Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 83
Borgarlíf
Lista- og menningarlíf
Reykjavíkur tekur við sér
eftir sumarhlé
Sagt frá nokkrum vi5bur6um, sem framundan eru
Úr Saumastofu Kjartans Ragnarssonar, en þær þykja höfða til
margs í okkar samfélagi þessar ljúfu stelpur á myndinni.
Með haustinu hefst önn
margs konar sýninga í borginni
og skemmtistunda á vettvangi
myndlistar, leiklistar og tónlist-
ar. Þá fara leikhúsin í gang,
tónleikahald og mörg önnur
menningartilþrif á opinberum
vettvangi taka fjörkipp. Við
fjöllum hér um nokkur atriði
sem taka á rás í borgarlífinu
næstu vikurnar og byrjum á
Leikfélagi Reykjavíkur, en
Þjóðleikhúsið er hins vegar
með seinni skipunum á haust-
vertíðinni og sýningar þar hefj-
ast ekki fyrr en á seinna falli
sep'fembcr.
EINN í ÖLLUM HLUT-
VERKUM
Leikfélag Reykjavíkur hóf
starf sitt að þessu sinni með
þýzkum gestaleik 2. sept., en
þá sækir þýzki leikarinn Wolf-
gang Haller borgina heim og
treður upp með eins manns leik
úr verkinu Felix Krull eftir
Thomas Mann. Hér er um að
ræða ljúfa sögu þar sem ýmsar
persónur koma til leiks. Þetta
er ævisaga Felix Krull og hann
bregður sér í gervi þessara vina
sinna og annarra ráfandi.
DRAUMAHEIMURINN EÐA
VERULEIKINN
Um miðjan september sýnir
Leikfélagið Garry eftir sænska
lei'kskáldið og leikarann Allan
Edwall, en hann stjórnar verk-
inu sj'álfur. Þetta er nútíma-
verk um pilt í samsvarandi
þjóðfélagi og piltkornið lifir
þrátt fyrir allt í heimi vonar-
innar. Hann er afskiptur af
samfélaginu, bragðlítill starfs-
maður á skrifstofu, en sækir
þrótt í draumheim sinn úr því
að hann nær ekki tengslum við
annað fólk.
VINSÆLDARVERK SÍÐUSTU
ÁRA f GANGI
Þá tekur Leikfélagið upp
þráðinm í vinsældarverkum síð-
ustu ára, Skjaldhömrum og
Saumastofunni, en þau hafa nú
gengið lengur samfleytt en
nokkur önnur íslenzk leikrit
í Iðnó. Skjaldhamrar Jónasar
Árnasonar og Saumastofa
Kjartans Ragnarssonar eru
skemmtiverk með undiröldu úr
íslenzku þjóðlífi.
FINNSKIR, SÆNSKIR OG
DANSKIR LISTAMENN
í Norræna húsinu er að
vanda sitthvað um að vera, en
starfsemi hússins er nokkurs
konar nafli norrænna sam-
skipta á sviði menningartil-
þrifa.
Finnsk ljóða- og óperusöng-
kona, Ritva Auvinen 'heldur
tónleika þar 8. sept. Þann 15.
sept. mun danskur sellóleikari,
Asker Lund Ohristiansen halda
þar tónleika með Þorkeli Sig-
urbjörnssyni píanóleikara og
tónskáldi.
FV 7 1977
83