Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 9

Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 9
Björn Teitsson, magister hefur verið settur skólameistari Menntaskólans á ísafirði frá 1. september n.k. — Meirihluti nemenda skólans er af Vest- fjörðum, en stærsti hópurinn er frá ísafirði. Síðastliðin ár hafa að jafnaði 150—160 nem- endur stundað nám við skólann, en um helm- ingur nemenda er í heimavist. Skólinn hefur útskrifað stúdenta frá því 1974. S.l. níu ár hefur Jón Baldvin Hannibalsson veriö skólameistari viö skólann, sagði Björn. — Námsbrautum er skipt í félagssvið og raungreinasvið, en næsta skólaár er fyrirhugað að byrja með nýtt svið, verslunarsvið, sagði Björn ennfremur. Björn Teitsson er fæddur 11. október 1941 á Brún í S-Þingeyjarsýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 og lauk mag. art. prófi við Háskóla íslands 1970. Um eins árs skeið var hann við framhaldsnám og störf við háskólann í Bergen. Björn hefur undanfarin ár verið kennari í sagnfræði við Háskóla íslands. Hann hefur tvisvar verið lektor um hríð, en annarsstunda- kennari við skólann. Frá 1972 hefur Björn verið ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélagsins. Hann hefur jafnframt stundað sagnfræði- rannsóknir og staðið fyrir byggðasögurann- sóknum, sem eru hluti af rannsóknum á sögu byggðar á síðmiööldum á Norðurlöndum. Þessum rannsóknum lýkur á þessu ári. Á árunum 1972—1976 hafði Björn umsjón með þáttum um störf Alþingis í sjónvarpinu ásamt Birni Þorsteinssyni. Hinrik Bjarnason hefur verið ráðinn deildar- stjóri Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins. — Stjórnandi þessarar deildar sér um þá efnisflokka, sem í nafni deildarinnar felast, þ.e. lista og skemmtiefni. í því felast m.a. innkaup og val á erlendu efni og framleiðsla á innlendu efni svo og upptökur. Þetta starf er stjórnunar- starf og felur í sér mikil samskipti við fólk, sagði Hinrik. Hinrik er fæddur 8. júlí 1934 á Stokkseyri. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands 1954. 1956—58 var hann skólastjóri við Vistheimilið Breiðuvík í Rauðasandshreppi. 1958—60 var hann við nám í Danmörku og Bandaríkjunum í félagsgreinum, sérstaklega er lýtur að barna- vernd. Samtímis kennaranáminu var hann í leikskóla Lárusar Pálssonar í þrjú ár. Hinrik hefur verið kennari við Breiöagerðis- skóla og Réttarholtsskólann, en frá 1972 hefur hann verið framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Þegar íslenska sjónvarpið tók til starfa 1966 tók Hinrik að sér umsjón með barnaefni sjón- varpsins, þ.e. Stundarinnar okkar, og var hann umsjónarmaður þáttarins til 1968. Hinrik sótti námskeið á vegum sjónvarpsins í upptöku- stjórn hjá sænska sjónvarpinu 1968. Hann hefur gert kvikmyndir fyrir sjónvarpið, m.a. þætti fyrir börn. Hann hefur einnig stjórnað upptöku þátta hjá fréttadeild sjónvarpsins, þ.á.m. Landshorns sem síðar varð Kastljós í tvo vetur. Síðast stjórnaði Hinrik umræðuþætti í sjónvarpinu sl. vetur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.