Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 41

Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 41
Danfoss Fjölþjóðlegt fyrirtæki með 10 þús. starfsmenn og fram- leiðslu í 6 löndum Viðskiptin við Island hafa vaxið mjög vegna kaupa á hitastillum fyrir hitaveitukerfi Úti fyrir austurströnd Jót- lands, rétt norðan þýsku landa- mæranna liggur eyjan AIs. Landslag og landshættir eru dæmigerðir fyrir Danmörk: Akrar og skógabelti bylgjast eftir ávölum hæðum, en þorp og bóndabæir eru ímynd þeirr- ar ótímabundnu staðfestu, sem einkennir danskar sveitir. Það er því undarlegt að rekast hér á eitt stærsta iðnfyrirtæki Dan- merkur, í miðju landbúnaðar- héraði. En allt á sér skýringu. Bóndasonurinn Mads Clau- sen, vélfræðingur að mermt, byrjaði sjálfstæðan atvinnu- rekstur á loftinu í bæ feðra sinna skammt frá Nordborg ár- ið 1933. Þar hóf hann fram- leiðslu á sjálfvirkum lokum fyrir kælikerfi. Þörfin fyrir þessa framleiðslu sýndi sig fljótt. og eftir tvö ár reyndist nauðsynlegt að færa út kvíarn- ar. Þá lagði hann undir sig byggingu úr tré að húsabaki, sem verið hafði hænsnahús fjöl- skyldunnar, og varð það fyrsta ,,verksmiðjubyggingin“. Einn góðan veðurdag fékk Mads Clausen pöntun, sem augsýni- lega varð ekki sinnt á tiltekn- um tima miðað við húsnæði og afkastagetu. Varð því að grípa til róttækra ráðstafana, eða verða af viðskiptunum ella. Ekki máttu vélarnar stansa, svo menn settu haligræjur á hænsnahúsið fyrrverandi, með vélum og verkafólki í fullum gangi, lyftu öllu saman og hlóðu heila hæð undir, létu siðan verksmiðjuna síga niður og þar með hafði Mads Clau- sen tvöfaldað at'hafnarými sitt. Heimsstyrjöldin síðari stöðvaði framgang verksmiðjunnar, og þótt bætt væri við skúrum og bröggum var ekki lokið við fyrstu varanlegu verksmiðju- bygginguna fyrr en 1952. Sú bygging var 5000 m-, og var þegar allt of lítil, þegar hún var tekin í notkun. Um svipað leyti var starfsmaður nr 1000 ráðinn. Mads Clausen afhenti honum af þessu tilefni 1000 vindlinga að gjöf. Maðurinn, sem var algjör bindindismaður á tóbak, þakkaði vandræðalega fyrir sig, gekk að sinni vél og fór að framleiða Danfoss vörur eins og hinir 999. # Gott nafn Til gamans er rétt að geta þess, hvernig nafnið Danfoss varð til. „Dan“ er vitaskuld dregið af Danmörk eða dansk- ur, og „foss“ merkir á norsku lítinn læk, sem þyrlast niður fjallshlíð. Kælivökvinn þyrlast líka gegnum loka i kælikerf- inu. Einhvern tíma sló hugtök- unum „Dan“ og „foss“ saman í huga Mads Clausen. Þar með varð til nafnið Danfoss, og í fyrstu aðeins sem vörumerki. Fljótlega kom þó í ljós að vöru- merkið 'hafði þann kost að framburður þess var auðveldur á hvaða máli sem var — og fyrirtækið fékk því nafnið Dan- foss. FV 12 1976 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.