Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 12

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 12
* Húsnæðismál Islendinga: Lm 52% íbúða yngri en 20 ára Byggja þarf 28 þús. nýjar íbúðir til ársins 1985 Samkvæmt niðurstöðum af íbúðaspá til ársins 1985 þarf að byggja hér á landi 28.000 nýjar íbúðir til þess að fullnægja eðlilegri eftirspum. Þessi nið- urstaða kemur fram í nýlegri skýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins, þar sem gerð er grein fyrir starfi áætlunardeildar hennar að íbúðaspá. Ýmsar fróðlegar upplýsingar um hús- næðismál íslendinga birtast í þessari skýrslu og sem vert er að geta, bótt stiklað sé á stóru. Eftirspurn eftir íbúðum kann í vaxandi mæli að verða næm fyrir sveiflum eða stöðnun í efnahag landsmanna og jafn- framt er hún háð því að haldið ve,rði áfram að laga kerfi hús- næðismála að sérstökum þörf- um einstakra 'hópa svo sem ek-kla, ekkna, öryrkja, lágtekju- fólks o.s.frv. íbúðarástand í landinu hefur batnað á undan- förnum árum og kemur það einna skýrast fram í hlutfalli einhleypra yfir 20 ára með í- búð til eigin afnota. Töldust 10% þeirra búa við þau skil- y.rði árið 1950. Það tók 14 ár frá 1950 til 1964 að hlutfall þetta yrði 20%. Helmingi skemmri tíma tók að ná hlut- fallinu úr 20% í 29,4% árið 1970. Enn skemmri tíma, eða 5—6 ár tók að ná næstu 10% aukningu eða 40% árið 1976 og Þörfin fyrir nýjar íbúðir verður mettuð þegar íbúatalan er orðin 2,5 á íbúð. er gert ráð fyrir að breyting um tug til viðbótar taki 4—5 ár. Þanniig að árið 1985 muni um 63% einhleypra hafa sér- staka íbúð til afnota. Meðan enn er hátt hlutfall einhleypra, sem óska sér íbúð- ar og hefur við eðlileg skilyrði ráð á afnotum heninar, getur þróunin gengið því örar, sem þjóðarbúið er máttarmeira. 3.5 MANNS í ÍBÚÐ Almennari mælikvarði er að skoða hlutfallið milli fjölda í'búa og íbúða í heild. Árið 1950 —1955 töldust um 4,8 íbúar á hverja íbúð. Upp frá því fór hlutfallið hægt lækkandi, var 4.5 árið 1960, 4,0 árið 1969, og mun árið 1976 vera um 3,5 í- búar á íbúð. Samkvæmt íbúða- spánni má svo vænta þess, að hlutfallið komist í 3,0 íbúa á í- búð árið 1985. Sennilegt má telja, að hlutfallið 2,5 íbúar á íbúð muni fela í sér mettun þarfarinnar um fy.rirsjáanlega framtíð. Þess má geta, að 1975 voru 2,9 íbúar á ibúð í Noregi og 2,4 í Svíþjóð og mun skýr- inigin á því, af hverju fleiri íbúar eru á íbúð á íslandi en í framangreindum tveim lönd- um, vera sú hve yngstu hópar íslensku þjóðarinnar hafa -hing- að til verið hlutfallslega stærri, Fjármunaeign þjóðarinnar í íbúðarhúsum á hvern mann sýnir örasta aukningu þeirra mælikvarða, sem athugaðir hafa verið og eru reistir á sam- 12 FV 3 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.