Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.07.1977, Blaðsíða 59
Kaupfélag Eyfirðinga: Launagreiðslur félagsins og fyrirtækja þess námu 1,2 milljörðum 1976 Fastráðnir starfsmenn 737 talsins Um langt árabil hefur Kaupfélag Eyfirðinga verið langstærsti launagreiðandinn við Eyjafjörð. Á sl. ári námu launagreiðslur félagsins og fyrirtækja þess 1.2 milljörðum og höfðu aukist frá árinu áður ium 38%. Fastráðnir starfsmenn voru 737, auk allra þeirra vikukaupsmanna, sem vinna að staðaldri hjá félaginu bæði á Akureyri og hjá útibúum félagsins, einkum við fiskvinnslustöðvarn- ar á Dalvík og í Hrísey. Mun vera óhætt að gera ráð fyrir að talsvert á annað þúsund lausavinnu- fólks hafi verið á launaskrá hjá félaginu um lengri eða skemmri tíma sl. ár. í hinni nýju verslun KEA við Ilrísalund en þar er m.a. kaffitería. En þó umfang félagsins sé orðið þetta mikið, er langt í frá að numið hafi verið staðar. Stöðugt er unnið að nýjung og aukningu í starfi KEA. Frjáls verslun hafði nýlega tal af Arn- grími Bjarnasyni hjá KEA til þess að fræðast um hvað helst væri nýtt í starfseminni. Hann sagði að þess væri skemmst að minnast að nýlega hefði verið tekin í notkun ný stórverslun KEA við Hrísalund á Akureyri. ÞJÓNAR NÝJU HVERFUNUM Þessari verslun væri ætlað það hlutverk að þjóna nýju hverfunum efst í bænum, en það hefði þegar sýnt sig að það væru ekki aðeins íbúar úr því hverfi sem skiptu við verslun- ina heldur kæmi þangað fólk alls stað.ar að úr bænum. í nýju búðinni eru margar deildir á tveimur hæðum. Á fyrstu hæðinni eru fatadeild, búsáhaldadeild og húsgagna- og leikfangadeildir auk þess sem versluninni Örkinni hans Nóa er leigð aðstaða undir hús- gagnaverslun. Á annarri hæð er matvöruverslun og kaffitería. KAFFITERÍA í VERSLUNINNI Arngrímur sagði að þetta væri fyrsta verslunin í bænum, sem starfrækti kaffiteríu á þennan hátt og virtist það taka nokkurn tíma fyrir viðskipta- vinina að átta sig á þessari nýj- ung. En nú væru vinsældir kaffiteríunnar að aukast og fólk farið að gefa sér tíma til að tylla sér niður þegar það væri að sinna verslunarerind- um. I kjörbúðinni við Hrísar- lund vinna 12 manns auk af- leysingafólks. Er þarna um að ræða 12. kjörbúðina, sem versl- ar með matvörur á vegum KEA á Akureyri. Á sl. ári voru fjárfestingar KEA meiri en nokkru sinni fyrr i sögu félagsins, eða rúmlega 520 milljónir króna. Af einstök- um fjárfestingum fór mest til nýju mjólkurstöðvarinnar eða rúmlega 220 milljónir króna, en í nýju verslunina við Hrísa- lund fóru 112,6 milljónir króna. Arngrímur var spurður eftir því hvað framkvæmdum við FV 7 1977 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.