Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 41
Danfoss Fjölþjóðlegt fyrirtæki með 10 þús. starfsmenn og fram- leiðslu í 6 löndum Viðskiptin við Island hafa vaxið mjög vegna kaupa á hitastillum fyrir hitaveitukerfi Úti fyrir austurströnd Jót- lands, rétt norðan þýsku landa- mæranna liggur eyjan AIs. Landslag og landshættir eru dæmigerðir fyrir Danmörk: Akrar og skógabelti bylgjast eftir ávölum hæðum, en þorp og bóndabæir eru ímynd þeirr- ar ótímabundnu staðfestu, sem einkennir danskar sveitir. Það er því undarlegt að rekast hér á eitt stærsta iðnfyrirtæki Dan- merkur, í miðju landbúnaðar- héraði. En allt á sér skýringu. Bóndasonurinn Mads Clau- sen, vélfræðingur að mermt, byrjaði sjálfstæðan atvinnu- rekstur á loftinu í bæ feðra sinna skammt frá Nordborg ár- ið 1933. Þar hóf hann fram- leiðslu á sjálfvirkum lokum fyrir kælikerfi. Þörfin fyrir þessa framleiðslu sýndi sig fljótt. og eftir tvö ár reyndist nauðsynlegt að færa út kvíarn- ar. Þá lagði hann undir sig byggingu úr tré að húsabaki, sem verið hafði hænsnahús fjöl- skyldunnar, og varð það fyrsta ,,verksmiðjubyggingin“. Einn góðan veðurdag fékk Mads Clausen pöntun, sem augsýni- lega varð ekki sinnt á tiltekn- um tima miðað við húsnæði og afkastagetu. Varð því að grípa til róttækra ráðstafana, eða verða af viðskiptunum ella. Ekki máttu vélarnar stansa, svo menn settu haligræjur á hænsnahúsið fyrrverandi, með vélum og verkafólki í fullum gangi, lyftu öllu saman og hlóðu heila hæð undir, létu siðan verksmiðjuna síga niður og þar með hafði Mads Clau- sen tvöfaldað at'hafnarými sitt. Heimsstyrjöldin síðari stöðvaði framgang verksmiðjunnar, og þótt bætt væri við skúrum og bröggum var ekki lokið við fyrstu varanlegu verksmiðju- bygginguna fyrr en 1952. Sú bygging var 5000 m-, og var þegar allt of lítil, þegar hún var tekin í notkun. Um svipað leyti var starfsmaður nr 1000 ráðinn. Mads Clausen afhenti honum af þessu tilefni 1000 vindlinga að gjöf. Maðurinn, sem var algjör bindindismaður á tóbak, þakkaði vandræðalega fyrir sig, gekk að sinni vél og fór að framleiða Danfoss vörur eins og hinir 999. # Gott nafn Til gamans er rétt að geta þess, hvernig nafnið Danfoss varð til. „Dan“ er vitaskuld dregið af Danmörk eða dansk- ur, og „foss“ merkir á norsku lítinn læk, sem þyrlast niður fjallshlíð. Kælivökvinn þyrlast líka gegnum loka i kælikerf- inu. Einhvern tíma sló hugtök- unum „Dan“ og „foss“ saman í huga Mads Clausen. Þar með varð til nafnið Danfoss, og í fyrstu aðeins sem vörumerki. Fljótlega kom þó í ljós að vöru- merkið 'hafði þann kost að framburður þess var auðveldur á hvaða máli sem var — og fyrirtækið fékk því nafnið Dan- foss. FV 12 1976 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.