Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 57

Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 57
Verkfallsvarzla við verzlun í Keykjavík. Verður þetta sú sjón, sem blasir við borgarbúum í maí? Vorbirtan verður farin að segja til sín, en verður jafnbjart yfir samningamálimum á því stigi? svo að hafa samband við sitt fólk. Ef fundirnir gagna ekki, gera menn þetta með ýmsum öðrum hætti, t.d. í einkavið- ræðum, Annars ætti það nú að vera nokkurt aðhald á okkur, sem í forystunni erum, og tryggja að við vönduðum okk- ur, að haldnir eru aðalfundir í félögunum og forystan kosin þar. F.V.: — Oftast mjög illa sótt- ir, er það ekki? Björn: — Stundum eru þeir sæmilega vel sóttir, einkum ef stærri mál eru á döfinni. Það var all vel sóttur aðalfundur nú nýverið hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur og þar urðu hreinskilnar umræð- ur um meiriháttar mál eins og félagsgjöld, og félagsstarfið þá í sömu andránni. Aninað hvert ár halda svo landssamböndin þiinig sín og þar eru kjaramálin auðvitað til umræðu. F.V.: — Hafa hin einstöku stéttarfélög það lengur á til' fininingunni að fulltrúar þeirra séu að semja um sérmál þeirra í þessum almennu og umfangs- miklu samningum, sem nú tíðk- ast? Þama ert þú mættur fyrir búðarfólkið og Guðmundur jaki fyrir verkamenn. Endar þetta ekki með því, að samið er fyrir heildina og sérstaða hinna ein- stöku fagfélaga er ekki lcngur fyrir hendi, þegar kökunni er skipt — að þú semjir fyrir verkafólk eins og Guðmundur fyrir búðarfólk? Björn: — Það er rétt, að þarna eru menn farnir að vera dálítið á verði. Þú nefndir búð- arfólk. Það var einmitt þannig í síðustu samningum að við fyrirliðar verzlunarmanna náð- um betri niðurstöðu fyrir búð- arfólk en skrifstofufólk af því að við töldum meiri þörf á því. Svona atriði er alveg nauð- synlegt að meta á hverjum tíma. En menn taka vissa á- hættu með því. Við erum vissu- lega að semja fyrir verkamenn- ina líka, alla heildina. En svo við tökum þetta dálítið þrengra, þá höfum við lent í þeirri að- stöðu hér í Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur skömmu fyrir 1970 að samningur var nærri felldur fyrir okkur, af því að við höfðum sérstaklega notað mjög þröngt svigrúm til samn- inga fyrir afgreiðslufólkið, sem hefur oft verið á eftir. Núna erum við aftur í sam- bærilegri stöðu. Launabiiið hjá ok'kur er nokkuð mikið og þeim, sem eru í hærri flokkun- um, finnst við nú vera að ein- blína alltof mikið á hiinia í lægstu flokkunum. Við sætum þungri gagnrýni þessara hópa einmitt núna. Svo koma þau sjónarmið einnig, að í samstöðunni með öðrum launþegáhópum gætum við okkar ekki nógu vel, að við veitum lið til þess að bæta hag Verkamannasambandsins, ef til vill, en verðum aftur úr sjálfir. Og að okkar afl fari ekki beint til þess, sem við erum kosnir til, að hugsa um verzlunar- menn. Þarna þurfum við að gæta okkar. Þrátt fyrir allt álít ég, að það sé heppilegast til lengdar að hafa þessa samstöðu. Það er nóg komið af því að tiltölulega fámennir hópar hrifsi það, sem þeir geta af því sem e.r til skipta, nærri því eins og sjó- ræningjar, en þeir, sem lakari aðstöðuna hafa, sitji eftir með skarðan hlut. Þótt undarlegt sé má raunar segja, að hlutverk forystu- manna í verkalýðsfélögum geti verið það að halda aftur af ein- hverjum launþegahópum, halda þeim í samstöðu, sem þýðir að þeir komist ekki eins langt og þeir kæanust kannski einsamlir, vegna sérstakra aðstæðna, en að sameiginlega aflið tnýtist betur þeim, sem virkilega þarf að hjálpa. Ég tel þetta eitt af skylduverkunum. FV 3 1977 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.