Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 18
landabúar. Með víkkun ákvæða
samningsins um ihinn sameigin-
lega vinnumarkað hafa hinar
„lokuðu“ starfsgreinar einnig
verið teknar með margar hverj-
ar undanfarinn áratug, einkan-
lega á heilbrigðissviðinu. Þann-
ig hefur samkomulag náðst um
sameiginlegan vinnumarkað
fyrir eftirfarandi -heilbrigðis-
stéttir: Lækna 1975 með end-
urskoðun 1976, tannlækna
1966, lyfjafræðinga 1966 og
hjúkrunarkvenna 1968. Leiðir
til að mynda sameiginlegan
vinnumarkað fyrir arkitekta
optikera, sérfræðinga í lækna-
stétt og dýralækna eru til at-
hugunar.
# IVorræn vinnu-
markaðarnefnd
Norræna vinnumarkaðar-
nefndin er ábyrg fyrir fram-
kvæmd samningsins frá 1954
og samskiptum vinnumálastofn-
ana á Norðurlöndum. Hún var
sett á laggirnar árið 1955 og
síðan þá hefur hún komið sam-
an einu sinni til þrisvar á
hverju ári. Nefndin undirbýr
tiilögur, sem lagðar eru fyrir
norrænu ráðherranefndina.
Þegar samningurinn var
gerður á sínum tíma, var lítill
gaumur gefinn að vandamál-
um, sem fylgdu jafnstórfelld-
um flutninigum og áttu sér stað
milli Finnlands og Svíþjóðar,
einkanlega á árunum 1968 til
1970. Staðreyndin er sú að
framundir miðjan sjöunda ára-
tuginn voru ekki neinir um-
talsverðir flutningar vinnuafls
frá einu landi til annars. En
síðari hluta árabilsins 1960—
1970 jukust flutningarnir mjög
skyndilega og leiddu til tíma-
bundinnar fólksfækkunar í
Finnlandi. Þetta var afleiðing
af mismuni milli rauntekna í
Svíþjóð og Finnlandi. Umfang
þessa vandamáls kallaði á mót-
un virkrar stefnu vegna vinnu-
aflsflutninga og árið 1970 setti
Norðurlandaráð á stofn sér-
staka nefnd til að kanna áhrif
þeirra. Nefndin hefur gefið út
allmargar skýrslur um ,rann-
sóknir sínar á hugsanlegri þró-
un á norræna vinnumarkaðn-
um og öðrum þáttum málsins.
Tölfræðilegar upplýsingar
um flutning vinnuafls milli
Norðurlanda voru fremur ófull-
komnar þar til skýrslugerð um
þá var hafin árið 1969. Áreið-
anlegustu tölur eru settar upp
í meðfylgjandi töflum, sem
byggðar eru á upplýsingum frá
hagstofum landanna, tölfræði-
bók Norðurlandaráðs og við-
bótarheimildum, sem aflað hef-
ur verið hjá framkvæmdanefnd
Norðurlandaráðs og finmska
atvinnumálaráðuneytinu.
Það eru nú rúmlega 10 millj-
ónir verkamanna á hinum sam-
eiginlega norræna vinnumark-
aði. Á þeim 22 árum, sem liðin
eru síðan hann var stofmaður,
hafa rúmlega 900.000 manns
flutt úr einu landinu tii annars
og um þessar mundir eru alls
um 600.000 erlendir ríkisborg-
arar við vinnu á Norðurlöndun-
um, þar af um helmingur af
norrænum uppruna. Flutning-
ar frá Finnlandi til Svíþjóðar
nema um 40% allra flutninga
Norðurlandanna á milli og 12%
frá Svíþjóð til Finnlands.
Flutningar milli hinina land-
anna eru miklu minna ábe.r-
andi.
Síðan samningurinn frá 1954
var undirritaður hafa meir en
300.000 Finnar flutzt til Sví-
þjóðar og þar af hafa um 100. -
000 snúið aftur til Finnlands.
Af þeim sem settust að í Sví-
þjóð hefur fjórði hver maður
fengið sænskan ríkisborgara-
rétt. Á síðasta áratug fluttust
árlega 9.000 til 32.000 manns
frá Finnlandi til Svíþjóðar eða
14.300 manns að meðaltali á ári
hverju. Raunveruleg viðbót við
íbúafjölda Svíþjóðar á þessum
áratug var því 143.000. Há-
marki náðu þessir flutningar
1969 og 1970 þegar íbúafjöldi
Finnlands fór niður á við og
meira en 1 % vinnuaflsins flutt-
ist að heiman. Á fjórum árum,
1971 til 1974, komu þó fleiri
aftur heim frá Svíþjóð en flutt-
ust þangað og var þessi þróun
einkar áberandi 1972 og 1973,
rúmlega 7000 manns hvort ár.
Ástæðan var tímabundin
sveifla niður á við í atvinnu-
ástandinu í Svíþjóð. Árið 1975
var flutningur vinnuafls frá
Finnlandi til Svíþjóðar orðinn
sá sami að magni til og ársmeð-
altal áranna seint á fimmta ára-
tugnum og fram á fy.rri hluta
hins sjöunda.
Finnskum innflytjendum til
Svíþjóðar fjölgaði úr 9700 árið
1974 í 12.200 árið 1975 en á
sama tíma fækkaði þeirn, sem
fóru aftur til Finnlands, úr
11.000 í 7.700 manns. Þainmig
voru þeir 4500 fleiri, sem flutt-
ust til Svíþjóðar frá Finnlandi
árið 1975 en hinir er sneru
heim aftur. Búizt var við, að
þessi tala verði 10.000 fyrir ár-
ið 1976,
Sveiflurnar í flutningum frá
Finnlandi til Svíþjóðar fylgja
noikkuð náið fjölda opinna at-
vinnutækifæra í Svíþjóð en þó
er þarna sex mánaða munur á.
í reynd hefur þetta þýtt, að
mestur hefur flutningur
finnskra verkamanna frá
heimalandinu verið á tímabih
um, þegar hagur Finna 'heima
fyrir hefur vænkazt og efna-
hagsástandið batnað. Á sama
hátt hefur flutningur heim til
Finnlands verið mestur á tíma-
bilum, þegar atvinnuleysi hef-
ur farið vaxandi þar. Þetta
bendir til þess að vegna tíma-
setningar batamerkjanna í
Finnlandi og Svíþjóð hafi
vinnuaflsflutningurinm milli
landanna aukið á tímabilsbund-
in vandamál í Finnlandi.
Flutningur vinnuafls milli Finnlands og Svíþjóðar.
Frá Finnlandi Frá Svíþjóð
Tímabil til Svíbióðar til Finnlands
1961-1965 74.139 20.474
1966-1970 124.657 35.366
1971 16.601 18.712
1972 10.313 17.596
1973 9.013 16.118
1974 9.705 10.980
1975* 12.200 7.700
* Bráðabirgðatölur.
18
FV 3 1977