Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 92
----—------------------------ AUGLÝSING
TÉKK - KRISTALL HF.:
Kristals- og glervörur,
keramik- og postulínsvörur
í hæsta gæðaflokki
f sýningarstúku Tékk-Kristals
í Laugardalshöll gefur á að líta
sýnishorn af þeim vörutegund-
um, sem verslunin hefur upp á
að bjóða, en það eru ýmsar
kristals- og glervörur frá Tékkó-
slóvakíu, keramikvörur og
postulínsvörur eins og styttur,
en verslunin hefur haft á boð-
stólum allt að 400 tegundir af
styttum.
í versluninni er mjög fjöl-
breytt úrval af vörum. Þegar
hún var opnuð 1970 var ein-
göngu seldur Bæheims kristall,
en eftir að flutt var í nýtt hús-
næði að Laugavegi 15 hefur
vöruúrvalið aukist stöðugt.
Bæheims kristals- og glervör-
ur eru heimsþekkt gæðavara.
Þær vörur sem Tékk-kristall
býður upp á eru unnar á tvenna
vegu, þ.e.a.s. handskorinn og
mótaður kristall og auk þess
litaður kristall. en sú vara er
öll munnblásin.
Fluttar eru inn styttur frá
Tékkóslóvakíu, Spáni og Portú-
gal og nú í haust verða einnig
á boðstólum styttur frá Ítalíu
og Bing og Grþndal í Dan-
mörku.
Einnig eru til sölu silfurplett-
vörur eins og skrautskálar, disk-
ar, vasar, kertastjakar, hand-
málaðar keramikvörur og Fúr-
stenberg postulínsvörur, sem
eru mjög þekktar.
Lífræna steintegundin Onix,
hefur notið mikilla vinsælda,
en úr henni eru handunnar
ýmsar vörur eins og lampafæt-
ur, öskubakkar, kveikjarar og
margt fleira.
SAMEIMD HF.:
Rafeindaefni fyrir áhuga-
og atvinnumenn
Hefur þú áhuga á að búa til
útvarp, magnara, hátalara,
dimmir eða jafnvel rúlletturaf-
eindaspil, sjónvarpstæki eða
rafeindaklukku? Sameind hf.
Grettisgötu 46 selur ýmis kon-
ar rafeindaefni fyrir áhuga-
jafnt sem atvinnumenn, veitir
alhliða bjónustu á þessu sviði
og hannar rafeindabúnað.
Rafeindaefnin eru flutt inn
frá danska fyrirtækinu Josty-
kit, en það er stærsta fyrir-
tæki á Norðurlöndum í fram-
leiðslu rafeinda raðeininga.
Sameind hf. selur úrval af
mokkareráGrettisgötu
mt 21366
!» mW6 úrval at:
ína«8lnl
pna-fa&elningum
|i|
EfA^landi
■i 2abúnaft
/“'eindatækji
92
FV 7 1977