu hafa íslendingafé- lagið og félag ísl. námsmanna í Höfn samkomustað í kjallara og á 1. hæð. Á 2. hæðinni er svo íbúð fyrir íslenzka fræði- menn. sem koma til rannsókn- arstarfa og dvalar í Kaup- mannahöfn í nokkra mánuði en á 3. hæðinni er íbúð Jcns Sig- urðssonar, þar sem nú er eins konar minjasafn um hann með bréfum og myndum og eftirlík- ingum af húsgögnum Jóns, sem varðveitt eru í Þjóðminjasafn- inu á íslandi. Á efstu hæð húss- ins er svo íbúð íslenzka sendi- ráðsprestsins í Kaupmannahöfn en því embætti gegnir nú séra Jóhann Hlíðar. ÍSLENDINGAFAGNAÐIR Séra Jóhann sýndi okkur að- stöðuna í húsi Jóns Sigurðsson- ar og sagði okkur frá því helzta, sem þar fer fram. Námsmenn i Kaupmannahöfn hafa þar opið hús, þar sem horft er á sjón- varp og lesin blöð að heiman. Auk þess eru haldnar samkom- ur eftir því sem tilefni gefst og íslenzkir fyrirlesarar fengnir til að flytja þar erindi. Árlegir fagnaðir eru svo nokkrir haldn- ir, þar á meðal Rússagildi fyrir nýliða í hópnum, 1. des. hátíð og svo þorrablót. Stendur náms- mannafélagið að þessum sam- komum með íslendingafélaginu en í stjórn þess síðarnefnda eru nú aðallega stúdentar. fslend- ingafélagið sendir nokkrum sinnum á ári út bréf til félags- manna með fréttum af starf- seminni og eru það um 1000 bréf, sem þannig eru send út. Þá gengst félagið fyrir hópferð- um til fslands, Við rákumst á fjölrituð dreifiblöð námsmannafélagsins, þar sem það var að boða til samkomu'halds og virtist aðal- dagskráratriðið eiga að vera kvikmynd, sem tekin var i sum- ar í Rebild á Jótlandi, þegar þar var minnzt 200 ára afmælis Bandaríkjanna. Nokkrir dansk- ir villimenn réðust í Indíána- búningum inn á samkomugesti og tókst að spilla þessari frið- sömu samkomu. Kvikmynd var að sjálfsögðu gerð um þetta uppátæki af óróaseggjunum sjálfum og ætluðu íslenzkir námsmenn í Höfn að dásama uppátækið á samkomu hjá sér. Það var Ólafur Bjarnason prófessor, sem bjó í fræði- mannsíbúðinni í haust en á sl. vori barst 21 umsókn um dvöl þar. Fræðimennirnir af íslandi dveljast þarna í 3 mánuði og næstir koma þangað Þór Magn- ússon, þjóðminjavörður og Páll A, Pálsson, yfirdýralæknir. VEGALAUSIR LANDAR Nú eru 13 ár síðan embætti sendiráðsprestsins í Kaup- mannahöfn var stofnað og er séra Jóhann Hlíðar þriðji prest- urinn, sem því gegnir. Messa er fyrir íslendinga mánaðarlega í Sánkti Pálskirkju í Adelgade og eftir messu er kaffi í Jóns- húsi. Þá annast presturinn hjónavígslur, skírnir og jarðar- farir og aðstoðar sjúklinga eða aðra íslendinga, sem eiga í tímabundnum erfiðleikum í Kaupmannahöfn. Er nokkuð um það að presturinn þurfi að sinna íslendingum, sem lent hafa í fangelsi fyrir afbrot og einnig er það ekki óalgengt, að menn kaupi farmiða aðra leið til Kaupmannahafnar í fylleríi heima á íslandi, og standi svo uppi slyppir og snauðir eftir fáeina daga og vilji þá komast heim aftur. Oft er leitað til prestsins, þegar þannig stendur á. 16 FV 12 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.