Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 17

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 17
Finnskir verkamenn í bíla- verksmiðju í Gautaborg. Fundur finnska klúbbsins í Viisterás í Svíþjóð. Finnskir innflytjendur læra sænsku í tungumálakcnnslu- stofu í sænskum skóla. Þarna er verið að kenna finnsk- um börnum móðurmál þeirra á dagheimili í Málmey. hinn 1. júní sama ár. Þessi á- kvörðun var byggð á tillögu þingmannanefndar sem komið var á fót árið 1951, til að kanna forsendur fyrir frjálslegri sam- göngum milli Norðurlandanna. Umræður í nefndinni höfðu þegar á árinu 1952 leitt til tak- markaðs afnáms vegabréfa- skyldu milli landanna, að því er tók til stuttra heimsókna. Þetta var undanfari þess að ár- ið 1954 var stofnað eitt inorrænt vegabréfasvæði. Það var trú manna að frjáls flutningur vinnuafls milli landanna myndi hafa jákvæð áhrif á efnahags- og félagslegar framfarir í lönd- unum og stuðla að auknu at- vinnuöryggi. ísland, sem á að- ild að vegabréfasvæðinu, ritaði ekki uinidir samkomulagið urn sameiginlegan vinnumarkað, þar sem vinnumarkaðurinn heima fyrir er svo smár. í reynd hefur ísland þó verið bátttakandi í þessari Norður- landasamvinnu og á hinum Norðurlöndunum gilda mjög frjálslegax reglur um atvinnu- mál íslenzkra ríkisborgara. # Vinnumiðlun aukin Til þess að tryggja, að bæði vinnuveitendur sem og verka- fólk nytu allra kosta hins sam- eiginlega vinnumarkaðar, var sett ákvæði í samninginn, sem gerir ráð fyrir að alls sé freist- að til að erlendir verkamenn notfæri sér þjónustu opinberra vínnumiðlunarskrifstofa. Til viðbótar þessu var gerður sér- samningur milli Finnlands og Svíþjóðar árið 1973, sem kveð- ur á um að málum verka- manna, er flytjast á milli land- anna, skuli gagnkvæmt vísað til meðferðar vinnumiðlunar- skrifstofu hins opinbera. Til ýmissa ráða hefur verið gripið í báðum löndum síðan 1973 til þess að hrinda þessu samkomu- lagi í framkvæmd, m.a. með fjölgun starfsfólks hjá vinnu- miðlun, sérstakri upplýsinga- starfsemi og betrumbótum á úrvinnslu gagna um ráðningar eftir starfsgreinum í báðum löndum. Þrátt fyrir þessar að- gerðir flytur fjöldi finnskra verkamanna til Svíþjóðar í at- vinnuleit án þess að 'hafa sam- band við vinnumiðlunarskrif- stofur. Aðeins einn af hverjum fimm finnskum innflytjendum til Svíþjóðar fær starf fyrir milligöngu ráðningarskrifstofu hins opinbera. Samningur um sameiginlega no.rræna vinnumarkaðinn er náskyldur samningi Norður- landanna um almannatrygging- ar, sem gekk í gildi 1955 en hefur verið endurskoðaður f jór- um sinnum, síðast 1970. Samn- ingurinn tryggir jafnan rétt allra Norðurlandabúa til trygg- ingabóta í öllum löndunum, svo sem ellilifeyris, fæðingarorlofs og annarra þátta. Norrænn samningur, sem undirritaður var árið 1969 um tilkynningar um búsetuskipti milli land- anna, hefur auðveldað opinber- um aðilum að halda skrár yfir flutningana og meta áhrif þeir.ra. Árið 1976 undirrituðu ríkisstjórnir Norðurlanda svo nýjan samning í stað annars frá 1959, sem fjallar um at- vinnuleysisbætur og trygging- ar. Finnland, Noregur og Sví- þjóð hafa síðan 1970 starfrækt sérstaka þjálfunarmiðstöð í Ylitornio í Norður-Finnlandi, sem gerð var að sérstakri stofnun 1974. Um þessar mund- ir liegja fyrir Norðurlandaráði tillögur um norræna stofnun til að fjalla um mál vinnumarkað- arins og hins vegar um tölvu- miðstöð til úrvinnslu á gögnum um stöður og störf, sem ekki er ráðið í. § Skilyrði um vissar starfsgrcinar í grundvallaratriðum geta í- búar allra Norðurlandanna setzt að og tekið upp störf í hverju landi án frekara mála- vafsturs og atvinnuleyfa. Þó eru sérstakar kröfur um hæfni eða leyfi gerðar vegna vissra starfsgreina. Þar með eru taldir arkitektar, kennarar, bóka- safnsfræðingar, dýralæknar og geðlæknar. í öllum þessum greinum eiga borgarar viðkom- andi lands betri möguleika á að fá vinnu en að.rir Norður- FV 3 1977 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.