Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 79

Frjáls verslun - 01.03.1977, Side 79
E. Th. Mathiesen hf, E. Th. Mathíesen hf. er inn- flutningsfyrirtæki sem verzlar aðallega með stálskrifstofuhús- gögn, peningaskápa og banka- öryggisútbúnað frá ýmsum heimsþekktum fyrirtækjum í Bretlandi, Norðurlöndum og Þýzkalandi svo sem John Tann Ltd., Englandi, EA Rosengrens AB, Svíþjóð, Nobö Fabrikker A/S, Noregi, NGZ Geldzáhl- maschinen GMBH & CO., Þýzkalandi. E. Th. Mathíesen hf. er lang- stærsti seljandi bankaöryggis- útbúnaðar hér á landi og má þar nefna: Bankahurðir frá John Tann Ltd., Öryggishólf frá EA Rosengrens AB, Mynt- talningarvélar frá NGZ Geld- záhlmaschinen GMBH & Co., Afgreiðsludiska-skápa frá Nobö Fabrikker A/S. Þá selur fyrir- tækið mikið af peningaskápum og stálskrifstofuhúsgögnum til fyrirtækja. Og má segja að það sé eina fyrirtækið hérlendis sem sérhæfir sig í framan- greindum vöruflokkum. E. Th. Mathíesen hf. er stofn- að árið 1960 og stjóm félagsins hafa skipað frá upphafi: Olafur Tr. Einarsson, formaður stjórn- ar og meðstjórnendur Svein- bjömi Árnason og Einar Þ. Mathíesen sem jafnframt hefir verið framkvæmdastjóri fyrir- tækisins frá upphafi. Starfs- menn fyrirtækisins eru í dag 4. Fyrirtækið flutti í eigið hús- næði að Dalshrauni 5 þann 22. desembcr 1976. Kostakaup Ein stærsta matvöruverslun- Kostakaup, Reykjavíkurvegi in í Hafnarfirði er verslunin 72, en hún starfar þar í 700 m- húsnæði. Lögð er mikil áhersla á að vera með sem besta þjón- ustu og lægst vöruverð og eru því gjarna.n sértilboð og kynir.- ingarverð á vörum. I Kostakaup er mikið vöru- úrval af almennum kjöt- og ný- lcnduvörum, svo og mjólk og brauð, en áhersla hefur verið lögð á að vera með sem mest úrval af nýjum kjötvörum og einnig að bjóða ódýra en góða vöru. Eins og víða hefur verið i vörumörkuðum fer mikið af innkaupunum fram á föstudög- uin, en þá er opið til kl. 22.00. Það er Hákon Sigurðsson, kaup- maður, sem á verslunina Kosta- kaup, en hana opnaði hann í febrúar á síðasta ári. Alls eru starfsmenn í Kostakaup 9. FV 3 1977 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.