Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 67
Bílaleiga Akureyrar
IMú geta menn skilað bíla-
leigubílnum á Akureyri eða
í Reykjavík
100 bílar af 11 gerðum til leigu
Ævintýrið byrjaði með þremur notuðium bílaleigubílum. — Hvaða ævintýri, kynnu menn að
spyrja? — Jú, ævintýrið um Bílaleigu Akureyrar, sem á aðeins ííu árum hefur þróast í það að
verða stærsta bílaleiga landsins. Eigendur fyrirtækisins eru fimm bræður, sem oft ganga undir
nafninu Ágústssynir eða þá „Kennedy-bræðumir“. En fullum nöfnium heita þeir Birgir, Skúli,
Vilhelm, Baldur og Eyjólfur.
Bílaleigan byrjaði sem auka-
starf með þrem notuðum bíl-
um eins og áður segir, en starf-
semin jókst hröðum skrefum
og árið 1974 var svo komið að
ekki var lengur hægt að sinna
þessu í frístundum. Það sama
ár var Bílaleiga Akureyrar
formlega stofnuð og þá gat fyr-
irtækið leigt út 38 bíla, en nú
getur Bilaleiga Akureyrar leigt
út 100 bíla af 11 gerðum, og
þar af eru fjórar gerðir af jepp-
um.
REYKJAVÍKURÚTIBÚ
OPNAÐ í VOR
Bílaleiga Akureyrar er til
húsa að Tryggvagötu 14 á Ak-
ureyri, en útibú bilaleigunnar
er í Síðumúla 33 í Reykjavík.
Útibúið var opnað í mars sl.
og er tilgangur þess tvíþættur.
í fyrsta lagi það að fá betri
nýtingu á bílakosti fyrirtækis-
ins, sérstaklega á veturna þeg-
ar færð hamlar akstri norðan-
lands og í öðru lagi að gefa
mönnum kost á því að taka bíl
á leigu í Reykjavík og skila
honum á Akureyri eða öfugt.
En það er ekki tekið út með
sældinni einni saman að reka
bilaleigu af þessari stærð.
Starfið er krefjandi og það má
með sanni segja að þeir bræður
þurfi að vera að öllum stund-
um ef vel á að ganga. Það hafa
þeir líka gert, enda eru þeir
þekktir af öðru á Akureyri en
leti. Þeir eru áreiðanlega marg-
ir þar nyrðra sem halda að
bræðurnir séu að allan sólar-
hringinn og þurfi aldrei á hvíld
að halda.
VAXANDI EFTIRSPURN
En einhvern tíma hlýtur
svona ævintýri að taka enda,
skyldi maður ætla. Ekki eru
bræðurnir fimm á því. Þeir
segjast búast við áframhaldandi
og vaxandi eftirspurn eftir
bílaleigubílum og með því að
kappkosta að veita öllum við-
skiptavinum sínum æ sem lipr-
asta þjónustu væri ástæða til
að ætla að framhald verði í
vexti Bílaleigu Akureyrar, sem
þegar er orðin stærsta bílaleiga
landsins eins og áður segir.
Þá má geta þess að það er
ekki aðeins bílaleigan sem þeir
eru með í takinu. Bræðurnir
reka einnig bílaþjónustu, hjól-
barðaverkstæði sem opið er alla
daga og kvöld, verslun og þrjú
Esso Nesti, en hjá þessum fyr-
irtækjum starfa samtals um 70
manns í sumar.
FV 7 1977
67