Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 87

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 87
AUGLÝSING Páll Þorgeirsson & Co.: Flytur inn harðvið, krossvið, viðarþiljur o.fl. frá Danmörku Danska fyrirtækið Dalhoff Larsen og Horneman A/S flyt- ur inn og selur harðvið, spón, oregon pine og fleiri viðar- tegundir, krossvið viðarþilj- ur og panelkrossvið. Höfuð- stöðvar fyrirtækisins eru í Glostrup rétt fyrir utan Kaup- mannahöfn en Páll Þorgeirs- son og Co. flytur inn vörur frá þessu fyrirtæki, sem er eitt stærsta fyrirtæki á þessu sviði í Danmörku. DLH selur harðvið og oregon pine, en flytur einnig inn ýms- ar aðrar vörur s.s. krossvið og panelkrossvið auk 'þess sem DLH selur danskar vörur s.s. beyki og fleiri vörutegundir. Vörur og hráefni er m.a. flutt inn frá Bandaríkjunum, Kan- ada, Afríku, Thailandi, Japan og Kóreu. DLH hefur sínar eig- in sögunarverksmiðjur og er eigin framleiðsla stór þáttur í rekstri fyrirtækisins. Páll Þorgeirsson og Co. hef- ur notið góðs af viðskiptasam- bandi við DLH sem kemur fram í árlega auknum viðskipt- um. Umsetning danska fyrir- tækisins er mjög mikil og því hægt að ná mjög hagstæðum innkaupum, sem kemur fram í lágu verði. DLH, sem stofnað var árið 1908 hefur nú alls um 500 starfsmenn í þjónustu sinni bæði í Danmörku og utan hennar. Páll Þorgeirsson og Co. hef- ur einnig umboð fyrir þekkt dönsk fyrirtæki s.s. Gyproc A/S, sem framleiðir gifsplötur til veggklæðningar, Dansk Silkopal A/S sem framleiðir plasthúðaðar spónaplötur til klæðningar á eldhúsinnrétt- ingum m.a. Boulstrup rnaskin fabrik, sem framleiðir mjög fjölbreytt úrval af festingajárn- um fyrir byggingaiðnaðinn og Kristian Sterk A/S, sem fram- leitt hefur vörur s.s. krossvið o.fl. í algjörum sérflokki. Isleifur Jónsson hf.: Grundfos miðstöðvar- og djúpvatnsdælur Grundfos A/S í Bjerringbro á Jótlandi framleiðir centri- fugadælur fyrir heitt og kalt vatn þ.e.a.s. djúpvatns- og mið- stöðvardælur. Fyrirtæki þetta er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu og hefur haslað sér völl í Austurlöndum nær og Japan, þar sem gífurlega mikið hefur selst af Grundfos dælum. ísleifur Jónsson hf. Bol- holti 4 er umboðsaðili danska fyrirtækisins hér. Stofnandi fyrirtækisins P. Due Jensen, sem enn er einn aðalforstjóri þess byrjaði á því árið 1945 að framleiða dælur heima í kjallaranum hjá sér. Vegur fyrirtækisins hefur vax- ið ótrúlega síðan. Alls starfa nú hjá Grundfos um 1500 manns og verksmiðjur eru starfræktar í Þýskalandi og í Englandi. Einnig hefur fyrir- tækið nýhafið framleiðslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem Grundfos ætlar að keppa við aðra framleiðendur á bandarískum markaði í fram- leiðslu á miðstöðvar- og djúp- vatnsdælum. Sölu- og umboðs- fyrirtæki eru ein,nig starfandi um allan heim. Grundfos A/S hefur hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir framleiðslu sína á alþjóðlegri sýningu í Leipzig í A-Þýska- landi. Þegar samdráttur var hjá mörgum fyrirtækjum meðan olíukreppan var í algleymingi 1974, stækkaði Grundfos við sig og var þá m.a. farið að framleiða mótora við dælurnar. Gæði þessara vara hafa reynst með ágætum og óhætt er að fullyrða, að engin önnur dælutegund hefur tekið sama sess og Grundfos dælurnar hafa gert hér á landi, að sögn for- ráðamanna ísleifs Jónssonar hf. FV 12 1976 87

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.