Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 19
Finnskar verkakonur, sem starfa í stáliðjuveri í Mið-Svíþjóð. 0 íbúafækkun í sum- um byggðarlögum I Finnlandi heíur flutningur fólks úr landi ásamt með 'hreyf- inigu fólks milli héraða heima fyrir, úr no.rðri til suðurs, haít i för með sér íbúafsekkun í sumum byggðarlögum. Þar eð útflytjendurnir eru aðallega fremur ungt fólk, hefur ald- ursskipting hjá launþegunum raskazt mjög í sumum lands- hlutum. Flutningur vinnuafls frá Danmörku til Svíþjóðar og frá Svíþjóð til Danmerkur nemur um 9% í hvora átt miðað við heildarflutninga milli Norður- landanna. Á árunum 1961— 1970 fluttu um 27.700 manns frá Danmörku til Svíþjóðar. í byrjun þessa áratugar var þróunin í flutningum milli þessara landa Danmörku í vil að því er nam um 1000 manns á ári. Árin 1974 og 1975 jukust svo flutiningar frá Danmörku til Svíþjóðar aftur mjög, þann- ig að fyrra árið fluttu 5.000 fleiri frá Danmörku til Sví- þjóðar en þaðan til Danmerkur og 7.000 seinna árið. í höfuðdráttum hafa flutn- ingarnir milli Svíþjóðar og Noregs verið eins. Á síðasta áratug fór 800 manns fleira frá Noregi árlega til Svíþjóðar en í hina áttina. Árin 1971 til 1973 jókst hins vegar flutningur fólks til Noregs þannig að í heild voru flutningarnir Norð- mönnum í hag þessi þrjú ár. En síðan 1974 hefur streymi frá Noregi til Svíþjóðar aukizt aft- ur og orðið meira en í hina átt- ina. 0 Overulegur flutning- ur milli landanna Vinnuaflsflutningurinn milli Finnlands annars vegar og Danmerkur og Noregs hins vegar hefur verið mjög óveru- legur. Frá Finnlandi hafa kom- ið til þessara landa liðlega 100 manns fleira en farið hafa til Finnlands. Síðan 1974 hefur þó orðið vart greinilegra breyt- inga á þessu. Flutningur milli íslands og hinna Norðurland- anna er líka afar lítill. Ai því, sem talið er hér að framan, má ljóst vera, að siðan stofnað vaa- til hins sameigin- lega norræna vinnumarkaðar, hefur straumurinn fyrst og fremst legið frá Finnlandi til Svíþjóðar og til baka. Frá haustinu 1974 hefur aftur á móti víðtækt atvinnuleysi í Danmörku stuðlað nokkuð að flutningi Dana til Svíþjóðar og breytt þar með myndinni, sem hér hefur verið lýst. Peninga- sendingar frá útflytjendum hafa lítil áhrif haft á greiðslu- jöfnuð milli Norðurlandanna. Árið 1975 námu þær lijá Finn- um aðeins 0,5% af gjaldeyris- tekjum iþjóðarinnar og raun- veruleg áhrif af þeim eru enn minni þegar með er reiknuð yfirfærsla á gjaldeyri frá Finn- landi til einstaklinga í Svíþjóð, en hún nemur um þriðjungi þess sem inn í landið kemur af gjaldeyri frá Svíþjóð. 0 Sérstæð vandamál Önnur fólagsleg og efnahags- leg vandamál má þó rekja til fólksflutninganna frá Finn- landi til Svíþjóðar. Ekkert land í Evrópu hefur misst jafn marga íbúa úr landi vegna hreyfinga viinmuafls og einmitt Finnland. Flutningarnir innan Norðurlanda hafa sömu ein- kenni að mörgu leyti og hið hefðbundna streymi vinnuafls milli ríkja sunnar í álfumni, en þó er yfirbragðið nokkuð öðru vísi á vissum sviðum. Á Norð- urlöndum eiga mestan hlut að máli verkamenn sem eru annað hvort faglærðir eða verða auð- veldlega þjálfaðir af því að þeir hafa áður notið góðrar undirstöðumenntunar. Þeir hafa reynzt Svíum notadrjúg viðbót við sérhæfðan vinnu- kraft þeirra, en spumingar hafa vaknað um hve vel þeim hafi gengið að falla inn í sænkt samfélag, sem þeir búa í. Oft er um tungumálaenfiðleika að ræða. Þar af leiðandi er töl- uð aðallega finnska í bekkjar- deildum í sumum skólum og sænsk blöð birta sérstaka fréttadálka á finnsku auk þess sem finnskar dagskrár eru fluttar í sænsku útvarpi og sjónvarpi. Ólikt því sem gerist í öðrum Evrópulöndum, sem séð hafa á bak verkafólki sínu í miklum mæli, þurfa Finnar á næstum öllu útflutta vinnuaflinu að halda sjálfir heima fyrir. Brott- flutningur Finna til Svíþjóðar hefur ekki lagað nein af vanda- málum finnska vinnumarkað- arins heldur þvert á móti búið til nokkur ný. Hann hefur valdið enn alvarlegri skorti á sérhæfðu vinnuafli í Finnlandi, sem verið hefur ríkjandi síðan hraðfara iðnvæðing hófst í landinu. FV 3 1977 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.