Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Qupperneq 78

Frjáls verslun - 01.03.1979, Qupperneq 78
Samfrost — sameiginleg skrifstofa frystihúsanna í Vestmannaeyjum Annast vinnurannsóknir og bón- usmál frystihúsanna. Rekur tölvu- deild, sem sér um alla launaút- reikninga fyrir húsin Samfrost heltir fyrirtæki í Vestmannaeyjum, sem er sameiginleg skrifstofa frystihúsanna í bænum og annast fyrir þau vinnulauna- og kaupaukaútreikn- inga. Einnig rekur það framleiðnideild fyrir húsin og sér um skrifstofuhald fyrir útgerðarfélagið Klakk h.f. og fiskverkunarstöðina Stakk h.f., Lifrarsamlag Vestmannaeyja og Rannsóknarstofnun fisklðnaðar- ins í Vestmannaeyjum. Framkvæmdastjóri hjá Sam- frosti er Arnar Sigurmundsson og leitaði Frjáls verzlun upplýsinga hjá honum um afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi, sem Vestmannaeyingar byggja af komu sína á. f upphafi viðtals okkar við Arnar var rifjuð upp auglýsing, sem birtist í dagblöðum í fyrra, þar sem hluti af bátaflota Vestmannaeyinga var auglýstur til sölu. Með þessari heilsíðu auglýsingu var rækilega vakin athygli á vandamálum útgerðarinnar í Eyjum og við spurðum því Arnar, hvernig hagur hennar væri nú um þessar mundir. Arnar: — Mér er ekki kunnugt um að nein lausn sé fundin á vandamálum útgerðarfyrirtækjanna og síð- ast þegar ég vissi voru þau í skoðun hjá sjávarút- vegsráðuneytinu. í þessari auglýsingu voru aðeins smærri bátarnir en nótaskipin og togararnir ekki talin með. Það breytir því ekki að rekstur allra þessara skipa hefur verið mjög erfiður. Hjá bátunum er vand- inn eiginlega tvenns konar. Á síðari árum hefur út- gerð trollbáta aukizt mjög mikið. Samfara trollveið- unum hefur olíukostnaður farið upp úr öllu valdi. Eins og okkur er öllum Ijóst, hefur verðiö á olíunni farið stöðugt hækkandi og olíuverðið í hlutfalli viö afla- verðmæti er orðið alltof hátt. Mörg útgerðarfyrirtækin fóru illa út úr gosinu eins og aðrir. Til þess að koma sér af stað eftir gos fengu þau ákveðna fyrirgreiðslu. Upprunalega býst ég við að hún hafi aðallega verið í formi yfirdráttar en vaxtabyrðin samfara þessu var að sliga alla bátaút- gerð hér sl. haust. í útgerö togaranna eru nánast sömu hlutirnir á ferðinni. Þar er það hinn gífurlega hái olíukostnaður, sem fyrst og fremst gerir okkur erfitt fyrir. Hér eru líka tiltölulega ný skip, þannig að afborganir af þeim eru mjög þungar í skauti. F.V.: — Hefur svartoffubrennsla verið tekin upp hér um borð í flskisklpum í sparnaðarskyni? Arnar: — Það er einungis eitt fiskiskip hér, sem brennt hefur svartolíu. Það er skuttogarinn "Vest- Arnar Slgurjónsson. Á myndlnnl er verksmlðja Llfrarsam- lagslns, sem nú er að hefja útflutnlng á nlðursoðlnni lifur til Frakklands. mannaey". Skuttogararnir hér eru fjórir og nú er ákveðið að einn í viðbót, “Klakkur” taki upp svart- olíunotkun í apríl eða maí. Neyðin rekur menn út í þetta og “Klakkur” er þannig búinn, að tiltölulega auðvelt er að skipta um, en hins vegar yröi það tals- vert kostnaðarsamara í bátunum og mér er ekki kunnugt um að svartolíubrennsla verði tekin upp um borð í fleiri skipum. F.V.: — Hvað hefur mikið sparazt með svartolíu- brennslunni hjá “Vestmannaey”? Arnar: — Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef fengið frá eigendum, hefur þetta gefið góða raun. Olíukostnaðurinn hjá “Klakk”, sem ég er fram- kvæmdastjóri fyrir, var í fyrra 70 milljónir, en hjá “Vestmannaey” 52 milljónir. Hjá “Klakk” var olíu- kostnaðurinn 24% af rekstrargjöldum skipsins og er þaö alltof hátt hlutfall. Að vísu er "Klakkur” með hæsta hlutfallið af togurunum hérna. Þeir eru með 15—24%. Á skipunum fyrir vestan er þetta hlutfall rétt um 10% vegna nálægðar við miðin. F.V.: — Hvernig hafa aflabrögð verið hér að und- anförnu og hvernig er hljóðið í mönnum? Arnar: — Aflinn hefur verið að glæðast hér tölu- vert síðustu daga, bæði hjá togbátum og netabátum. Afli togaranna er talsvert betri en á sama tíma í fyrra. Það breytir hins vegar ekki því, að hljóðið í mönnum er litlu skárra, því að þeir eru meö þessar gömlu 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.