Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.03.1979, Blaðsíða 35
til Skandinavíu og Islands, sem fé- lagið hafði haft í fjölda ára. Fyrir rúmu ári var þetta leyfi síðan veitt flugfélaginu Northwest Orient Air- lines og ætlaði félagið að hefja flug milli Bandaríkjanna og Skandinaviu sl. vor, en löng og erfið verkföll starfsmanna félags- ins komu í veg fyrir þau áform. Flugfélagið hafði þá þegar eytt miklu fjármagni í að auglýsa þess- ar nýju leiðir, og auk þess ráöið starfslið til viðbótar, en allt kom fyrir ekki. Nú á hins vegar að gera aðra tilraun, og á þetta flug að hefjast nú með vorinu. Má búast viö að Flugleiðir og SAS fái þarna skæöan keppinaut. Eldsneytisskömmtun En það eru fleiri vandamál en of hörð samkeppni sem steðja að flugrekstrinum, eins og síhækk- andi rekstrarkostnaður, þá sér- staklega 14'/2% olíuhækkun OPEC-ríkjanna. Áætla sérfræð- ingar aö afleiðingarnar veröi 3-5% hækkun á aðalfargjöldum og 10-30% hækkun á sérfargjöldum. Olíufélögin hafa nú einnig tilkynnt flugfélögum í mörgum löndum um yfirvofandi olíuskammtanir. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða hafa olíu- félögin tilkynnt félaginu um skömmtun á eldsneyti á ýmsum viökomustööum félagsins, svo sem í Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Glasgow o.fl. stöð- um í Evrópu. Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjunum. Þar er svipuð skömmtun yfirvofandi og er félaginu skammtað sama magn þotueldsneytis nú og það keypti á fyrra ári, miðað við úttekt hvers mánaðar1978. Mikið hefur verið rætt og ritað hér á landi sem annarsstaðar undanfarið um flug- og fargjalda- mál, og ekki allir á eitt sáttir. Flug- leiðir hafa orðið að gjalda nokkru í þessum umræðum fyrir sérstöðu sína, þ.e. vera eina flugfélag landsmanna sem heldur uppi reglubundnum áætlunarferðum milli landa. Þó svo sé, hefur félagið engan einkarétt á flugi til og frá íslandi, enda hefur SAS haft reglubundnar ferðir milli Keflavík- ur og Kaupmannahafnar um ára- bil, og auk þess eru allir loftferða- samningar gagnkvæmir, svo ótalin flugfélög geta hafið hingað áætl- unarflug með stuttum fyrirvara. Fargjaldamál Flugleiða Hart hefur t.d. verið deilt á Flug- leiðir fyrir of há fargjöld, m.a. til hinna Noröurlandanna, og þá ein- att dregin fram hæstu fargjöld á þessum leiðum. Reyndin er hins- vegar sú að mjög lágt hlutfall far- þega á þessum leiðum greiðir hæstu fargjöld (aðalfargjöld). Sem dæmi má taka leiðina Keflavík— Kaupmannahöfn. í júlí ’77 ferð- uðust þannig aðeins 12.1% far- þega á hæsta fargjaldi, og í júlí '78 voru það aðeins 10.1% sem greiddu hæsta fargjald. Aðrir far- þegar ferðuðust á hinum ýmsu af- sláttar- og sérfargjöldum. Séu líka teknar sambærilegar flugleiðir innan Evrópu kemur í Ijós að far- gjöld Flugleiða eru einhver þau lægstu sem völ er á, miðað við flogna vegalengd. Dæmi: 1) Kefla- vík—Kaupmannahöfn, vegalengd 2144 mílur, verð ísl. kr. 66.800,- 2) Helsinki—Nissa, vegalengd 2198 mílur, verð ísl. kr. 123.300.- 3) Osló—Róm, vegalengd 2047 mílur, verö ísl. kr. 118.700.- (öll verð miðast við aðalfargjöld 1978, án flugvallarskatts). En margur kann aö spyrja hvernig Flugleiöir geti þá boðið New York—Luxem- borg fram og til baka fyrir aðeins $ 299, eða jafnvirði 97.200,- króna þegar sérfargjald Keflavík— Kaupmannahöfn, fram og aftur, kostar 96.100.-. Ástæðurnar eru margar og flestar augljósar. Á At- lantshafinu eru flognar lengri vegalengdir sem gefa betri nýt- ingu á eldsneyti, lendingarkostn- aði o.fl. Betri sætanýting, eða 70-75% á ári, miðað við að meðal sætanýting á Evrópuleiðunum er 60-70% á ári. Auk framantalinna atriða eru Flugleiðir einnig bundnar mun strangari fargjalda- reglum á Evrópuleiðunum en í At- lantshafsfluginu. Á þessu ári er búist við að fjöldi flugfarþega í heiminum aukist um 20 milljónir frá því sem var árið 1978, á meðan fjöldi flugvéla stendur nokkurn veginn í stað. Það ætti því að vera ástæðu- laust fyrir flugfélögin að örvænta þó ekki blási byrlega þessa stund- ina, því almenningur hefur altént uppgötvað flugiö sem öruggasta og þægilegasta ferðamáta nútím- ans. Icelandic announces thebestdeal toEurope: $1495°* oneway. ($299 Koundtríp) >k) restrktíons. NewlÍMkto Luxembouig. &oyseat at the siuue price. Confirmed reservatíons. Ereovine, meals,cognac. Daifyflights. Stít>lto 365d^s. Purchase tickets in the L.S.A. •Fare subject tochange. I------------------1 | Seeyour travel agent. ()r write l)ept. MV-2 I lcelandic Airtmes. F.O. Box 105 West i Hempstead. NY 11552.1'h.me 212-757-K585 I (NewYorkCityonly)orcall 800-555-1212 for | the toll-free number in yourarea. ■ Please send me: I □ A tmetable of lcdandic's flights to Europe. • □ Your brochure on European tours. I □ lnformation on Alpine Ski Tours. | NAME----------- I ADDRESS-------- I CITY----------- I STATE---ZIP---- ICELANDIC | TO EUROPE ' 25 years of k»w air fares to Europe. i/T Auglýsing Fluglelða á sumarfargjöld- um frá Bandaríkjunum. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.