Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 59
SENDIRAÐIN
MIKILVÆG
Ingemann Larsen sagði, að
skipulag starfsins væri með
þessum hætti vegna þess að
Danir hefðu trú á að örðug-
leikar, sem upp kunna að koma,
leysist betur en ella ef hægt
er að vinna að því í sendiráð-
inu sjálfu eða fyrir milligöngu
þess. Yfirleitt hafa viðskipta-
fulltrúar sendiráðanna verið í
fimm ár i viðskiptaháskóla en
auk þess þurfa þeir að gegna
störfum hjá útflutningsfyrir-
tækjum, áður en þeir þykja
koma til greina í stöður hjá
ráðuneytinu. Sjálfur kvaðst
Ingemann Larsen hafa unnið
hjá þremur fyrirtækjum áður
en hann sótti um starf við-
skiptafulltrúa.
Það eru mest smáfyrirtæki
og meðalstór, sem leita eftir
fyrirgreiðslu viðskiptadeildar-
innar. Áður en sendiráðin og
fulltrúar þeirra erlendis eru
settir af stað í markaðskönnun
vegna tiltekins fyrirtækis hafa
forsvarsmenn þess svarað ýms-
um spurningum um reksturinn
og áform sín auk þess sem aðal-
skrifstofan í Kaupmannahöfn
kannar stöðu þeirra í banka.
Er þetta gert til að koma í
veg fyrir vandamál, sem upp
kynnu að rísa, ef allt í einu
kæmi í ljós, að fyrirtækið stæði
ekki í skilum og væri óábyrgt
í fjármálum. Ef þetta reynist
allt vera í lagi er fulltrúi fyr-
irtækisins boðinn velkominn í
bókasafn viðskiptadeildarinnar,
þar sem hann hefur aðgang að
öllum mögulegum upplýsingum
um markaðsmál í útlöndum.
Þarna liggja fyrir gögn úr
könnunum um markað fyrir
tölvur í Ástralíu, málningu og
lökk í Bandaríkjunum, húsgögn
í Frakklandi o. s. frv.
SKIPZT Á UPPLÝSINGUM
Milli Norðurlandanna hefur
skapazt samvinna á þessu sviði,
þannig að Norðmenn og Svíar
hafa aðgang að upplýsingum,
sem Danir afla þannig og fá
sömuleiðis sambærileg gögn frá
þeim. Hefur þessi samvinna
gefizt mjög vel, en Ingemann
Larsen taldi, að hún hefði ver-
ið óhugsandi fyrir svo sem 20
árum vegna þeirra leyndar-
dóma, sem ríkjandi voru í öll
um viðskiptum. Þá kvað hann
Bandaríkjamenn vera sérstak-
lega opna að þessu leyti og
vestan hafs væri mjög gott að
komast í náið samband við við-
skiptaheiminn. Hefur Inge-
mann Larsen starfað sem við-
skiptafulltrúi Dana í Chicago
auk þess sem hann var um
skeið í Osló.
„EKSPORT
STIPENDIATER“
Þá hafa Danir byggt upp
annað kerfi til hliðar við starf-
semi utanríkisráðuneytisins og
sendiráðanna. Eru það svokall-
aðir „eksport stipendiater“, sem
starfa víða um lönd. Þeir hafa
sínar eigin skrifstofur og heyra
undir viðskiptaráðuneytið. Má
segja, að þetta séu námsmenn
á sviði markaðsmála og sölu-
mennsku, en það er Danmarks
Erhvervsfond, sem greiðir þeim
laun. Þetta eru menn á aldrin-
um 25-30 ára, hafa verzlunar-
menntun og 3-4 ára reynslu í
útflutningsviðskiptum. Þeir
skrifast beint á við dönsku fyr-
irtækin, sem þeir eru að að-
stoða en viðskiptaráðuneytið
fylgist með og fær afrit af öll-
um bréfum. Þessir svokölluðu
styrkþegar eru í þrjú ár á er-
lendri grund og hugsunin með
fyrirkomulaginu er að mennta
þá. Síðasta hálfa árið, sem þeir
eru í starfinu erlendis mega
þeir svo búa í haginn fyrir
sjálfa sig sem umboðsmenn
fyrir dönsk fyrirtæki, ef þeir
vilja setjast að og hefja sjálf-
stæða starfsemi. Hefur þetta
gerzt í mörgum tilfellum og
til að koma starfseminni af stað
geta þeir fengið 50 þús. króna
lán heima í Danmörku. Áherzla
er lögð á að þetta gerist á góð-
um markaðssvæðum, en reynsl-
an sýnir, að þótt styrkþegarni'.'
gerist þannig umboðsmenn og
starfi sjálfstætt um skeið snúi
þeir yfirleitt aftur heim til
Danmerkur og taki upp störf
þar.
STOFIMAIVIR, FÉLOC
VERZLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
er allsherjarfélagsskapur
kaupsýslumanna og fyrir-
tækja. Tilgangur þess er að
vinna að sameiginlegum
hagsmunum þeirra, að
styðja að jafnvægi og vexti
efnahagslífsins og efla
frjálsa verzlun og frjálst
framtak.
Verzlunarráð fslands,
Laufásvegi 36,
Reykjavík. Sími 11555.
Skrifstofan er að Hagamel 4,
sími 26850.
V erzlunarmannaf élag
Reykjavíkur.
K AUPMANN AS AMTÖK
ÍSLANDS
Marargötu 2.
Símar 19390-15841.
FÉLAG ÍSLENZKRA
STÓRKAUPMANNA
er hagsmunafélag stórkaupmanna
innflytjenda og umboóssala.
FÉLAC ÍSLENZKRA STÖRKAUPMANNA
TJAUNARGÖTU 14 -- REYKJAVÍK — SlMl 10650.
FV 12 1976
59