Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 9

Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 9
Björn Teitsson, magister hefur verið settur skólameistari Menntaskólans á ísafirði frá 1. september n.k. — Meirihluti nemenda skólans er af Vest- fjörðum, en stærsti hópurinn er frá ísafirði. Síðastliðin ár hafa að jafnaði 150—160 nem- endur stundað nám við skólann, en um helm- ingur nemenda er í heimavist. Skólinn hefur útskrifað stúdenta frá því 1974. S.l. níu ár hefur Jón Baldvin Hannibalsson veriö skólameistari viö skólann, sagði Björn. — Námsbrautum er skipt í félagssvið og raungreinasvið, en næsta skólaár er fyrirhugað að byrja með nýtt svið, verslunarsvið, sagði Björn ennfremur. Björn Teitsson er fæddur 11. október 1941 á Brún í S-Þingeyjarsýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1962 og lauk mag. art. prófi við Háskóla íslands 1970. Um eins árs skeið var hann við framhaldsnám og störf við háskólann í Bergen. Björn hefur undanfarin ár verið kennari í sagnfræði við Háskóla íslands. Hann hefur tvisvar verið lektor um hríð, en annarsstunda- kennari við skólann. Frá 1972 hefur Björn verið ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélagsins. Hann hefur jafnframt stundað sagnfræði- rannsóknir og staðið fyrir byggðasögurann- sóknum, sem eru hluti af rannsóknum á sögu byggðar á síðmiööldum á Norðurlöndum. Þessum rannsóknum lýkur á þessu ári. Á árunum 1972—1976 hafði Björn umsjón með þáttum um störf Alþingis í sjónvarpinu ásamt Birni Þorsteinssyni. Hinrik Bjarnason hefur verið ráðinn deildar- stjóri Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins. — Stjórnandi þessarar deildar sér um þá efnisflokka, sem í nafni deildarinnar felast, þ.e. lista og skemmtiefni. í því felast m.a. innkaup og val á erlendu efni og framleiðsla á innlendu efni svo og upptökur. Þetta starf er stjórnunar- starf og felur í sér mikil samskipti við fólk, sagði Hinrik. Hinrik er fæddur 8. júlí 1934 á Stokkseyri. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands 1954. 1956—58 var hann skólastjóri við Vistheimilið Breiðuvík í Rauðasandshreppi. 1958—60 var hann við nám í Danmörku og Bandaríkjunum í félagsgreinum, sérstaklega er lýtur að barna- vernd. Samtímis kennaranáminu var hann í leikskóla Lárusar Pálssonar í þrjú ár. Hinrik hefur verið kennari við Breiöagerðis- skóla og Réttarholtsskólann, en frá 1972 hefur hann verið framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Þegar íslenska sjónvarpið tók til starfa 1966 tók Hinrik að sér umsjón með barnaefni sjón- varpsins, þ.e. Stundarinnar okkar, og var hann umsjónarmaður þáttarins til 1968. Hinrik sótti námskeið á vegum sjónvarpsins í upptöku- stjórn hjá sænska sjónvarpinu 1968. Hann hefur gert kvikmyndir fyrir sjónvarpið, m.a. þætti fyrir börn. Hann hefur einnig stjórnað upptöku þátta hjá fréttadeild sjónvarpsins, þ.á.m. Landshorns sem síðar varð Kastljós í tvo vetur. Síðast stjórnaði Hinrik umræðuþætti í sjónvarpinu sl. vetur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.