Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 71
að borða lambakjöt matreitt upp á allan hugsanlegan máta, og vilja halda því áfram, þegar heim kemur. Sérstaklega er kjötið vinsælt að sumarlagi, þegar grillað er úti í garði, við sumarbústaðinn, í skóginum eða á ströndinni. Þá setur hús- bóndinn á sig svuntu og grillar kótelettur. Svo höfum við átt mjög ánægjulegt samstarf við þá blaðamenn, sem skrifa fasta þætti um mat og matseld í blöð og tímarit, og það er ekki of mikið sagt að þeir hafi mælt hiklaust með þessari matvöru. í verzlunum hefur kjötið líka verið kynnt sérstaklega fyrir húsmæðrum, matreitt og tilbú- ið. fslenzka lambakjötið hefur sem sagt fengið „fína pressu“, eins og menn segja. Síðast en ekki sízt má svo geta þess, að samkvæmt rannsóknum vís- indamanna hefur íslenzka lambakjötið reynzt auðmeltara en nokkurt annað kjöt, og fita þess auðbrotnari niður í melt- ingarfærum líkamans. A okkar kólesteróltímum hefur þetta mikil áhrif. En ég sagði áðan að neyzluvenjur er erfitt að hafa áhrif á — og dæmi um það er, að á sama tíma og flutt er inn lambakjöt frá íslandi og Nýja-Sjálandi, þá er danskt lambakjöt flutt út til Frakk- lands. f stuttu máli má segja, að tekizt hafi að byggja upp „good- will“ fyrir íslenzka lambakjöt- ið, og þetta hefur haft í för með sér jafna og stígandi eftir- spurn. — Þú minntist á nýsjálenzkt lambakjöt. Hvað er um þá sam- keppni að -segja? — Já, nýsjálenzka kjötið er sú vara, sem við keppum við — hvað yerð snertir, vel að merkja, þvi að mínu mati er það hvað gæði snertir ekki sam- bærilegt við íslenzkt kjöt. En verðið er nú samt sem áður sá þáttur, sem oftast nær ræð- ur úrslitum á hinum almenna markaði, og þar er nýsjálenzka kjötið um einni krónu ódýrara hvert kíló. Það hefur sín áhrif, og hindrar jafnframt eðlilega hækkun á verði íslenzka kjöts- lækka verðið á því. Nú er út- flutningur þessa kjöts frá Nýja- Sjálandi greiddur niður af rík- inu, eins og þess íslenzka, og spurning er, hversu lengi það fyrirkomulag helzt óbreytt. Á Nýja-Sjálandi eru einnig uppi háværar kröfur um hærra verð. Menn segja sem svo: Nú hefur gengi pundsins fallið svo og K. C. Knudsen, kjötkaupmaðurinn. ins, við höfum jafnvel orðið að svo mikið, og nú er svo komið að við verðum að fá hækkun. Aðstæður hvað nýsjálenzka kjötið snertir eru að því leyti erfiðari, að taka þarf við stærri förmum innflutnings þaðan í einu en frá fslandi, og það er mikill ókostur. Það er mjög heppilegt að aðflutning- ur geti átt sér stað jafnt og þétt. Við erum að sjálfsögðu alltaf með lager hér, en hann er endurnýjaður eins oft og kostur er. Þetta var til hreinnar fyrirmyndar á meðan Gullfoss var í förum hér á milli, og er nú allgott, en ég get sagt það um viðskipti milli þessara landa almennt, að það er slæmt hvað siglingar þeirra á milli hafa dregizt saman. — Hvert er verðið á íslenzku lambakjöti x Danmörku? — Verðið er núna því sem næst 11.60 danskar krónur í heildsölu, og í smásölu er það allt að helmingi dýrara. Ég álít að verðið muni hækka, og það ræð ég af aðstæðum í Englandi, gengishruni pundsins og ýmsu öðru. En auk þess er vert að hafa í huga hvernig tollamál- unum er háttað. í fyrstu var enginn innflutningstollur af þessu kjöti hér. Síðan gilti EFTA samningur um 8% toll. Tollurinn er núna 16%, en verður 20% frá 1. janúar 1977, og mér skilst að hann eigi jafnvel að fara upp í 24% há- mark. Til viðbótar kemur svo 15% virðisaukaskattur. — Hefur engin umræða farið fram um bað að fá þessum ákvæðium breytt? — Það var á sínum tíma rætt um það í Brússel að aflétta toll- um af lambakjöti. Síðan kom landhelgisdeilan og viðræður þessar féllu niður og hafa mér vitanlega ekki verið teknar upp aftur. írar voru sérstaklega harðir gegn því að slíkar tolla- tilslakanir yrðu veittar. En ég tel nokkuð öruggt að hægt væri að hækka innflutningskvótann, ef því máli væri fylgt eftir. Við Danir seljum t. d. núna 800 tonn af svínafleski á viku til Bretlands. Og ég þykist vita að tollútreikningskostnaður vegna lambakjötsins sé e. t. v. hærri en tollatekjunum nemur. En hér eins og víða annars staðar eru það stjórnmálin, sem mestu ráða — og það er auðvitað aug- Ijóst öllum, sem eitthvað þekkja til íslenzkra staðhátta, að fisk- veiðarnar eru fyrir ísland nokk- urs konar lykill að öllum út- flutningi. — Svo aftur sé vikið að neyt- andanum — hvernig fær liann vöruna? — Sala lam'bakjötsins fer að langmestu leyti fram í stór- verzlunum, súpermörkuðum. Hröð og mikil umsetning skipt- ir þar höfuðmáli, svo forráða- menn þeirra gera innkaup fyrst og fremst miðað við verð. Gæð- in eru í öðru sæti, þótt þau séu auðvitað ofarlega í huga. Ég sagði áðan að við hefðum orðið að lækka verð á íslenzka PV 12 1976 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.