Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 84

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 84
AUGLYSING FURUHÚSGÖGIM: HÚSGÖGN Húsgögn úr furu njóta vinsælda í Furuhúsgögnum, Smiðs- höfða 13 eru framleidd hús- gögn úr furu, en húsgögn úr ljósum viðartegundum njóta mikilla vinsælda nú. Aðalá- hersla er lögð á smíði hillu- samstæðna, en einnig eru fram- leiddar tvær gerðir af sófasett- um, sófaborð, hornskápar og kistlar. Bragi Eggertsson frani- kvæmdastjóri fyrirtækisins hef- ur sjálfur hannað húsgögnin. FURUHILLUSAMSTÆÐUR Furuihiliusamstæðan er 1.83 m á hæð og einingarnar eru til 90 cm og 60 cm breiðar. Dýpt á neðri skápunum er 45 cm en á efxi skápum 27 cm. Hillusamstæðumum fylgja glerhurðarskápar, skúffuskáp- ar með fjórum skúffum, bar- skápar, hlj ómtækj askápar og skápar t.d. fyrir leirtau eða dúka. Sumar hillurnar eru fær- anlegar. Útskorinn kappi ofan á hillusamstæðunni getur fylgt. Furuhillusamstæðan er á hag- stæðu verði. FALLEGUR HORNSKÁPUR Furuhomskápurinn er smíð- aður í tvennu lagi. Neðri skáp- ur er lokaður með tveimur hill- um, en opið hólf og glerhurð er í efri skáp. Hornskápurinn er 1.85 m á hæð með útsko.rnum kappa ofan á. Mesta mál frá horni er 59 cm. Hillusamstæð- urnar og hornskáparnir eru pússaðir og lakkaðir með sýru- hertu lakki. TVÆR GERÐIR SÓFASETTA OG FURUKISTLAR FRAM- LEIDDIR Framleiddar eru tvær gerðir af sófasettum. Léttari gerðinni fylgir 3ja sæta sófi, 2ja sæta sófi og stóll svo og tvö sófaborð. Stærra sófaborðið er 120x60 cm og hornborðið 70x70 cm. Grindin er úr massívri furu, pússuð og lökkuð. Áklæði er eftir eigin vali. Þetta sófasett hefur verið mjög vinsælt hjá ungu fólki sérstaklega í sjónvarpsher- bergi, en einnig verið mikið keypt í veiðihús og sumarbú- staði. Hin gerðin af sófasetti er í hærri verðflokki með meiri bólstrun. Grindin er úr massívri furu með bólstruðum örmum. Þessu sófasetti fylgja einnig tvö bo.rð og áklæði er að eigin vali. Kistlarnir, sem Furuhúsgögn hafa framleitt eru úr massívri furu. Stærð þeirra er 80x45x42. Þeir eru með læsingu og handr- aða. Kistlarnir hafa notið mik- illa vinsælda og hægt er að fá þá ólakkaða, ef fólk vill skraut- mála þá. Öll húsgögnin má fá bæsuð í brúnum lit. Starfsmenn Furu- húsgagna eru 4. 84 FV 3 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.