Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 81
skatta var 39 milljónir króna. Mjög áberandi söluatikning varð á iheimamarkaðinum í Danmörku eða 45% á milli ára. Nam hún 286 millj. kr. í fyrra. Á erlendum mörkuðum varð aukningiru um 17% í heild úr 65 millj. í 96 millj. d.kr, og varð aukningin mest í löndum Efna- hagsbandalagsins á meginland- inu, sérstaklega Frakklandi, sem er mikilvægasti utanlands- markaðurinn fyrir Bang & Olufsen. Hvað sölumagn í ein- stökum löndum snertir komasvo Unmið að samsetningu. Bandaríkin næst á eftir Frakk- landi. Þá eiga tækin frá B & O vaxandi vinsældum að fagna á Norðurlöndum en vörur B & O eru alls fluttar úti til 30 landa og eru það dótturfyrirtæki í ýmsum löndum eða umboðs- menn sem annast dreifingu. HÆTTA MEÐ SVART/HVÍTT SJÓNVARP Á heimamarkaðinum i Dan- mörku byggist salan hjá B & O aðallega á litstjónvarpstækjum um þessar mundir. Er B & O algjörlega ráðandi á því sviði heima fyrir en gera má ráð fyr- ir, að senn fari að draga úr sölu littækjanna. Hins vegar er at- hyglisvert fyrir okkur íslend- inga, að framleiðslu svart/ hvítra tækja verður hætt hjá B & O á næsta ári, að því er blaðafulltrúi fyrirtækisins tjáði okkur, og er líklegt að svo verði hjá ýmsum öðrum fram- leiðendum líka. Danir eru nú með helming allra sjónvarps- tækja sinna búinn fyrir litmót- töku. Littæki kostar í verzlun um 7000 krónur en frá verk- smiðjunum er verðið tæpar 4000 krónur. I Frakklandi og á öðrum ut- anlandsmönkuðum er það stereótækið Beomaster 1900 með innbyggðu útvarpi, sem er í mestri sókn. Þetta tæki er sér- lega skemmtilega hannað og sýnir að magnari og útvarps- tæki þurfa ekki að vera fyrir- ferðarmikil með mörgum og flóknum stillingum. Bang & Olufsen hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt í fyrra. Það var byrjað smátt upp á háalofti á bóndabæ á Jót- landi, þar sem stofnendur, sem fyrirtækið er nefnt eftir, byrj- uðu með tilraunastarfsemi og fóru síðan að framleiða útvarps- tæki. Árið 1930 urðu þáttaskil í starfsemi Bang & Olufsen. Þá fór fyrirtækið að sérhæfa sig í gerð útvarpstækja og grammó- fóna en fram til þess tíma hafði framleiðslan verið mun fjöl- breyttari, m.a. sýningarvélar fyrir kvikmyndahús og rakvél- ar svo að eitthvað sé nefnt. Ut- flutningur var þá þegar orðinn umtalsverður, nam það ár 4 milljónum d.kr. af 40 millj. króna veltu. GÓÐ AÐSTAÐA STARFS- FÓLKS Verksmiðjur Bang & Olufsen hafa fengið viðurkenningu fyr- ir góðan aðbúnað starfsmanna og þar er áherzla lögð á að láta hvern starfsmanna njóta sín svo sem kostur er. Færibandsfram- leiðslan er úr sögunni en í stað- inn er starfsliðinu s-kipt upp í litla hópa sem vinna saman og er einn fyrirsvarsmaður hóps- ins, sem meðal annars sér um gæðaeftirlit á öllum verkum, sem unnin eru í hans hóp. Við litum inn í verksmiðju- húsið, þar sem litsjónvarpstæk- in eru framleidd. í einni deild- innu fengust starfsmenn ein- vörðungu við að raða niður transistorum á spjöld og setja þannig sarnan, einingar í tækin. Þessi samsetning er vandasöm og mikil nákvæmisvinna. Til þess að leiðbeina starfsmönn- unum um hvar tiltekinn hlutur skyldi settur á spjaldið var skuggamynd varpað niður á það úr skuggamyndavél sem stóð fyrir ofan vinnuborðið og stjórnaði viðkomandi starfs- maður myndskiptingunni eftir því sem verkinu miðaði áfram. Sumir þessir hlutar eru eins og smáagnir, en allt „hráefni“ af þessu tagi er keypt frá Philips- verksmiðjunum til samsetning- ar hjá B & O. Plötuspilari frá Bang & Olufsen. Smekklegt útlit tækja B & O er mjög ráðandi um vinsældirnar. FV 12 1976 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.