Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 61
mjólkurstöðina liði. Hann sagði
að það verk gengi hægt þrátt
fyrir mikið fé sem þangað
rynni. Upphaflega var byrjað
að vinna við byggingu stöðvar-
innar árið 1965 en ári síðar var
ákveðið að láta verkið bíða og
það var ekki fyrr en árið 1973
að byrjað var á nýjan leik við
það.
SÉRHÆFÐ í OSTAGERÐ
— Ætlunin er, sagði Arn-
grímur, að mjólkurstöðin sér-
hæfi sig í ostagerð. Við seljum
aðeins 20% af þvi mjólkur-
magni. sem okkur berst, sem
ferskmjólk. Hitt fer allt til
vinnslu. Og þar sem ljóst er að
innanlandsmarkaðurinn getur
ekki tekið við öllu því magni
af unnum mjólkurvörum sem
við getum framleitt er hug-
myndin að stefna að útflutningi
á ostum aðallega. Óðalsosturinn
er þar ofarlega á blaði en sú
ostategund hefur aflað sér vin-
sælda os við höfum góðar von-
ir um að þessi tegund gæti orð-
ið vinsæl t.d. á Bandaríkja-
markaði.
Þegar nýja mjólkurstöðin
kemst í gagnið, sem er ráðgert
að verði árið 1980, þá er ætlun-
in að brauðgerð KEA flytji í
núverandi húsnæði mjólkur-
samlagsins í Kauuvangsstræti.
Brauðgerðin er nú í húsnæði,
sem ætlunin er að leggja und-
ir hótel KEA og er löngu orð-
ið of lítið fyrir brauðgerðina.
Sagði Arngrímur að húsnæði
gamla mjólkursamlagsins væri
að vísu of stórt fyrir brauð-
gerðina, en ljóst væri að eng-
inn vandi væri að nýta það hús-
nláss sem afgangs verður, því
KEA væri í stöðugum húsnæð-
isvandræðum með ýmsa þætti
starfsemi sinnar.
ÚTIBÚ Á
ÓLAFSFIRÐI
En það er ekki bara á Akur-
eyri, sem KEA stendur í stór-
ræðum. Arngrímur sagði að
ekki alls fyrir löngu hefði kom-
ið beiðni frá Kaupfélagi Ólafs-
fjarðar um að KEA yfirtæki
rekstur þess.
Kaupfélag Ólafsfjarðar var
stofnað 1949 og þá sem sérstakt
sjálfstætt kaupfélag. í Ólafs-
firði hefur verið mjög hörð
samkeppni milli einstaklinga og
kaupfélagsins og rekstur kaup-
félagsins gengið heldur erfið-
lega. Það er erfitt fyrir litlar
einingar að veita góða þjónustu
og því fór kaupfélagið þess á
leit við okkur að við tækjum
yfir verslunina til þess að geta
bætt þjónustuna við viðskipta-
vinina. Við tókum við þessu um
s.l. áramót og í sumar var versl-
unin formlega opnuð, sem úti-
bú KEA. Þetta er svipað og
gerðist á Siglufirði. Þar hóf
KEA rekstur kaupfélagsins árið
1972 samkvæmt ósk heima-
manna og árið 1976 var versl-
unin gerð að sjálfstæðu útibúi.
Þetta hefur gefið góða raun og
gerir okkur bjartsýna á að
kaupfélagið í Ólafsfirði nái sér
einnig á strik, sagði Arngrim-
ur.
SAMA VERÐ Á
ÖLLU SVÆÐINU
Með þessari yfirtöku á Siglu-
firði og Ólafsfirði, er nú svo
komið að KEA rekur útibú á
öllum þéttbýlissvæðunum í
görnlu Eyjaf jarðarsýslunni.
Sagði Arngrímur að KEA legði
metnað sinn í það að selja all-
ar dagvörur, eins og þær væru
kallaðar. á sama verði á öllu
svæðinu. Félagsheildin bæri
kostnað af flutningi á vörunni
cg gilti það um allar vörur
nema þungavörur. Á þær væri
lagt í samræmi við sannanleg-
an kostnað vegna flutninganna.
Að lokum var Arngrímur
snurður að því hvort hann teldi
að æskilegt væri að hafa félags-
einingar iafn stórar og KEA
er orðið í dag. Hann sasðist
telia að stór félög eins og KEA
ættu fullan rétt á sér. Stór fé-
lög gætu veitt miklu betri
þiónustu en litlar einingar gætu
nokkurn tíman veitt og það eitt
nægði til þess að réttlæta tilvist
KEA í þeirri mynd sem félagið
er í.
IMýjungar
frá
verk-
smiðjum
KEA
Efnaverksmiðjan Sjöfn hefur
nýlega sent frá sér tvær nýjar
framleiðsluvörur á markaðinn.
Alfa Beta er lágfreiðandi
þvottaefni til notkunar fyrir
mjaltakerfi, mjólkurtanka,
mjólkurvinnsluvélar, vinnslu-
vélar fyrir frystihús, kjöt-
vinnslur og annan matvælaiðn-
að, auk uppþvottavéla á mat-
sölustöðum. Alfa-Beta inniheld-
ur m.a. lágfreiðandi yfirborðs-
virkt efni, sem leysir vel upp
fitu og auk þess inniheldur það
klórsambönd til sótthreinsun-
ar, fosföt sem hindra myndun
á mjólkursteini og kalksteini
og silikat sem kemur i veg fyr-
ir tæringu vissra málmtegunda.
Rex 33 er vatnshelt trélím
með herði til límingar á hlut-
um, sem þurfa að þola langvar-
andi veru í raka eða vatni. Rex
33 er sérstaklega ætlað til lím-
inga á gluggum, útihurðum,
garðhúsgögnum og í baðher-
bergi. svo og í skipaiðnaði og
víðar.
Kjötiðnaðarstöð KEA hóf ný-
lega vinnslu á vörum úr hrossa-
kjöti og þ.á.m. hrossabjúgum.
Hrossabiúgun eru ríflega 20%
ódýrari en kindabjúgu. Þá hef-
ur einnig nýlega verið hafin
framleiðsla á saltkjötsfarsi, sem
hefur þegar orðið vinsælt. Salt-
kjötfarsið er selt í plastgörnum
og fryst. Á sl. ári tók Kjötiðn-
aðarstöðin alls á móti 704 tonn-
um af kjöti auk 130 tcnna af
ýmis konar grænmeti. Sölu-
aukning Kjötiðnaðarstöðvarinn-
ar árið 1976 nam 53,6% eða árs-
salan alls kr. 472.517.873.00.
FV 7 1977
61