Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 57
Markaðsöflun fyrir danskan útflutning Viðskiptafulltrúar í sendiráðum gegna lykilhlutverki Starfa í sex ár erlendis og síðan tvö ár heima ■ viðskiptadeild utanrikisráðuneytisins. Eru nú 65 talsins heima og erlendis Af opinberri hálfu í Danmörku er þannig unnið að markaðsöflun erlendis og kynningu á dönsk- um útflutningsvör,um, að innan utanríkisráðuneytisins starfar sérstök viðskiptadeild, sem er mið- stöð fyrir starfsemi viðskiptafulltrúanna í dönskum sendiráðum víðs vegar um heim. Er þetta ólíkt því sem gerist t. d. í Noregi, þar sem markaðsstarfsemi er skilin frá diplómatisku starfi, og er í höndum útflutningsráðsins, sem samtök útflytjenda standa að og fjármagna með sérstöku útflutn- ingsgjaldi. Okkur lék forvitni á að vita, hvernig Danir fara að í þess- um efnum og Ingemann Larsen, fulltrúi í viðskiptadeild utan- ríkisráðuneytisins lýsti því í megindráttum í samtali. í fyrsta lagi dró hann fram bækling um viðskipti við ísland, ætlað- an til leiðbeiningar fyrir út- flytjendur. Er þetta nokkuð ýtarlegt rit, þar sem meðal annars er lýst landsháttum, stjórnarfyrirkomulagi, efna- hagsmálum, utanríkisverzlun- inni og almennum viðskipta- háttum. Slíkar handbækur eru gefnar út með upplýsingum um flest lönd, sem Danir eiga við- skipti við. MARGVÍSLEG ÞJÓNUSTA í öðrum atriðum byggist þjónusta viðskiptadeildar utan- ríkisráðuneytisins fyrst og fremst á: • dreifingu upplýsinga frá dönskum sendiráðum, ræðis- mannsskrifstofum og öðrum heimildum um þróun sölu- möguleika á erlendum mörk- uðum. • beinni aðstoð við útflytj- endur, sem byggist á athugun á sölumöguleikum tiltekinna útflutningsvara, og er þetta gert fyrir milligöngu fulltrúa ráðuneytisins erlendis eða með skoðun fyrirliggjandi gagna. • dreifingu fyrirspurna og beiðna frá útlendum fyrirtækj- um, sem æskja tilboða frá dönskum seljendum. • útvegun annarra grund- vallarupplýsinga um skilyrði til útflutnings, þar á meðal um tollamál, innflutningsreglur, tilboðs- og greiðslufyrirkomu- lag, söluaðferðir og auglýsinga- starfsemi. • upplýsingum um erlendar kaupstefnur og samræmingu á söluherferðum. • ráðgjafarfundum með full- trúum útflutningsfyrirtækja í hinum ýmsum bðrgum og bæj- um í Danmörku. Nú eru starfandi á vegum þessarar deildar utanríkisráðu- neytisins 65 viðskiptafulltrúar, 15 heima í Danmörku en 45 í útlöndum. Hefur skapazt um það hefð, að fulltrúarnir séu að jafnaði í sex ár starfandi erlendis en komi þá heim og séu þar næstu tvö árin. Viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins sér meðal annars um sam- ræmingu aðgerða vegna þátttöku danskra fyrirtækja í vörusýn- ingum erlendis. FV 12 1976 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.