Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 33
þrír, Efnahagsbandalagslöndin, Bandaríkin og „önnur lönd“. Á síðustu árum hafa rétt um 40% útflutningsins farið til Bret- lands, 20% til annarra EBE- landa og 40% á önnur mark- aðssvæði, þar með talin Banda- ríkin. Beikon og smjör, sem eru mikilvægustu útflutnings- vörurnar, fara svo til eingöngu til Bretlands og sjá Danir Bret- um fyrir um helmingi alls svínakjöts, sem þar er neytt og einum fimmta af smjörinn- flutningi til Bretlands. Árið 1974 námu útflutningstekjur af landbúnaðarvörum 12,9 millj- örðum d. kr. Þar af 1,3 millj. í niðurgreiðslur frá landbúnað- arsjóði EBE. • 1400 ÞÚS. TONNA ÁRSAFLI Aðstaða til fiskveiða frá Danmörku er góð, þar sem landið liggur vel við fiskimið- um í Norðursjó, Skagerrak. Kattegat og Eystrasalti, en sund, firðir og víkur eru fyrir- taksuppeldisstöðvar fyrir fisk. Afli danskra fiskimanna hefur verið um 1400 þús. tonn af fiski og skelfiski á ári og hef- ur skiptingin verið þannig að mest veiðist af þorski, þar næst kola og síðan síld og brislingi. Til samanburðar má geta þess, að 1938 var heildaraflinn 87 þús. tonn og 213 þús. tonn árið 1950. Langmest hefur verið veitt í Norðursjónum, síðan Kattegat og svo Skagerrak. • LITLIR BÁTAR Það er einkennandi fyrir danskan sjávarútveg, að bát- arnir, sem sækja lengst út á miðin eru yfirleitt litlir og þar til fyrir fáeinum árum voru þeir yfirleitt allir undir 50 brúttólestum. Hin siðustu ár hafa verið smíðuð ný fiskiskip, sum yfir 200 brúttólestum. Það teljast vera rúmlega 10 þús. starfandi fiskimenn í Dan- mörku og vélbátaeignin er um 7 þús., þar af um 200 yfir 100 tonn. Það er líka einkennandi, að í langflestum tilvikum eru skipin í eigu áhafnanna, sem fá hlut í aflanum samkvæmt ákveðnum reglum og gamalli hefð, sem þó er nokkuð mis- munandi eftir landshlutum. Kjaradeilur á danska fiskiflot- anum hafa verið svo til óþekkt fyrirbæri. Um þriðjungur alls aflans er seldur á uppboðum, sem fram fara í öllum stærstu hafnar- bæjunum. Kaupendur eru aðal- lega heildsalar, sem selja svo smásölum, útflutningsaðilum eða vinnslustöðvum. í sumum höfnum starfa samvinnufélög fiskimanna, sem þeir leggja upp hjá. Þessi samvinnufélög taka á móti 20-25% af öllum fiski, sem landað er. • FERSKUR FISKUR FLUTTUR ÚT Þar eð íbúar í Danmörku eru um 5 milljónir og fiskneyzlan um 23 kg á mann á ári fer meirihluti fiskaflans til útflutn- ings. Danskur fiskur og aðrar fiskafurðir eru á boðstólum ’ flestum löndum heims. Flestar fiskihafnirnar eru á Jótlandi og baðan er hægt að flytja fiskinn ferskan á neytendamarkað á meginlandi Evrópu, landleið- ina. Samtals nemur fiskútflutn- ingur Dana um 500 þús. tonn- um á ári og er þar meðtalinn útflutningur Grænlendinga en ekki Færeyinga. Verðmæti fisk- útflutningsins var um 1700 milljónir danskra króna í fyrra. Helztu markaðslöndin fyrir danskan fisk eru V-Þýzkaland, Bretland, Svíþjóð og Banda- ríkin. Talsvert er flutt út af iifandi fiski til nágrannaland- anna og kælivagnar flvtia ísað- an fisk til landanna í V- og S- Evróou. Æ stærri hluti útflutn- ingsins er þó meðhöndlaður á einhvern hátt í verkunarstöð- um áður en hann er sendur á markaðinn. Mjög mikil aukn- ing hefur t. d. orðið á flaka- framleiðslu, sem flutt er út ýmist fersk eða hraðfryst. # JÐNAÐUR STÆRSTA A T VINNU GREININ Þó að margir líti á Danmörku fvrst og fremst sem landbún- aðarland og sjái smjörið fyrir sér drjúoa þar af hverju strái, má ekki gleymast, að það er ýmis konar framleiðsluiðnaður, sem veitir fleiri atvinnutæki- færi í landinu en nokkur grein önnur. Iðnaðurinn er næst stærsti vinnuveitandinn og hef- ur í sinni þjónustu um 370 þús. starfsmenn, verkafólk og stjórn- endur, en aðeins hið opinbera hefur fleira starfsfólk í sinni Danskir fiskibátar eru yfirleitt litlir. Hér sjáum við sjómcnn búa sig undir rauðsprettuveiðar cn þeir fara út á kvöldin og koma í land að morgni. FV 12 1976 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.