Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 25

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 25
leyti vegna minni fjárfestinga í iðnaðarlönduinium. Samtímis jókst eftirspurn eftir lánsfé frá löndum sem þurftu að fjár- magna óhagstæðain viðskipta- jöfnuð eða greiða af eldri lán- um. Lánstími ihefur lengst. Tíu ára skuldabréf e.ru nú algeng- ari í stað 7—8 ára áður og lán milli ban'ka hafa lengst úr 5 árum í 7 ár. Vextir hafa jafn- framt lækkað upp á síðkastið og er jafnvel talið að lágmarki sé náð og þeir muni ihækka aft- ur síðar á þessu ári. Vextir af verðbréfalánum til 7—10 ára munu vera 7 V2—9% um þessar mundir eftir trausti lántak- anida, en um 1 % lægri á lánum í vestur-þýskum mörkum og ekki nema 5—6% af lánum í svissneskum frönkum. Vaxta- munur af þessu tagi stafar hins vegar af því að búist er við gengishækkun vestur-þýska marksins og svissneska frank- ans sem þurrkaði út mismun- inn þ.e.a.s. lántakendur meta hættuna á genigisbreytingu á þennan veg og að þessu marki. Þess vegna verður að telja að það lán sem tekið var af ís- lands ihálfu í vestur-þýskum mörkum nýlega hafi verið tek- ið, á „réttum tíma“, þótt vafa- samur ábati sé af því að taka lán í vestur-þýskum mörkum fremur en dollurum, ef gengi ma.rksins hækkar. HVERT STEFNIR? Enda þótt erlend lán hafi enn aukist síðustu ár hefur halli á utanríkisviðskiptum stórlega miinnkað og það jafnvel hraðar en vonir stóðu til. Það virðist þó gleymast í kröfugerðinni að hallanum hefur enn ekki verið útrýmt, hvað þá fyrri skulda- kúfur minnkaður. Það vekur óhug, að enn ein kollsteypan virðist í uppsiglingu áður en tekist hefur að grynnka á skuldunum. Hvaða máli skipt- ir það? Jú, athafniafrelsið verður tak- markað, gengisfellingar óum- flýjanlegar, freistingar til haftastefnu á öllum sviðum meiri og útilokað að auka frelsi í gjaldeyrisviðskiptum og f jármagnsflutningi og þannig mætti áfram telja. Það er því miður staðreynd að með áfram- haldandi óðaverðbólgu er tómt mál að tala um aukið frelsi á ýmsum sviðum. íslenskir hag- fræðingar hafa flutt út þá kenningu að íslendiinigar hafi lært á verðbólguna og ekkert bendi til þess að hún standi frjálsu þjóðfélagi fyrir þrifum. Þetta er rétt að því leyti sem ekkert bendir til þess að þjóð- félagsupplausn eða dómsdagur sé í nánd. En við höfum með eigin athöfnum skert svigrúm- ið til ákvarðana í efnahagsmál- um. Við höfurn vanist alls kyns höftuim og erum að því leyti efcki f.rjálsir gerða okkar. ERIIM í nýtt húsnæði við Strandgötuna Opið alla daga kl. 9.30 — 12.30 og 13.00 — 16.00 nema laugardaga. Ennfremur á föstudögum kl.17.30 —18.30 Nýtt símanúmer: 5-39-33 Samvinnubankinn STRANDGÖTU 33, HAFNARFIRÐI SÍMI 53933 FV 3 1977 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.