Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 53

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 53
vesturströnd Jótlands eru vin- sælar baðstrendur en meðfram allri strandlengjunni, sem er um 500 kílómetra löng eru á- gæt tækifæri til sjó- og sólbaða. Þessi skilyrði eru víðar fyrir hendi i Danmörku, eins og t.d. á Borgundarhólmi. Til þess að taka á leigu sum- arbústað í Danmörku þarf að snúa sér til einhverra þeirra fyrirtækja, sem sérhæfa sig í * Sumargestir á dönskum bónda- bæ. útleigu þeirra. Þau eru mörg í Danmörku. í landinu eru 530 skipulögð tjaldsvæði og meir en 50 þús. sumarhús, sem leigð eru út en Þjóðverjar leigja um 90 % alls húsakostsins á sumr- in. Sumarhúsin, sem leigð eru út, eru öll í einkaeign og inn- réttuð eftir smekk eigendanna sjálfra. Yfir hásumarið er leig- an 450—1800 d. kr. á viku mið- að við 4—5 manns, sem séu saman. Utan háannatíma er leigan talsvert lægri. Þá er líka hægt að leigja lítil hús á bónda- bæjum 'fyrir 650 kr. á viku, há- mark 4—5 manns. Þá er gert ráð fyrir að húsið standi sér, sé með dagstofu, svefnherbergi, eldhúsi, salerni og sturtu með heitu og köldu vatni. Hins veg- ar er svo um að ræða íbúð inni í bænum, með stofu, svefnher- bergi, eldhúsi og salerni. Danmerkurkort. Það skal tekið fram að á þetta kort eru sérstak- lega merktar baðstrendur í landinu. # Þrír tlokkar tjaldstæða í opinberum skrám yfir tjald- stæði í Danmörku eru þau flokkuð niður í mismunandi gæðaflokka með eiinni, tveimur eða þremur stjörnum auk fleiri merkja. Ein stjarna merkir að á viðkomandi stað sé lágmarks hreinlætisaðstaða og rennandi vatn. Tveggja stjörnu svæði hafa meðal annars sturtuklefa, þvottastað og verzlun með helztu nauðsynjar í minna en 2 km fjarlægð. Á þriggja stjörnu stæðum er hreinlætis- og þvottaaðstaða öll betri, verzlun er á stæðinu sjálfu, gæzlumað- ur er á staðnum, leiksvæði er fyrir börn og aðstaða til eldun- ar fyrir hendi. Gjaldið á tjald- stæðunum er 8—10 d. kr. á sól- arhring og eitthvað fyrir bílinn að auki. Tiltölulega nýverið er farið að bjóða erlendum ferðamönn- um að dveljast á dönskum bóndabæjum, en þeir sem hafa fcCampinq |^| CAMPING JL GODKENDT LEJRPLADS Mismunandi merkingar tjald- stæða. reynt þennan dvalarmáta segja, að þarna sé skemmtileg ný- breytni á ferðinni fyrir alla fjölskylduna. Oft hafa ferðamenn fremur yfirborðskenndar hugmyndir um lönd og þjóðir, sem þeir sækja heim. Hugmyndin á bak við dvölina á sveitabæ er sú að gefa gestunum tækifæri til að kynnast Dönum og Danmörku á eðlilegan hátt í réttu umhverfi. Þetta er að sjálfsögðu ekki þægilegasti gistingarmáti, sem völ er á en þó öllu fremur heil- brigður, ódýr og streitueyðandi, þar sem menn geta rólegir FV 12 197(5 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.