Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 83

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 83
Smíðastofa Sverris Hallgrímssonar Stuðla-skilrúm er ein helsta franileiðslan á smíðastofu Sverris Hallgríinssonar, Trönu- hrauni 5. Stuðla-skilrúm er léttur veggur, sem samanstend- ur af stuðlum, hillum og skáp- um. Nota má Stuðla-skilrúm þar sem skipta þarf stórum herhergjum eða skilja á milli stórra herbergja án þess að nota fasta veggi, en einnig hentar það vel upp við vegg. Stuðla-skilrúmin eru að öllu leyti úr viði og eru fáanleg í öllum viðartegundum svo og bæsuð í ýmsum litum. Sverrir Hallgrímsson, smíðastofa, fram- leiðir einnig skrifborð og nú er verið að hefja framleiðslu á lágum veggeiningum, er fram- leiddar verða í öllum viðarteg- undum. Einnig hefur fyrirtæk- ið framleitt blómakassa í tveim- ur stærðum og 4 viðartegund- um. Húsnæði smíðastofunnar er 6—700 m2. Framleiðslan fer fram í rúmgóðum sal búnum fullkomnum vélum og starfs- inenn fyrirtækisins eru 8. Verkfæri og járnvörur hf. Verkfæri og járnvörur hf. Dalshrauni 5 er heildverslun, sem verslar með verkfæri, loft- pressur, tré og jámsmíðavélar. Fyrirtækið er orðið 16 ára gam- alt og hefur starfað á ýmsum stöðum, en flutti í húsið að Dalshrauni 5 í nóvember s.l. Fyrirtækið hcfur umboð fyr- ir um 30 erlend fyrirtæki, m.a. fyrirtækið Emco, sem framleið- ir tré- og járnsmíðabekki. Flutt- ar eru inn ýmsar gerðir af þeim bæði fyrir fyrirtæki og til notk- unar í skólum og á heimilum. Verkfæri og jámvörur flytur inn margvísleg verkfæri s.s. lóðbolta, málbönd, sandpappír, stálnagla og járnbora. Starfs- mcnn fyrirtækisins em 3. Ný veitingastofa Gafl-inn Gafl-inu er nafn á nýrri veit- ingastofu að Reykjavíkurvegi 68, sem opnuð var í ágúst í sumar. Það eru þeir Einar Sig- urðsson og Jón Pálsson, sem reka veitingastofuna sem er í mjög vistlegu 200 m2 húsnæði. Gafl-inn býður livers konar rét'ti s.s. heita og kalda rétti, grillrétti, smurt brauð, samlok- ur, súpur og eftirrétti og í liá' deginu á hvcrjum degi er boð- inn réttur dagsins. Þar er einn- ig útbúinn hvers konar veislu- matur s.s. heitt og kalt horð og smurt brauð. Mikil áhersla er lögð á að flýta afgreiðslu og getur því fólk hringt og pantað matinn áður en það kemur. Opnað er alla morgna kl. 8.15 og opið er til kl. 21, nema föstudaga, laug- ardaga og sunnudaga er opið til kl. 22. Starfsfólk á veitingastof- unni Gafl-inn er 11. FV 3 1977 83

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.