Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 65

Frjáls verslun - 01.03.1977, Síða 65
Ragnarsbakarí Keflavík Aukningin í brauðbakstri hefur verið 50-70% á ári Hefur sérhæft sig í bakstri heilsubrauða Ég var nýkominn heim frá framhaldsnámi í Sviss þegar ég stofnaði fyrirtækið 1964. Ég byrjaði eins og flestir bakarar með tvær konur til aðstoðar, starfsliðið var fljótlega 15 manins, sem vann á tveim vöktum. Þannig var keyrt í hálft ár þar til að ég sá að ég réði ekkert við þetta. Þá fékk ég mér nýtt húsnæði til viðbótar og keypti nýj ar vélar og framleiði þar alla. þyngri vöru sem hægt er að fjöldaframleiða, ef hægt er að tala um slíkt á íslandi. í þessu nýja húsnæði er sem sagt brauðgerðin, en á gamla staðnum hef ég áfram kökugerðina og verslun. Síðan ég bætti brauðgerð- inni við hefur verið 50—70% aukning á ári og getur fyrirtækið ekki stækkað meira nema unnið verði á vöktum og er ég ekki spenntur fyrir því, enda skapar það ýmsa erfiðleika. Ég vil ekki verða of stór heldur halda gæðunum en þau minnka ef maður nær ekki utan um fyrirtækið. Þannig mælti Ragnar Eð- valdsson bakari og eigandi Ragnarsbakarís í Keflavík þeg- ar blaðamaður FV heimsótti hanm fy.rir skömmu til að for- vitnast um nýju. framleiðsluna, heilsubrauðin og hans álit á málefnum bakara almennt. ÍSLENDINGAR BORÐA SÆTARI BRAUÐ EN AÐRIR EVRÓPUBÚAR — Ég legg áherslu á að fólk borði meira af hollara brauði en það gerir. Brauð á íslandi eru yfirleitt sætari en gengur og gerist í Evrópu og því ákvað ég að baka brauð sem allir gætu bo.rðað þar með taldir sykursjúkir. Ég vann því upp- haflegu uppskriftina og bakaði nokkrar tegundir brauða sem síðan voru rannsökuð af manni sem vinnur hjá Raunvísinda- deild Háskóla íslands. Þannig þróaðist uppskriftin samkvæmt hans ráðleggingum þar til að ég fékk réttu formúluna. Síðan er ég búinn að bæta uppskrift- ina, því læknar .ráðleggja fólki að borða mikið af trefjaefnum og þess vegna fór ég út í að flytja inini sérstakt korn frá Evrópu. Ég er með tvær teg- undir af brauðum þar sem önn- ur er blönduð þessu korni. Til að mæta sykursjúkum lét ég í brauðið efni sem iheitir Síonon og er aðai uppistaða þess Sorpitol en ekki Sakkarín, og er það orsökin að brauðið er dýrara en önnur brauð. Eitt kíló af Síonon kostar 600 'kr. en af strásykri 90 ikr. Þá heldur vintnsluaðferðin verðinu uppi þar sem ekki er hægt að f jölda- framleiða þau. SELUR Á SUÐURNES OG TIL REYKJAVÍKUR — Okfcar markaðssvæði eru öll Suðurnesin, en þegar ég ‘hóf framleiðslu á heilsubrauðinu reyndi ég að koma því á mark- aðinn í Reykjavík. Þá varð ég var við það að verslunarstjór- ar í Reykjavík eru fullir efa- semda um að varningur okkar sveitamanna utan af landi sé samkeppnishæfur við reyk- víska framleiðslu. Maður varð að ganga í gegnum vissan hreinsunareld til að sannfæra þessa aðila um að varan væri samkeppnisfær. Nú hef ég verið á þessum markaði í tvö ár og finn ég að varan hefur líkað vel og þegai- ísinn er brotinn fær maður 'hvergi betra viðmót en hjá þessum sömu aðilum í Reykjavík. BÚA VIÐ AÐSTÖÐUMUN í VERÐLAGSMÁLUM — Ég er mjög óhress með verðlagsmálin og gæti haldið þriggja daga langa ræðu um þau. Við búum við ákveðinn aðstöðumun sem við verðurn að hlýta gagnvart innflutninign- um. í fyrsta lagi fær innflutta varan að hækka um leið og gengisbreyting verður en við verðum að bíða 1 allt að 6 mán- uði eftir því að fá að hækka. I öðru lagi berjumst við um hilluplássið, sérstaklega heild- sölubakaríin. Við erum þannig settir að okkar vara er með 22% álagningu í smásölu en innflutningurinn 38% og hljóta verslanir að taka mið af því hvaða vara gefur best af sér í hillunum. Það sem við höfum mest út á verðlagshöftin að setja er að þau eru þyngst á þeirri fram- leiðslu sem mest er framleitt af. Á síðasta ára höfum við mætt auknum skilningi verð- lagsstjóra, enda verða þessir háu herrar að skilja það að 1980 verðum við í fullri sam- keppni við Evrópu og ef þeir gefa okkur ekki tækifæri til að rísa upp af hnjánum fyrir þann tíma þá verðum við á hnjánum ef ekki maganum það sem eftir er. FV 3 1977 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.