Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 24
Grcinar og wiélBI
*
Agrip af prófritgerö:
Fjölskyldufyrirtæki og
kynslóðaskipti
— eftir Skúla Kjartansson, viðskiptafræðing
Árið 1962 tóku gildi hérlendis ný heildarlög um erfðir. Hefur þar verið safnað á einn stað
flestum þeim ákvæðum, sem standa í nánum tengslum við erfðir. Leysa þa,u af hólmi eldri erfða-
lög frá 1949, auk þess að ákvæði úr öðrum eldri tengdum löggjöfum hafa verið innlimuð, svo sem
um setu í óskiptu búi frá 1923. Þessum nýju lögum fylgdu nokkrar breytingar, svo sem takmörk-
un skyldleikaerfða og rýmkun á erfðahlut maka. Það eru þó fleiri reglur en þær sem eru í erfða-
lög.um, sem skipta máli við uppgjör erfða, og auka við svið þeirra.
Lög um réttindi og skyldur
hjóna frá 1923 segja til um
skiptingu hjúskapareignar þeg-
ar annað hjóna deyr. Það eftir-
lifandi á rétt á helmingi hjú-
skapareignar, áður en til skipta
kemur samkvæmt erfðalögum.
Breyting frá árinu 1962 veitir
því eftirlifandi einnig heimild
til þess að taka af hjúskapar-
eign beggja búsgögn, verkfæri
og aðra lausa muni, sem nauð-
synlegir eru til þess að það geti
haldið áfram atvinnu sinni, þó
svo að verð greindra muna fari
fram úr hluta þess í hjúskap-
areignum og eru munir þessir
ekki taldir með við ákvörðun
bús og erfðahluta.
Samkvæmt skiptalögum frá
1878 er meginreglan sú, að
dánarbú sæti opinberum skipt-
um, en heimila má einkaskipti
séu skilyrði til þess fyrir hendi.
f framkvæmd er þetta þannig,
að sjaldgæft er að dánarbú
komi til opinberra skipta, og
einungis ef erfingjar eru ekki
sammála. eða þeir vilji ekki
gangast við skuldum hins látna.
Eigi eftirlifandi maki rétt á
setu í óskiptu búi og notfærir
sér hann, kemur auðvitað ekki
Höfundur, Skúli Kjartansson
lauk prófi í viðskiptafræði í
vor. Hér eru birtir tveir kaflar
úr ritgerð hans ium erfðir og
erfðaskatt.
til skipta. Sérhver erfingi getur
krafist opinberra skipta og
neitað að gangast við skuldum
búsins, og eru þá eignir búsins
seldar. Hver erfingi á heimt-
ingu á að arfshluti hans sé lagð-
ur honum út eftir virðingu og
gengur eftirlifandi maki þá
fyrir og á rétt á að fá eignar-
hlut sinn, erfðahlut og eftir at-
vikum búið allt, eftir virðingu,
sé ekki um skuldafrágöngubú
að ræða, en þá er skipt með
hagsmuni lánadrottna í huga,
þar til þeir hafa fengið sinn
hluta greiddan.
Ríkið krefur skatts af öllum
arfi samkvæmt lögum um
erfðafjárskatt frá 1921. Skatt-
urinn er mishár eftir því hve
hár arfshlutur er og eftir skyld-
leika erfingja við hinn látna.
Greiða nánustu erfingjar innan
við 10% í skatt af arfshluta
sínum en fjarskyldari erfingj-
ar allt að 50%.
f þessum kafla ætla ég að
fjalla nokkuð nánar um þessi
mál.
# (Jm lögarf
— Lögerfingjatengsl geta
byggst á þrenns konar atvikum,
það er frændsemi, hjúskap og
ættleiðingu. Lögerfingjum er
skipað í þrjá erfðaflokka.
Samkvæmt I. erfð, taka niðjar
arfleifanda og maki arf og
nefnast þessir erfingjar skyldu-
24
FV 7 1977