Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 88
AUGLÝSING Reykjalundur: 30 milljónir barna um allan heim leika sér að LEGO kubbum - Framleiöslan mikilvæg fyrir vistfólk Reykjalundar Það eru engin takmörk. hvað hægt er að byggja úr Lego kubbum. Þeir eru þroskaþjálf- andi, auka ímyndunaraflið, vekja mikla sköpunargleði og eru jafnt fyrir drengi sem stúlkur. Úr Lego kvibbum má b.Vggja hús, bíla, skip, flugvél- ar, járnbrautarlestir, fólk og dýr og allt það, sem ímyndun- araflið segir til um. Framleiðsla og höfuðstöðvar Lego fyrirtækisins er í bænum Billund á Jótlandi i Danmörku og þar eru starfandi 9 Lego fyr- irtæki, öll í eigu Godtfred Kirk Christiansen og fjölskyldu hans auk þess sem framleiddir eru Lego kubbar í Sviss og Þýskalandi og nú er verið að hefja framleiðslu Lego kubba í Bandaríkjunum. Móðurfyrir tækið er Interlego A/S í Bil- lund. Faðir Godtfred Kirk Christi- ansens var upphafsmaður að framleiðslu leikfanganna, en hann byrjaði á því á kreppuár- unum að skipta á tálguðum leikföngum og mat og fötum á fjölskyldu sína. UM 30 MILLJÓN BÖRN LEIKA SÉR MEÐ LEGO- KUBBUM Vegur fyrirtækisins óx og brátt var farið að framleiða Lego kubba, en þeir voru fyrst kynntir á leikfangasýningu i Þýskalandi árið 1954. Nutu þeir strax geysilegra vinsælda og framleiðir Lego nú um 2 millj- ónir kubba á ári og giskað er á að um 30 milljónir barna út um allan heim leiki sér að Lego kubbum, og í Evrópu einni eru um 25 þúsund leikfangaversl- anir, sem selja Lego kubba. Ævintýraheimur barnanna er Legoland, sem fyrirtækið hef- ur komið upp en á stóru land- svæði standa þorp, hafnir, flugvellir og þar geta börnin leikið sér í járnbrautum, bílum og þyrlum m.a. sem allt er gert úr Lego kubbum. Er Lego- land næst vinsælasti ferða- mannaskemmtistaðurinn' í Dan- mörku næst á eftir Tívolí. MIKILVÆG FRAMLEIÐSLA FYRIR VISTFÓLK Á REYKJALUNDI Hér á landi hefur Reykja- lundur framleiðslurétt á Lego kubbum en Reykjalundur er eina fyrirtækið, sem ekki er í eigu Lego fyrirtækjasamsteyp- unnar, sem framleiðir Lego kubba. Árið 1954 voru þeir fram- leiddir undir merkinu SÍBS kubbar. Þessi framleiðsla er á- kaflega mikilvæg fyrir vistfólk á Reykjalundi, sem þarna hef- ur verkefni mjög við sitt hæfi. Framleiddar hafa verið marg- ar tegundir af litlum Lego kubbum en í ár var breytt til með því að fjölga mótum í Duplo kubbunum fyrir yngstu börnin, og nú eru þeir steyptir eingöngu og framleiddir í 3 teg- undum, 8 takka, 4 takka og bogakubbar í mörgum litum. Reykjalundur flytur einnig inn kubba frá Danmörku og ýmsa aukahluti, sem oft þurfa að fylgja með s.s. gluggar, hjól, hurðir og margt annað. 115—120 TEGUNDIR AF ÖSKJUM SELDAR HÉR Milli 115—120 tegundir af öskjum með Lego kubbum eru seldar í verslunum hér en Lego kubbana má m.a. fá í gjafaöskj- um með ýmsum gerðum af Lego kubbum, Duplo öskjum með stórum kubbum, vögnum og bogakubbum og modelöskj- um, sem innihalda t.d. kubba- fólk, dýr, dúkkusett, húsgögn, skip flugvélar, járnbrautir, jafnvel rafdrifnar og ótalmargt fleira. Lego fyrirtækjasamsteypan hefur á síðustu árum höfðað jafnt til yngstu barnanna með því að framleiða Lego Duplo kubbana og unglinga og þeirra sem vanir eru að byggja úr Lego kubbum með flóknum módelum. 88 FV 12 197ÍÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.