Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 79
Bang & Olufsen: Flytja út hljómffutningstæki til 30 landa Sérstæö hönnun og tæknileg gæöi hafa aflaö B&O viöurkenningar Við lentum á flugvellinum í Karup á Jótlandi eftir rúmlega hálftímaflug frá Kaupmannahöfn. Þegar ekið var eftir flugbrautinni í áttina að flugstöðvarbyggingunni blöstu við bclztu hernaðar- leyndarmál Dana uppljómuð í myrkrinu. Þama voru orrustuflugvélar danska hersins í flugskýlum, þöktum torfi til að gera leyndardóminn enn meiri. Og þegar inn í flugstöðina kom var Ijóst að hún var hálfniðurgrafin til þess að farþegar og aðrir, sem þar eiga leið um geti ekki séð út á flugvallar- svæðið. Úr einum verksmiðjusal B & O. Við erum heldur ekki hingað komnir til að skoða hernaðar- mannvirki, því að meiningin er að heimsækja verksmiðjur Bang & Olufsen í Struer, sem er um hálftímaakstur í burtu. Það fer orð af Bang & Oluf- sen víða um lönd fyrir há- þróuð hljómflutndngstæki og útvarps- og sjónvarpsviðtæki, sem hafa þótt skera sig úr vegna afbragðs hönnunar hvað útlit snertir og jafnframt fyrsta flokks tæknilegra gæða. 57% BÆJARBÚA HJÁ B & O Struer er um 30 þús. manna bær við Limfjörðinn, vestarlega á Jótlandi. Þar eru aðalstöðvar Bang & Olufsen og 57% af öllu vinnandi fólki í bænum starfar hjá fyrirtækinu. Áður en það kom til sögunnar byggði Struer afkomu sína fyrst og fremst á þjónustu við járnbrautirnar enda var bærinn mikilvæg sam- göngumiðstöð fyrr á árum. Bang & Olufsen hafa hluta af starfsemi sinni einnig í bæjun- um Skive og Lemvig en samtals vinna nú 2616 manns hjá fyrir- tækinu, þar af 1919 í Struer, 498 í Skive og 199 í Lemvig. Starfræksla verksmiðja Bang & Olufsen í Struer gefur bæn- um nokkra sérstöðu í dönsku atvinnulífi, þar eð 37% af vinnufæru fólki í sveitarfélag- inu fást við iðnað. Fyrir sveit- arfélög í Danmörku almennt er þetta hlutfall um 15%. Starfs- menn B & O koma þó ekki að- eins frá þessum þremur bæjum, sem nefndir hafa verið, heldur alls frá 24 bæjum og þorpum, flestum á Jótlandi. ENDURRÁÐNINGAR í síðustu ársskýrslu B & O kemur fram, að á reikningsár- inu hafði um 600 manns verið bætt við starfsliðið. Var þetta 27% aukning á sama tíma og atvinnutækifærum í iðnaðinum sem heild fór fækkandi í Dan- mörku. Ef þessir 600 hefðu verið á atvinnuleysisskrá hefðu þeir kostað þjóðfélagið um 31 millj. d.kr. á ári í atvinnuleysisbætur. Af þeirri upphæð hefðu aftur 9 milljónir farið í skatta en sem starfsmenn B & O greiddu þeir hims vegar 11 milljónir í tekju- skatt. Auk þess að spara 22 milljónir í útgjöld fékk samfé- lagið 11 millj. króna tekjur af þessu fólki. En það skal tekið fram, að atvinnuleysi hefur gert vart við sig hjá Bang & Olufsen eins og svo mörgum öðrum dönskum iðnfyrirtækj- um. Fyrir tveimur árum var sagt upp um 600 manns vegna minnkandi eftirspurnar eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins og því má segja að nú sé um endurráðningar að ræða. VELTAN 625 MILLJÓNIR Veltan hjá Bang & Olufsen og dótturfyrirtækjum, sem ann- ast sölu á erlendum mörkuðum, nam samtals 625 millj. d.kr. á síðasta ári og hagnaður fyrir FV 12 197G 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.