Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 87
----------------- AUGLÝSING ----------
’IIIUUIRKIHINUM s\m\u\
Mm 1 HEIIVIILIÐ ’í
K.M. SPRIIMGDVIMUR:
Sala á húsgögnum frá
Portúgal og Englandi auk
eigin framleiðslu
Á sýningunni Heimilið ’77
leggur fyrirtækið K. M. Spring-
dýnur áherslu á vörur frá þrem-
ur fyrirtækjum. Portúgölsku
fyrirtækjunum TABOPAN og
SAINT-CLAIR og breska fyr-
irtækin,u ERCOL.
Tabopan er stærsta fyrirtæki
sinnar tegundar i Portúgal og á
Spáhi og framleiðir allt frá
spónaplötum upp í tilbúin hús-
gögn.
Saint-Clair er fyrirtæki sem
framleiðir allt sem til þarf í
svefnherbergið, en öll húsgögn-
in sem Saint-Clair framleiðir er
í hinum fræga Bilros stíl, sem
var við lýði í Portúgal um 1640,
en síðan þá hafa húsgögn í
þessum stíl yfirleitt alltaf ver-
ið í eigu vel efnaðs aðalfólks,
en nú gefst fólki tækifæri til að
skreyta híbýli sín í þessum stíl.
Saine-Clair framleiðir m.a.
rúm, náttborð, spegla, kommóð-
ur, snyrtiborð og rokkokóstóla
mest í Pau Santo, dökk brún-
um lit. Rúmin sem sýnd eru á
heimilissýningunni hafa vakið
mikla athygli fyrir glæsileik.
Saint-Clair framleiðir vöru sína
einnig í antik hvítum lit með
gylltu munstri.
Ercol er viðurkennt fyrirtæki
um allan heim fyrir vörugæði
t.d. má nefna að það var eina
fyrirtækið í húsgagnaiðnaðinum
sem var boðið að sýna fram-
leiðslu sína í Buckingham höll
á 25 ára drottningarafmæli El-
isabetar Bretadrottningar.
Á sýningunni eru ýmsar vör-
ur frá Ercol eins og mjög glæsi-
leg vegghúsgögn, borðstofusett,
hornskápur og buffet.
K. M. Springdýnur leggur á-
herslu á að fólk geti pantað
portúgölsk og bresk húsgögn
eftir myndalista, en afgreiðslu-
frestur er venjulega 2—3 mán-
uðir.
I haust er fyrirhugað að selja
einnig innfluttar eldhúsinnrétt-
ingar í ýmsum gerðum og við-
artegundum svo og ódýrar inn-
réttingar í barnaherbergi.
f verslun sinni býður fyrir-
tækið tvær gerðir af sófasett-
um, sem það framleiðir, rúm
með bólstruðum gafli og spring-
dýnur auk innfluttu húsgagn-
anna.
í verslun K. M .Springdýna
að Hjallahrauni 13 í Hafnar-
firði gefst fólki kostur á að sjá
húsgögn í stássstofuna og borð-
stofuna, en í verslun K. M.
Springdýna að Helluhrauni 20
er úrval svefnherbergishús-
gagna og innihurða. Bæði eru
til sléttar hurðir og aðrar íburð-
armeiri hurðir.
FV 7 1977
87