Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 75
Haf narf jörður:
Iðnaðar- og verzlunarhverfið
á Flatahrauni fullbyggt 1982
- töluverðar fyrirspurnir um lóðamöguleika frá ýmsum
fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu
Á 30 ha svæði á Flatahrauni
er stærsta og eina iðnaðar-
hverfið í Hafnarfirði, sem af-
markast af Reykjavíkurvegi til
vesturs, en Reykjanesbraut til
austurs norðarlega í bænum. Á
svæðinu eru nú starfrækt 78
iðnfyrirtæki og verslanir, auk
þess sem 18 fyrirtæki eru nú í
uppbyggingu.
Bæjarstjóri í Hafnarfirði
e.r Kristinn Ó. Guðmundsson og
fyrir hann lagði F.V. nokkrar
spurningar varðandi iðnaðar-
hverfið á Flatahrauni.
— Hve langt er síðan byrjað
var að úthluta og reisa fyrir-
tæki í þessu hverfi?
— Úthlutun 'hófst árið 1956
og fyrstu húsin rnunu hafa ver-
ið tekin í notkun árið 1958.
Fyrirtækin í hverfinu skiptast
aðallega í verslanir, trésmíða-
verkstæði, bifreiðaþjónustu,
járnsmiði og smáiðnað.
— Hvenær verður iðnaðar-
hverfið fullbyggt, hvenær verð-
ur lokið við að ganga frá göt-
um og hver er lóðarleiga og
gatnagerðargjald á svæðinu?
— Eldri lóðir eru með
ákvæði um að leigja megi öðr-
um lóðina að hluta, ef ekki er
hafin bygging síðasta áfanga
áformaðra bygginga innan
fimm ára frá veitingu. Má
reikna með að byggingu verði
að mestu lokið 1982, þar með
talinn frágangur gatna. Lóðar-
leiga á svæðinu er nú kr. 12,00
pr. m2 og núgildandi gatna-
gerðargjald er kr. 351 pr. m2
fyrir iðnaðarhúsnæði, en kr.
861 pr. m2 fyrir verslunarhús-
næði.
— Hafa mörg fyrirtæki, t.d.
úr Reykjavík, hug á að byggja
upp aðstöðu í Hafnarfirði? Er
mikil eftirspurn?
— Töluvert hefur verið
spurst fyrir um lóðamöguleika
frá ýmsum fyrirtækjum á höf-
Kristinn Ó. Guðmundsson,
bæjarstjóri.
uðborgarsvæðinu. Áhugi fyrir-
spyrjenda nemur a.m.k. nokkr-
um hekturum í lóðarstærðum
samanlagt.
— Ekki er hægt að segja að
einn sé öðrum meira áberandi,
nema ef vera skyldi ýmis tré-
smíðafyrirtæki.
— Hvað tekur við þegar
þetta hverfi verður fullbyggt,
og hvert er fyrirhugað skipu-
lag iðnaðar- og verslunarhverfa
í Hafnarfirði?
Á 30 ha svæði í þessu hverfi eru nú starfrækt 78 iðnfyrirtæki og
verslanir, en 18 fyrirtæki erui nú í uppbyggingu.
— Hverfi af svipaðri stærð
ofan Reykjanesbrautar tekur
við þegar þetta iðnaðarhverfi
er fullbyggt. Léttari iðnaður,
þjóniusta og verslun er allt á-
ætlað í hinu nýja hve.rfi. Mat-
vælaiðnaður, einkum fiskiðn-
aður, er áætlaður á Hvaleyrar-
holti, nálægt suðurhöfninni.
Grófur iðnaður er áætlaður
sunnan (vestan) Hvaleyrar-
holts.
Að lokum má geta þess, að
áætlað er að bjóða út hitaveitu
í hverfið, en húni er þegar kom-
in í u.þ'b. helming hverfisins og
fyrirhugað er að framkvæmd-
um ljúki á þessu ári.
FV 3 1977
75