Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 59

Frjáls verslun - 01.07.1977, Side 59
Kaupfélag Eyfirðinga: Launagreiðslur félagsins og fyrirtækja þess námu 1,2 milljörðum 1976 Fastráðnir starfsmenn 737 talsins Um langt árabil hefur Kaupfélag Eyfirðinga verið langstærsti launagreiðandinn við Eyjafjörð. Á sl. ári námu launagreiðslur félagsins og fyrirtækja þess 1.2 milljörðum og höfðu aukist frá árinu áður ium 38%. Fastráðnir starfsmenn voru 737, auk allra þeirra vikukaupsmanna, sem vinna að staðaldri hjá félaginu bæði á Akureyri og hjá útibúum félagsins, einkum við fiskvinnslustöðvarn- ar á Dalvík og í Hrísey. Mun vera óhætt að gera ráð fyrir að talsvert á annað þúsund lausavinnu- fólks hafi verið á launaskrá hjá félaginu um lengri eða skemmri tíma sl. ár. í hinni nýju verslun KEA við Ilrísalund en þar er m.a. kaffitería. En þó umfang félagsins sé orðið þetta mikið, er langt í frá að numið hafi verið staðar. Stöðugt er unnið að nýjung og aukningu í starfi KEA. Frjáls verslun hafði nýlega tal af Arn- grími Bjarnasyni hjá KEA til þess að fræðast um hvað helst væri nýtt í starfseminni. Hann sagði að þess væri skemmst að minnast að nýlega hefði verið tekin í notkun ný stórverslun KEA við Hrísalund á Akureyri. ÞJÓNAR NÝJU HVERFUNUM Þessari verslun væri ætlað það hlutverk að þjóna nýju hverfunum efst í bænum, en það hefði þegar sýnt sig að það væru ekki aðeins íbúar úr því hverfi sem skiptu við verslun- ina heldur kæmi þangað fólk alls stað.ar að úr bænum. í nýju búðinni eru margar deildir á tveimur hæðum. Á fyrstu hæðinni eru fatadeild, búsáhaldadeild og húsgagna- og leikfangadeildir auk þess sem versluninni Örkinni hans Nóa er leigð aðstaða undir hús- gagnaverslun. Á annarri hæð er matvöruverslun og kaffitería. KAFFITERÍA í VERSLUNINNI Arngrímur sagði að þetta væri fyrsta verslunin í bænum, sem starfrækti kaffiteríu á þennan hátt og virtist það taka nokkurn tíma fyrir viðskipta- vinina að átta sig á þessari nýj- ung. En nú væru vinsældir kaffiteríunnar að aukast og fólk farið að gefa sér tíma til að tylla sér niður þegar það væri að sinna verslunarerind- um. I kjörbúðinni við Hrísar- lund vinna 12 manns auk af- leysingafólks. Er þarna um að ræða 12. kjörbúðina, sem versl- ar með matvörur á vegum KEA á Akureyri. Á sl. ári voru fjárfestingar KEA meiri en nokkru sinni fyrr i sögu félagsins, eða rúmlega 520 milljónir króna. Af einstök- um fjárfestingum fór mest til nýju mjólkurstöðvarinnar eða rúmlega 220 milljónir króna, en í nýju verslunina við Hrísa- lund fóru 112,6 milljónir króna. Arngrímur var spurður eftir því hvað framkvæmdum við FV 7 1977 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.