Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 29
Atvinnulíf í Danmörku: Landbúnaðurinn er undirstaðan en framleiðsluiðnaður veitir flest atvinnutækifærin Aðeins 9% þjóðarinnar vinnur í landbúnaði en 68% alls lands er nýtt í hans þágu. Iðnfyrirtækin flest með færri en 50 starfsmenn Náin tengsl íslendinga og Dana endurspeglast að vissu leyti í matargerðarhefðinni, sem orðið hefur til á íslandi á þessari öld og einkum þó síðustu áratugunum. Fjöldi íslenzkra kvenna hefur sótt húsmæðraskóla í Danmörku og húsmæðrakennarar, sem hér hafa starfað, hafa ófáir lært list sína þar. Danskar matreiðslubækur eins og „Gyldendals Store“ eða matargerðarsíðurnar í Alt for Damerne og fleiri dönskum vikublöðum, hafa átt mikinn þátt í fjölbreyttara úrvali matvæla á borðum íslendinga. Matargerðarlistin hjá Dönum tengist að sjálfsögðu greiðum aðgangi þeirra að úrvalshráefni, og fjölbreyttu, sem danskur landbúnaður er frægur fyrir víða um lönd. Framleiðsla landbúnaðarvara í Danmörku og útflutningur þeirra óx hrað- fara á árunum fyrir fyrri heims- styrjöldina. Það var einkanlega smjör, beikon, egg og kjöt, sem Danir fluttu þá til annarra landa. Síðan gekk á ýmsu. Heimskreppan dró úr eftir- spurn; í seinni heimsstyrjöld- inni minnkaði framleiðslan verulega, en á árunum 1948- 1950 varð talsverð framleiðslu- aukning. • ERFIÐIR TÍMAR Erfiðleikarnir fyrir danskan landbúnað jukust jafnt og þétt á árunum upp úr 1955 en þá höfðu ýmis ríki gripið til margvislegra verndunaraðgerða fyrir landbúnað sinn og studdu hann að auki með opinberum framlögum. Útflutningsverð á dönskum landbúnaðarafurðum lækkaði eða stóð í stað en kostn- aðurinn jókst. Þannig nutu danskir bændur ekki sömu kjarabóta og aðrar starfsstéttir og bilið milli þeirra og bænda breikkaði stöðugt. Síðan 1958 og fram að inngöngu Dana í EBE, var gripið til margvíslegra að- gerða til að bæta afkomu dansks landbúnaðar. • JARÐIR í FJÖLSKYLDUEIGN Stefna hins opinbera í Dan- mörku er að jarðirnar haldist í einkaeign innan f jölskyldunnar. Landbúnaðarlöggjöfin heimilar þess vegna ekki fyrirtækja- rekstur á landbúnaðarjörðum og sömuleiðis er einstaka bændum ekki heimiluð frekari jarðakaup, ef þeir eiga tvær fyrir. Sameiginlegur rekstur á jörðum í eigu sama aðila er heimilaður með vissum skilyrð- um. Vegna óvissunnar í markaðs- málum á sjöunda áratugnum drógust danskir bændur tölu- vert aftur úr í fjárfestingum. Til þess að ráða bót á þessu og gera danskan landbúnað sam- keppnishæfari vegna fyrirhug- aðrar aðildar að EBE, kom ríkið til móts við bændur og veitti þeim styrk til nýbygginga. Ennfremur hefur verið lögð áherzla á að gera ungum bænd- um auðveldara að yfirtaka bú- rekstur. Þannig fá bændur und- PV 12 1976 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.