Frjáls verslun - 01.12.1976, Side 57
Markaðsöflun fyrir danskan útflutning
Viðskiptafulltrúar í sendiráðum
gegna lykilhlutverki
Starfa í sex ár erlendis og síðan tvö ár heima ■ viðskiptadeild
utanrikisráðuneytisins. Eru nú 65 talsins heima og erlendis
Af opinberri hálfu í Danmörku er þannig unnið að markaðsöflun erlendis og kynningu á dönsk-
um útflutningsvör,um, að innan utanríkisráðuneytisins starfar sérstök viðskiptadeild, sem er mið-
stöð fyrir starfsemi viðskiptafulltrúanna í dönskum sendiráðum víðs vegar um heim. Er þetta ólíkt
því sem gerist t. d. í Noregi, þar sem markaðsstarfsemi er skilin frá diplómatisku starfi, og er í
höndum útflutningsráðsins, sem samtök útflytjenda standa að og fjármagna með sérstöku útflutn-
ingsgjaldi.
Okkur lék forvitni á að vita,
hvernig Danir fara að í þess-
um efnum og Ingemann Larsen,
fulltrúi í viðskiptadeild utan-
ríkisráðuneytisins lýsti því í
megindráttum í samtali. í fyrsta
lagi dró hann fram bækling
um viðskipti við ísland, ætlað-
an til leiðbeiningar fyrir út-
flytjendur. Er þetta nokkuð
ýtarlegt rit, þar sem meðal
annars er lýst landsháttum,
stjórnarfyrirkomulagi, efna-
hagsmálum, utanríkisverzlun-
inni og almennum viðskipta-
háttum. Slíkar handbækur eru
gefnar út með upplýsingum um
flest lönd, sem Danir eiga við-
skipti við.
MARGVÍSLEG
ÞJÓNUSTA
í öðrum atriðum byggist
þjónusta viðskiptadeildar utan-
ríkisráðuneytisins fyrst og
fremst á:
• dreifingu upplýsinga frá
dönskum sendiráðum, ræðis-
mannsskrifstofum og öðrum
heimildum um þróun sölu-
möguleika á erlendum mörk-
uðum.
• beinni aðstoð við útflytj-
endur, sem byggist á athugun
á sölumöguleikum tiltekinna
útflutningsvara, og er þetta
gert fyrir milligöngu fulltrúa
ráðuneytisins erlendis eða með
skoðun fyrirliggjandi gagna.
• dreifingu fyrirspurna og
beiðna frá útlendum fyrirtækj-
um, sem æskja tilboða frá
dönskum seljendum.
• útvegun annarra grund-
vallarupplýsinga um skilyrði til
útflutnings, þar á meðal um
tollamál, innflutningsreglur,
tilboðs- og greiðslufyrirkomu-
lag, söluaðferðir og auglýsinga-
starfsemi.
• upplýsingum um erlendar
kaupstefnur og samræmingu á
söluherferðum.
• ráðgjafarfundum með full-
trúum útflutningsfyrirtækja í
hinum ýmsum bðrgum og bæj-
um í Danmörku.
Nú eru starfandi á vegum
þessarar deildar utanríkisráðu-
neytisins 65 viðskiptafulltrúar,
15 heima í Danmörku en 45 í
útlöndum.
Hefur skapazt um það hefð,
að fulltrúarnir séu að jafnaði í
sex ár starfandi erlendis en
komi þá heim og séu þar næstu
tvö árin.
Viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins sér meðal annars um sam-
ræmingu aðgerða vegna þátttöku danskra fyrirtækja í vörusýn-
ingum erlendis.
FV 12 1976
57