Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 29

Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 29
launþegar, hin breiðu bök þjóð- félagsins, vinna að jafnaði til kl. 7 á daginn og flesta laugar- daga, ef ekki sunnudaga líka, þá er það ljóst að sem upplýs- ingamiðill hefur útvarpið mun staerra h'lutverki að gegna en sjónvarpið, enda mun vera hlustað á útvarp við vinnu á flestum stöðum. # Upplýsingaskylda í Útvarpslögum nr. 19, frá 5/4 1971 segir orðrétt: „ Ríkis- útvarpið skal stuðla að al- mennri menningarþróun þjóð- arinnar og efla íslenzka tungu. Það skal meðal annars flytja efni á sviði lista, bókmennta, vísinda og trúarbragða, efla alþýðumenntun og veita fræðslu í einstökum greinum, þar á meðal umferðar- og slysavarnarmálum. Það skal kappkosta að halda uppi rök- ræðum um hvers konar mál- efni, sem almenning varða, á þann hátt, að menn geti gert sér grein fyrir mismunandi skoðunum um þau. Það skal halda uppi fréttaþjónustu og veita fréttaskýringar. Það skal flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. — Útvarpsefni skal miða við fjöl- breytni íslenzks þjóðlífs, svo og við þarfir og óskir minni hluta sem meiri hluta. Veita skal alla þá þjónustu, sem unnt er með tækni útvarpsins og almenn- ingi má að gagni koma.“ (Let- urbreyting mín). Þótt ekki sé hér um langan texta að ræða er þó ljóst að hlutverk útvarpsins er mikið og eflaust enn meiri vandi að rækja það svo öllum líki, enda var hér einungis vitnað í hluta af 3. grein laganna og máls- greininni um hlutleysi sleppt. Ég ætla mér ekki að fara að gagnrýna útvarpið hér, hvorki einstaka þætti né hvernig það hefur rækt hlutverk sitt fram að þessu, en ég ætla mér hins- vegar að leiða rök að því að þjónustu þess megi bæta veru- lega gagnvart almenningi i landinu. En fyrst vil ég leyía mér að vitna í 1. grein laga um opinbera greinargerð starfs- manna ríkisins nr. 14, frá 23/6 1932, en þar segir: Skylt er embættismönnum landsins og sýslunarmöninum án endur- gjalds að flytja árlega eitt eða tvö erindi, eftir ákvörðun út- varpsráðs, í útvarpi ríkisins um slofnun þá eða starfsgrein, er þeir veita forstöðu.“ Og síðar í sömu grein laga segir: „Lengd erindanna miðast við venjuleg útvarpserindi, og skulu þau miða til þess að veita almenn- ingi yfirlitsfræðslu um unnin störf og fyrirætlanir í fram- kvæmdum þjóðarinnar og op- inberri starfrækslu.“ (Letur- breyting mín). # Misttik Ríkisutvarpsins Ég álít, og tel mig ekki einan um það, að hér hafi ríkisút- varpinu mistekist fullkomlega og afleiðingin sé einmitt það sambandsleysi sem ríkir á mi'lli stjórnvalda, alþingis og al- mennings. Nátengt þessu máli er ann- að mál, — þingmál. Það er frumvarp til laga um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda, en það mál hefur verið að skrölta milli þinga árlega frá 1972 til 1976 án þess að verða að veruleika, og þætti þó ýmsum að þau teikn 'hefðu á lofti verið eigi alls fyrir löngu sem réttlættu að þetta mál fengi sem skjót- asta afgreiðslu á þingi. Upphaf þessa máls mun vera að tveir þingmenn fluttu þingsályktun- artillögu vorið 1972 þar sem því var beint til alþingis að það fæli ríkisstjórninni að láta und- irbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um hver sé skylda stjórnvalda og rikis- stofnana til að skýra frá störfum sínum opinberlega. Það er full ástæða til að hvetja al- menning til þess að kynna sér þetta frumvarp, en það fæst afhent endurgjaldslaust á skrif- stofu alþingis, sem opin er alla virka daga þingtímans. Flutningsmenn tillögunnar létu fylgja með henni greinar- gerð þar sem segir m.a.: „Eigi almenningur að geta dæmt um gerðir stjórnvalda og ríkisstofn- ana, þarf hann að eiga þess kost að geta fengið sem áreiðanleg- astar upplýsingai- um starfsemi þeirra og ákvarðanir. Mjög skortir nú á, að svo sé. Allt of mikil leynd hvílir yfir starf- semi þcssara aðila, og reikning- um þeirra og skjölum er oftast haldið lokuðum þannig, að ah mcnningur fær ekki aðgang að þeim. Þessi leynd dregur mjög úr því aðhaldi, sem þegnarnir gætu ella veitt, og gerir erfitt fyrir þá að dæma um athafnir stjórnvalda og ríkisstofnana.“ (Leturbreyting mín). • Er eins farið um borgarmálef ni ? Sigurður A. Magnússon rit- höfundur skrifaði fyrir nokkru grein í það dagblaðanna, sem ekki gerir upp á milli manna hvað pólitík snertir, en hann nefndi grein sína „Nesja- mennska“. í þessari ágætu grein tók hann fyrir sem „thema“ gamla máltækið sem segir: „Heimskur er sá sem heima situr“, og heimfærði upp á íslenska pólitík þar sem afdalakarlar vikju frá kýrhöl- unum til að fjalla um málefni á alþingi sem snertu samskipti við erlendar þjóðir sem þeir þekktu hvorki haus né sporð á og væru jafnvel grobbnir af því. Og það er áreiðanlega mik- ið til í því, að við ihöfum allt of 'lítið gert af því að notfæra okk- ur reynslu annarra þjóða í með- ferð 'hinna ýmsu mála og of oft borið við séreinkennum ís- lendinga, sem erfitt er að koma auga á ef granint væri skoðað. FV 3 1977 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.