Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 24

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 24
Grcinar og uiðlöl IUeð 100 milljarða á bakinu Grein eftir dr. Guðmund iMagnússon prófessor Erlendar lanigtímaskuldir námu í árslok 1976 tæplega 100 milljörðum króna og hafa á- reiðanlega náð þeirri tölu til fulls þegar þetta er ritað. Þessi tala er snöggtum hærri en allur vöruútflutningur á því ári og hærri en fjárlög þess árs. En hvernig á að meta hver greiðslugetan sé og hver hættu- mörk skuldasöfnunar eru? Og hvert stefnir íslensk skulda- söfnun við útlönd? FRAMLEIÐSLA EÐA NEYSLA? Því er oft haldið fram að mestu máli skipti að erlend lán séu tekin til kaupa á fram- leiðslutækjum fremur en til neyslu. Vitaskuld e.r talsvert til í þessu og því eðlilegt, að land sem er í örri uppbyggingu safni erlendum skuldum að vissu marki í upphafi. Á hinn bóginn er heldur ekki óeðlilegt að grip- ið sé til lántöku erlendis til að jafna sveiflur í þjóðfélagi með óstöðugar þjóðartekjur. Hins vegar er á hverjum tíma oft ógerningur að skera úr um hvaða lán fara til framleiðslu- aukningar og hver til neyslu. Þetta er svinað og þegar stór- fyrirtæki tekur lán bæði til að standa undir fjárfestingu og rekstri. Og síðast en ekki síst retur liðið nokkur tími þa.r til fiárfesting fer að skila sér, ef hún þá gerir það á annað þorð. GREIÐSLUBYRÐI Þess vegna er greiðslubyrði erlendra lána yfirleitt mæ'ld í hlutfalli við útflutnimgstekjur, þegar meta skal hve íþyngjandi hún sé. Það mælir einnig með því að nota útflutningstekjur til samanburðar fremur en þjóðartekjur, að afborganir og vextir eiga að greiðast í erlend- um gjaldmiðli. Greiðslubyrði erlendra lána til langs tírna nam í árslok 1976 næstum 15% af útflutnings- tekjum, eni þessi hlutfallstala hefur lengstum verið 9—11% á undanförnum árum. HÆTTUMÖRK Fáar þjóðir hafa eins þunga greiðslubyrði og íslendingar og engar nágrannaþjóðanna ef miðað er við útflutningstekjur. Eigi að síður mun lánstraust okkar gott erlendis sakir skil- vísi og stjórnarfars. í sjálfu sér er það teygjanilegt hve erlend skuldasöfnun má verða mikil án þess að í óefni sé komið. Hins vegar fer va.rt milli mála að skuldasöfnun við útlönd er sú stærð sem stjórnmálamenn komast síst hjá að horfast í augu við. Að sjátfsögðu er sam- band milli verðbólgu og skulda- söfnunar en verðbólgan er að sumu leyti einkamál hverrar þjóðar en leita verður til annr arra um lán og kiör. Þess vegna hlvtur mikil erlend skuldabyrði að setja stjórn efnahagsmála þröngar skorður og athafnafrelsi hverrar ríkis- stjórnar yfirleitt. Sá einstak- lingur sem skuldar meira en nemur árslaunum í lánum til 10 ára eða skemmri tíma getur vart um frjálst höfuð strokið. Nú er svo komið að íslenska þjóðin skuldar erlendis árs- tekjur sínar af útflutningi. Jafnframt er svo komið að önnur hver króna sem slegin er í nýjum lánum fer til að greiða afborganir og vexti af fyrri lánum. Þrátt fyrir allt tal um efnahagslegt sjálfstæði sem við erum sammála um að sé höfuð- nauðsyn, ihefur lífskjö.rum okk- ar verið haldið uppi af öðrum þjóðum á undanförnum árum. Banidaríkjamenn miðla okkur af evrópudölum, Rússar lána okkur eldsneyti og Arabar af olíuauðnum.. LÁNSKJÖR Við höfum orðið að hlíta því að fæstir vilja lána okkur nema gegn ríkisáby.rgð en með Ihenni hafa lánskjör verið til- tölulega hagstæð. Umsvif á hinum svonefnda evrópudoll- aramarkaði jukust mikið á síð- astliðnu ári, en hann sækir til- verurétt sinn til umframfjár bardarískra banka, ýmissa evrópuríkja og nú upp á síð- kastið 'hefur fjárstreymi til hans aukist frá OPEC-löndun- um. Hin mikla aukning á fram- boði lánsfjár varð að nokkru 24 FV 3 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.