Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 20
Wrigley’s fyrirtækið
Tyggjó-kóngar sem byggðu
stórveldi sitt á sápusölu
Starfsmenn 4000 og árssalan yfir 250 milljónir dollara
Það er dæmigerður vordagur í Chicago. Hinn 82 ára gamli Philip K. Wrigley situr við skrif-
borð sitt á 16. hæð Wrigley-skýjakljúfsins og flettir í gegn um hverja bréfamöppuna af annarri
úr stórum hlaða á borðinu. Hann skrifar nafn sitt undir eitt og annað, setur athugasemdir hér og
þar ásamt fyrirmælum til annarra stjómenda stórfyrirtækisins William Wrigley, Jr. Company,
framleiðanda Wrigley’s Spearmint, Doublemint, Jucy Fmit, Big Red og P.K. tyggigúms.
Hann lýkur ekki við eitt
skjalið en byrjar að fylgjast
með sjónvarpsskermi í einu
horninu um leið og þulurinn
byrjar að telja upp úrslit
hornaboltakeppleikjanna (base-
ball). Gamli maðurinn lifnar
allur við, en þó má sjá að sum
úrslitanna eru honum ekki að
skapi. Það er heldur ekki að
furða því að hann hefur fjár-
fest rúmlega 12 miljónir dala
í hornaboltaíþróttinni á síðast-
liðnum árum af einskærum á-
huga á íþróttinni, því aldrei
hefur komið svo mikið sem eitt
grænt cent til baka.
# 300 milljón
dala virfti
En þó að þetta sé mikið fé
er varla von til þess að Philip
K. Wrigley kippi sér upp við
það því tyggigúmsveldi hans er
nú talið vera minnst 300 milj-
ón dala virði og þetta gríðarlega
fyrirtæki aflar honum einum
10 þúsund dala á dag.
P. K. Wrigley ólst ekki upp
í neinni fátækt, heldur tók við
stórfyrirtæki föður síns að hon-
um látnum. Sem stjórnarfor-
maður og eigandi yfir 115 þús-
und hluta félagsins réð hann
yfir viðskiptalegu stórveldi sem
árlega selur framleiðslu sína
fyrir um og yfir 250 miljónir
dala. Starfsfólk var 1970 um
4000 og dreifðist á hinar ýmsu
verksmiðjur allt frá Gaines-
Philip K.
Wrigley,
tók við
stórfyrir-
f'æki af föð-
ur sínum.
Hann hef-
ur alla tíð
haft fleiri
áhugamál
en að fram-
leiða
tyggjó.
ville í Georgíu til Melbourne
í Ástralíu. Eignir hans eru mikl-
ar, allt frá stórum landsvæðum
í Wisconsin, eyju suður af
Kaliforníu og upp í heilu í-
þróttaleikvangana eins og þeir
20
FV 7 1977