Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 77

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 77
Álafoss-vörur Selt fyrir 60 milljónir til Danmerkur Kaufmann á Strikinu stærsti útsölustaðurinn Hjá Kaufmann á Strikinu var neðsta hæðin að hálfu lögð undir vörur frá Álafossi — peysur, treflar, sokkar, húfur og annað — og verðið yrði vafalaust mörgum landanum umhugsunarefni. En reglulegir viðskiptavinir hjá Kaufmann eru hvort eð er varla aðrir en þeir, sem spyrja þá fyrst um verðið, þegar varan er greidd við kassann. Þessi verslun er stærsti út- sölustaður prjónavara frá ís- landi í Kaupmannahöfn, og verslunarstjórinn, Hovgárd, kvaðst ánægður með vöruna, hún hefði þróast skemmtilega og væri eftirsótt, ef til vill venjulegir kaupendur yrðu þó rnest af ferðamönnum, en sífellt þýðin.garmeiri fyrir markaðinn. Innflytjandi á Ála- foss ullarvörum til Danmerkur er Elinor Jelsdorf. og frétta- maður F.V. skoðaði nokkra staði í Kaupmannahöfn sem kaupa vörur frá þessum inn- flytjanda, í fylgd manns henn- ar. Auk hinnar áberandi og gullfallegu útstillingar frá Kaufmann var litið inn hjá Illums Bolighus í Hotel Scandi- Að ofan: Svipmynd frá Strikinu fyrir framan verslun Kauf- manns sem er stærsti útsölu- staður Ála- fossvara í Danmörku. Inni í verslun- inniskoða ferðamenn varninginn. Að neðan er hr. Jelsdorf ásamt fulltrúa verslunar- innar. navia og deild frá sama fyrir- tæki í flughöfninni í Kastrup. Jelsdorf er heildsali, og kaup- ir vöruna beint frá Álaf0!ssi. Lager fyrirtækisins er á heimili þeirra hjóna, gömlum bóndabæ í nágrenni Kaupmannahafnar. Þar hafa þau fasta útstillingu í gömlu útihúsi fyrir viðskipta- vini sína, og kalla „Strik- gárden“. Flutt hefur verið inn á danskan markað í 6—7 ár á þennan hátt. Varan hefur tekið nokkrum stakkaskiptum og verið aðlöguð hinum danska markaði sem segja má að sé hinn fyrsti í Evrópu, er tekur „vel við sér“ hvað þessa vöru snertir. Háþróuð tískuvara hef- ur ekki reynst vera það, sem mest söluvon er í, heldur sport- fatnaður ótengdur árlegum sveiflum. Innflytjandinn selur nú Álafoss prjónavörur um alla Danmörku, og nemur kaupverð frá Álafossi í ár u.þ.b. 60 millj- ónum ísl. króna. FV 12 1976 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.