Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.03.1977, Qupperneq 18
landabúar. Með víkkun ákvæða samningsins um ihinn sameigin- lega vinnumarkað hafa hinar „lokuðu“ starfsgreinar einnig verið teknar með margar hverj- ar undanfarinn áratug, einkan- lega á heilbrigðissviðinu. Þann- ig hefur samkomulag náðst um sameiginlegan vinnumarkað fyrir eftirfarandi -heilbrigðis- stéttir: Lækna 1975 með end- urskoðun 1976, tannlækna 1966, lyfjafræðinga 1966 og hjúkrunarkvenna 1968. Leiðir til að mynda sameiginlegan vinnumarkað fyrir arkitekta optikera, sérfræðinga í lækna- stétt og dýralækna eru til at- hugunar. # IVorræn vinnu- markaðarnefnd Norræna vinnumarkaðar- nefndin er ábyrg fyrir fram- kvæmd samningsins frá 1954 og samskiptum vinnumálastofn- ana á Norðurlöndum. Hún var sett á laggirnar árið 1955 og síðan þá hefur hún komið sam- an einu sinni til þrisvar á hverju ári. Nefndin undirbýr tiilögur, sem lagðar eru fyrir norrænu ráðherranefndina. Þegar samningurinn var gerður á sínum tíma, var lítill gaumur gefinn að vandamál- um, sem fylgdu jafnstórfelld- um flutninigum og áttu sér stað milli Finnlands og Svíþjóðar, einkanlega á árunum 1968 til 1970. Staðreyndin er sú að framundir miðjan sjöunda ára- tuginn voru ekki neinir um- talsverðir flutningar vinnuafls frá einu landi til annars. En síðari hluta árabilsins 1960— 1970 jukust flutningarnir mjög skyndilega og leiddu til tíma- bundinnar fólksfækkunar í Finnlandi. Þetta var afleiðing af mismuni milli rauntekna í Svíþjóð og Finnlandi. Umfang þessa vandamáls kallaði á mót- un virkrar stefnu vegna vinnu- aflsflutninga og árið 1970 setti Norðurlandaráð á stofn sér- staka nefnd til að kanna áhrif þeirra. Nefndin hefur gefið út allmargar skýrslur um ,rann- sóknir sínar á hugsanlegri þró- un á norræna vinnumarkaðn- um og öðrum þáttum málsins. Tölfræðilegar upplýsingar um flutning vinnuafls milli Norðurlanda voru fremur ófull- komnar þar til skýrslugerð um þá var hafin árið 1969. Áreið- anlegustu tölur eru settar upp í meðfylgjandi töflum, sem byggðar eru á upplýsingum frá hagstofum landanna, tölfræði- bók Norðurlandaráðs og við- bótarheimildum, sem aflað hef- ur verið hjá framkvæmdanefnd Norðurlandaráðs og finmska atvinnumálaráðuneytinu. Það eru nú rúmlega 10 millj- ónir verkamanna á hinum sam- eiginlega norræna vinnumark- aði. Á þeim 22 árum, sem liðin eru síðan hann var stofmaður, hafa rúmlega 900.000 manns flutt úr einu landinu tii annars og um þessar mundir eru alls um 600.000 erlendir ríkisborg- arar við vinnu á Norðurlöndun- um, þar af um helmingur af norrænum uppruna. Flutning- ar frá Finnlandi til Svíþjóðar nema um 40% allra flutninga Norðurlandanna á milli og 12% frá Svíþjóð til Finnlands. Flutningar milli hinina land- anna eru miklu minna ábe.r- andi. Síðan samningurinn frá 1954 var undirritaður hafa meir en 300.000 Finnar flutzt til Sví- þjóðar og þar af hafa um 100. - 000 snúið aftur til Finnlands. Af þeim sem settust að í Sví- þjóð hefur fjórði hver maður fengið sænskan ríkisborgara- rétt. Á síðasta áratug fluttust árlega 9.000 til 32.000 manns frá Finnlandi til Svíþjóðar eða 14.300 manns að meðaltali á ári hverju. Raunveruleg viðbót við íbúafjölda Svíþjóðar á þessum áratug var því 143.000. Há- marki náðu þessir flutningar 1969 og 1970 þegar íbúafjöldi Finnlands fór niður á við og meira en 1 % vinnuaflsins flutt- ist að heiman. Á fjórum árum, 1971 til 1974, komu þó fleiri aftur heim frá Svíþjóð en flutt- ust þangað og var þessi þróun einkar áberandi 1972 og 1973, rúmlega 7000 manns hvort ár. Ástæðan var tímabundin sveifla niður á við í atvinnu- ástandinu í Svíþjóð. Árið 1975 var flutningur vinnuafls frá Finnlandi til Svíþjóðar orðinn sá sami að magni til og ársmeð- altal áranna seint á fimmta ára- tugnum og fram á fy.rri hluta hins sjöunda. Finnskum innflytjendum til Svíþjóðar fjölgaði úr 9700 árið 1974 í 12.200 árið 1975 en á sama tíma fækkaði þeirn, sem fóru aftur til Finnlands, úr 11.000 í 7.700 manns. Þainmig voru þeir 4500 fleiri, sem flutt- ust til Svíþjóðar frá Finnlandi árið 1975 en hinir er sneru heim aftur. Búizt var við, að þessi tala verði 10.000 fyrir ár- ið 1976, Sveiflurnar í flutningum frá Finnlandi til Svíþjóðar fylgja noikkuð náið fjölda opinna at- vinnutækifæra í Svíþjóð en þó er þarna sex mánaða munur á. í reynd hefur þetta þýtt, að mestur hefur flutningur finnskra verkamanna frá heimalandinu verið á tímabih um, þegar hagur Finna 'heima fyrir hefur vænkazt og efna- hagsástandið batnað. Á sama hátt hefur flutningur heim til Finnlands verið mestur á tíma- bilum, þegar atvinnuleysi hef- ur farið vaxandi þar. Þetta bendir til þess að vegna tíma- setningar batamerkjanna í Finnlandi og Svíþjóð hafi vinnuaflsflutningurinm milli landanna aukið á tímabilsbund- in vandamál í Finnlandi. Flutningur vinnuafls milli Finnlands og Svíþjóðar. Frá Finnlandi Frá Svíþjóð Tímabil til Svíbióðar til Finnlands 1961-1965 74.139 20.474 1966-1970 124.657 35.366 1971 16.601 18.712 1972 10.313 17.596 1973 9.013 16.118 1974 9.705 10.980 1975* 12.200 7.700 * Bráðabirgðatölur. 18 FV 3 1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.