Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 20

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 20
Sovétríkin Hvað kaupa þau og selja í viðskiptum sínum við útlönd? Grein eftir K. Barykin, fréttamann APIM. Háhýsið við Smolenskaja-torgið í Moskvu er aðalbygging Utanríkisviðskiptaráðuneytis Sovétríkj- anna, öðru nafni Vnestorg. En Vnestorg hefur víðar aðsetur en þar. Ráðuneytið rekur skrifstofur í mörgum hverfum Moskvuborgar, það hefur fulltrúa í höfuðborgum allra sovétlýðveldanna og hundruð verslunarfulltrúa erlendis. Tollþjónustan heyrir einnig undir ráðuneytið og sömuleiðis ríkiseftirlit með gæðum útflutningsvara. Þá hefur Vnestorg einnig náið samstarf við crlcnda versl- unarfulltrúa sem hafa skrifstofur í Sovétríkjun-um. Utanríkisviðskipti eru mikil- væg grein sovésks þjóðarbú- skapar. Á síðustu tíu árum hef- ur heildarupphæð sovéskra ut- anríkisviðskipta þrefaldast og nam árið 1975 50,7 milljörðum rúblna. Sovétmenn eiga nú viðskipti við 115 riki heims. Á fyrri helmingi ársins 1976 námu þessi viðskipti 28,4 milljörðum rúblna. Á degi hverjum fram- kvæma sovésk fyrirtæki mikið magn viðskiptaathafna. Veltan nemur u.þ.b. einum miljarði á viku. # Helztu útflutnings- fyrirtæki Fyrirtækið „Sojuskemexport" sem verslar með framleiðslu- vörur efnaiðnaðarins, gerir u.þ.b. 4000 viðskiptasamninga árlega. „Avtoexport“ flytur út 450 gerðir af bílum og vélum. „Energomashexport“ flytur út 3000—4000 hestafla dísileim- reiðar til margra landa. „Traktoroexport“ hefur versl- unarsamskipti við nær 80 lönd. í þessum löndum eru nú 400 þúsund sovéskar dráttarvélar, 70 þúsund kornskurðarvélar og yfir 40 þúsund vegavinnuvélar. „Súdoimport“ býður kaupend- um til sölu skip til siglinga a ám og höfum, hraðbáta, flutn- ingaskip, tankskip, fljótandi skipakvíar og frystitogara. „Mashinoexport" selur skurð- gröfur, borvélar og tækjabúnað fyrir málmiðnaðimn, Útflutn- ingur þessa fyrirtækis er mikil- vægur og þungur á metunum. „Mashinoexport" er eitt helsta útflutningsfyrirtæki sovéska vélaiðnaðrins. Yfir 500 fyrir- tæki í Sovétrikjunum franr leiða fyrir það vélar sem flutt- ar eru út til 70 landa. Á fimm árum voru 13 þús- und skurðgröfur seldar úr landi, 5 þúsund kranar og hundruð steinbrjóta. írak keypti 25 borvélar. Þekkt fininekt fyrirtæki, „Vaartsilaa" keypti stóran stálsmiðjubekk. Júrgen Essing frá Vestur- Berlín er heildsali og verslar með loftbora. Það eru tæki sem Sovézka bifreiðin Lada á bílamarkaði í Túnis. 20 FV 3 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.