Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 85
Eyvindur Mohr frá Færeyjum.
Þann 18. sept. mun sænski
leikarinn Ernst Hugo Járegárd
lesa upp úr verkum sínum og
nokkru seinna mun Sviinn Jan
Mortenson flytja fyrirlestur um
bókmenntir í Svíþjóð um þess-
ar mundir og mun hann einnig
lesa upp úr pigin verkum.
ERRÓ MEÐ GRAFIKERUM
Á KJARVALSSTÖÐUM
Á Kjarvalsstöðum opnaði
Myndkynning sýningu 27. ág-
úst, en á þeirri sýningu eru
grafikmyndir eftir þýzka og ís-
lenzka listamenn og einnig 20
olíumálverk eftir færeyska list-
málarann Eyvind Mohr. Alls
eru um 60 grafikmyndir á sýn-
ingunni, en þar eru 20 myndir
eftir ERRO, Guðmund Guð-
mundsson, og þrjár þeirra gerði
hann sérstaklega fyrir þessa
sýningu. ERRO hefur sem
kunnugt er vinnustofu í París
og Thailandi, en hann hefur
getið sér orð víða um heim
fyrir sérstæða list sína. Á næsta
ári mun verða sérstök ERRO
sýning á Kjarvalsstöðum á
Listahátíðinni.
Dagana 7.—27. sept. verður
bandaríski málarinn A1 Copley
með stóra yfirlitssýningu á
verkum sínum á Kjarvalsstöð-
um. A1 Copley er ef til vill
kunnastur hérlendis fyrir að
hafa verið eiginmaður Nínu
heitinnar Tryggvadóttur lista-
manns, en auk þess að vera víð-
frægur blóðsjúkdómafræðingur
er Copley kunnur málari í
Bandarí'kjunum síðan 1940.
Sýning hans á Kjarvalsstöðum
er viðamesta sýning hans til
þessa og sendi hann hingað 300
verk sem valið verður úr til að
hengja upp.
AUGA GEGN AUGA
Á Kjarvalsstöðum verður
einnig norræn samsýning dag-
ana 7.—27. sept. Heitir sýning-
in Auga gegn auga og er hún
valin af einum manni til sýn-
inga á öllum Norðurlöndunum.
Þar eru sýnd alls konar verk
frá Norðurlöndunum, málverk,
höggmyndir, grafik, vefnaður
og fleira og fleira.
HAUSTSÝNING FÍM
Þá er á dagskrá Kjarvals-
staða haustsýning Félags ís-
lenzkra myndlistarmanna og
opnar hún 28. sept. n.k. en ó-
ráðið er um fjölda verka og
sýningaraðila.
ERRÓ sem er líklega þekktasti
íslenzki myndlistarmaðurinn á
alþjóðavettvangi í dag.
30 ÞÚS. SÁU KJARVAL
í ágústlok lauk Kjarvalssýn-
ingunni sem hefur verið opin í
sumar, en samikvæmt upplýs-
ingum Alfreðs Guðmundssonar
forstöðumanns Kjarvalsstaða
sáu um 30 þús. manns þessa
sýningu á Kjarval og þar af
var mikill fjöldi erlendra gesta.
Sandblástur og
málmhúðun s.f.
Iljalteyrargötu,
Akureyri.
Allskonar sandblástur
og málmhúðun.
Ennfremur heit
galanhúðun
®___________
Framleiðsla á ljósa-
staurum stellverk,
grindamöstur ,svo
eitthvað sé nefnt.
• __________
Önnumst einnig alla
aðra járnsmíði.
Allar nánari
upplýsingar
í síma
96-22122.
FV 7 1977
85