Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 25
Eftir lát annars' hjóna á hitt rétt á að sitja í óskiptu búi með
ófjárráða niðjum beggja nema hið látna hafi mælt svo fyrir í
erfðaskrá að skipti fari fram.
erfingjar. Samkvæmt II. erfð
taka maki arfleifanda. foreldr-
ar hans og niðjar þeirra, óstýft,
arf og samkvæmt III. erfð föð-
ur- og móðurforeldrar arfleif-
anda og börn þeirra, en ekki
aðrir niðjar. í eldri erfðalögum
var erfð samkvæmt II. erfð
stýfð við systkinabörn, en því
var þreytt í lögunum 1962 til
samræmis við erfðalög á hin-
um Norðurlöndunum. Arfskipti
samkvæmt II. erfð koma ein-
ungis til ef arfleifandi á enga
niðja á lífi og samkvæmt III.
erfð aðeins ef ekki er til að
dreifa neinum erfingja sam-
kvæmt I. og II. erfð. Innan
hvers erfðaflokks koma foreldr-
ar á undan börnum sínum, og
sé einn erfingjanna látinn
koma erfingjar hans í hans
stað.
Óskilgetið barn erfir föður
og föðurfrændur og þeir það ef
það er feðrað með þeim hætti,
sem segir í löggjöf um óskilget-
in börn. Kjörbarn og niðjar
þess, þar á meðal kjörniðjar,
erfa kjörforeldra og ættingja
þeirra og gagnkvæmt. Lög-
niðjar erfa kjörforeldra og
ættingja þeirra og gagnkvæmt.
Lögerfðatengsl milli kjörbarns
og ættingja þess falla niður við
ættleiðingu.
# Erfðaréttur maka
— Ef arfleifandi á niðja á
lífi. erfir maki % hluta á móti
þeim, en annars % hluta á
móti foreldrum arfleifanda og
niðjum þeirra. Eigi arfleifandi
hvorki niðja né foreldra á lífi,
tekur maki allan arf, en skiptir
ekki arfi með systkinum hins
látna, né heldur niðjum þeirra.
Meðan skylduerfingjar eru á
lífi hefur arfleifandi heimild
til þess að ráðstafa allt að %
hluta eigna sinna, með erfða-
skrá, og skiptist þá það sem
eftir er milli lögerfingja í fyrr-
greindum hlutföllum.
Eftir lát annars hjóna á hitt
rétt á að sitja í óskiptu búi
með ófjárráða niðjum beggja,
nema hið látna hafi mælt svo
fyrir í erfðaskrá, að skipti
skyldu fara fram. Eigi eftirlif-
andi maki ófjárráða stjúpniðja'
þarf þó leyfi skiptaráðanda til.
FV 7 1977
# Erfðir samkvæmt
erfðaskrá
— Erfðaskrá verður að vera
skrifleg og frá henni gengið á
ákveðinn hátt, annars hefur
hún ekkert gildi.
Þegar skylduerfingjar taka
arf er arfleifanda óheimilt að
ráðstafa meira en V3 hluta
eigna sinna með erfðaskrá, en
annars öllum eigum sínum.
Hinir % hlutarnir eru skyldu-
arfur maka og niðja. þar með
kjörniðja. Arfleifandi getur
mælt svo fyrir í erfðaskrá, að
tiltekinn skylduerfingi hans
skuli fá í sinn hlut ákveðna
muni úr séreign hans eða hjú-
skapareign, enda fari verð þess-
ara muna ekki fram úr skyldu-
erfðahluta erfingjans að við-
bættum þeim hluta, sem arf-
leifanda er heimilt að ráðstafa
samkvæmt áðursögðu. Þetta
byggist á því, að heppilegt get-
ur talist fyrir arfleifanda og
erfingja hans, að arfleifandi
mæli fyrir um það, hvernig
fara skuli um einstakar eignir
hans, svo sem fyrirtæki. Þetta
er rýmkun frá eldri lögum, og
rýmri ákvæði en gilda á hinum
Norðurlöndunum. Arfleifanda
er óheimilt að setja erfingja
fyrirmæli um meðferð á
skylduarfi, nema að lög styðji
það, samanber lög um rétt til
erfðaábúðar frá 1962, ákvæði
um erfð að höfundarréttindum
í lögum frá 1972 og ákvæði um
kvaðaarf í erfðalögunum.
Maki. sem situr í óskiptu
búi, getur aðeins ráðið yfir sín-
um hluta úr búinu með erfða-
skrá. Honum er heimilt að ráð-
stafa einstökum munum innan
þessara eignarmarka, ef það
gengur ekki í berhögg við fyr-
irmæli hins látna maka, sem áð-
ur er getið. Þannig getur maki
sem situr í óskiptu búi ráðstaf-
að 2/9 hluta eignanna með
erfðaskrá.
25
1